47 stoðsendingar og nýtt met hjá Golden State í nótt | Sjáðu veisluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 17:00 Stephen Curry þakkar fyrir eina af stoðsendingunum í nótt. Golden State Warriors er á svaka skriði í NBA-deildinni en liðið fór illa með Los Angeles Lakers í nótt. Þetta var níundi sigur Warriors-liðsins í röð og það er óhætt að segja að leikmenn GSW séu að sundurspila andstæðinga sína þessa dagana. Stephen Curry (31 stig, 9 stoðendingar), Kevin Durant (28 stig), Klay Thompson (26 stig) og Draymond Green (11 stoðsendingar, 9 fráköst) eru farnir að ná mjög vel saman og það eru ekki beint góðar fréttir fyrir mótherjana. Skytturnar þrjár voru saman með 85 stig og hittu úr 13 af 23 þriggja stiga skotum sínum. Golden State Warriors var samtals með 47 stoðsendingar í leiknum sem liðið vann með 43 stiga mun, 149-106. Liðið skoraði 80 stig í fyrri hálfleik, tapaði aðeins 10 boltum allan leikinn og hitti úr 62 prósent skota sinna. 47 stoðsendingar eru næstum því ein stoðsending á hverri mínútu en hver leikur í NBA er 48 mínútur. Hér fyrir neðan er myndband frá NBA með mörgum af þessum stoðsendingum leikmanna Golden State í nótt. Golden State liðið var með fleiri stoðsendingar í leiknum (47) en Lakers menn voru með af skotum (40). 47 stoðsendingar eru nýtt félagsmet og það mesta í NBA-deildinni síðan Phoenix Suns gaf 47 stoðsendingar 29. nóvember 1991. Golden State liðið hefur nú gefið 30 stoðsendingar í fleiri í öllum níu leikjunum ó sigurgöngunni og þeir hafa alls spilað þrettán leiki í röð með 30 stoðsendingar eða fleiri sem er NBA-met. Golden State tapaði illa fyrir San Antonio Spurs í fyrsta leik tímabilsins og svo óvænt fyrir Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna. Sá leikur var 5. nóvember en síðan hefur GSW ekki tapað leik. Golden State hefur unnið þess níu leiki frá og með 7. Nóvember með 19,2 stiga munÞessir gáfu stoðsendingar í metleiknum í nótt: Draymond Green 11 Stephen Curry 9 Kevin Durant 5 Andre Iguodala 5 Patrick McCaw 4 David West 4 Zaza Pachulia 2 Klay Thompson 2 Shaun Livingston 2 Anderson Varejao 2 Ian Clark 1The @Warriors set a new franchise record with 47 assists against the Lakers. They assisted on 47 of their 53 field goals (88.7%). pic.twitter.com/gMdhBCxRvg — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 24, 2016Warriors set a new franchise record with 47 assists tonight, the most in a game in the NBA in 25 years (11/29/91, PHO, 47 assists). — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016Golden State's 149 points & 43-point victory are both new highs against the Lakers, topping marks that were set 50 years ago (November 1966) — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016 NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Golden State Warriors er á svaka skriði í NBA-deildinni en liðið fór illa með Los Angeles Lakers í nótt. Þetta var níundi sigur Warriors-liðsins í röð og það er óhætt að segja að leikmenn GSW séu að sundurspila andstæðinga sína þessa dagana. Stephen Curry (31 stig, 9 stoðendingar), Kevin Durant (28 stig), Klay Thompson (26 stig) og Draymond Green (11 stoðsendingar, 9 fráköst) eru farnir að ná mjög vel saman og það eru ekki beint góðar fréttir fyrir mótherjana. Skytturnar þrjár voru saman með 85 stig og hittu úr 13 af 23 þriggja stiga skotum sínum. Golden State Warriors var samtals með 47 stoðsendingar í leiknum sem liðið vann með 43 stiga mun, 149-106. Liðið skoraði 80 stig í fyrri hálfleik, tapaði aðeins 10 boltum allan leikinn og hitti úr 62 prósent skota sinna. 47 stoðsendingar eru næstum því ein stoðsending á hverri mínútu en hver leikur í NBA er 48 mínútur. Hér fyrir neðan er myndband frá NBA með mörgum af þessum stoðsendingum leikmanna Golden State í nótt. Golden State liðið var með fleiri stoðsendingar í leiknum (47) en Lakers menn voru með af skotum (40). 47 stoðsendingar eru nýtt félagsmet og það mesta í NBA-deildinni síðan Phoenix Suns gaf 47 stoðsendingar 29. nóvember 1991. Golden State liðið hefur nú gefið 30 stoðsendingar í fleiri í öllum níu leikjunum ó sigurgöngunni og þeir hafa alls spilað þrettán leiki í röð með 30 stoðsendingar eða fleiri sem er NBA-met. Golden State tapaði illa fyrir San Antonio Spurs í fyrsta leik tímabilsins og svo óvænt fyrir Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna. Sá leikur var 5. nóvember en síðan hefur GSW ekki tapað leik. Golden State hefur unnið þess níu leiki frá og með 7. Nóvember með 19,2 stiga munÞessir gáfu stoðsendingar í metleiknum í nótt: Draymond Green 11 Stephen Curry 9 Kevin Durant 5 Andre Iguodala 5 Patrick McCaw 4 David West 4 Zaza Pachulia 2 Klay Thompson 2 Shaun Livingston 2 Anderson Varejao 2 Ian Clark 1The @Warriors set a new franchise record with 47 assists against the Lakers. They assisted on 47 of their 53 field goals (88.7%). pic.twitter.com/gMdhBCxRvg — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 24, 2016Warriors set a new franchise record with 47 assists tonight, the most in a game in the NBA in 25 years (11/29/91, PHO, 47 assists). — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016Golden State's 149 points & 43-point victory are both new highs against the Lakers, topping marks that were set 50 years ago (November 1966) — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016
NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum