Fyrsta íslenska varan í Harrods Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 09:30 Hafin var sala á BIOEFFECT húðvörunum í Harrods á mánudag. Mynd/BIOEFFECT Á mánudaginn hóf hin sögulega verslun Harrods í London að selja íslensku húðvörurnar BIOEFFECT. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangasigur. Að því að ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods,“ segir Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags BIOEFFECT. Harrods er stærsta deildaverslun Evrópu með 330 deildir og nær verslunin yfir samtals 90 þúsund fermetra. Verslunin var stofnuð árið 1834 og hefur verið í sama húsi frá árinu 1849. „Síðustu sex ár frá því að BIOEFFECT kom á markað þá hefur okkur tekist að komast inn í hverja stórverslun, eða deildaverslun, á fætur annarri. Þetta hafa verið flottustu verslanir hvers lands fyrir sig, en að öllum öðrum verslunum ólöstuðum þá er Harrods ein sú flottasta,“ segir Kristinn.Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags. Fréttablaðið/DaníelSölustaðir varanna eru nú yfir þúsund á heimsvísu í þrjátíu löndum. Kristinn segir gríðarlega uppsveiflu í gangi. „Salan okkar á fyrstu sex mánuðum þessa árs er 35 prósentum meiri en hún var á sama tímabili í fyrra." Kristinn telur að rekja megi velgengnina til þess að vörurnar hafi raunverulega virkni sem hægt sé að fylgjast með og að viðskiptavinurinn upplifi því árangur. „ORF líftækni eyddi tíu árum í það að þróa aðferð sem felst í því að framleiða frumuvaka úr byggi, sem hafa einstaka virkni þegar kemur að því að hjálpa frumunum að endurnýja sig. Það að viðskiptavinurinn upplifi árangur er ekki algengt í snyrtivöruheiminum.“ Kristinn segir það ánægjulegt að í Harrods hafi öll vörulínan verið tekin inn og henni verið gert mjög hátt undir höfði. „Þegar við erum í þessu erum við að berjast fyrir hilluplássi, en nú erum við komin í þá stöðu að Harrods úthlutar okkur heilum hilluvegg.“ BIOEFFECT fór nýlega í sölu í Japan, Ítalíu og Sameinuðu furstadæmunum. Að sögn Kristins er Japan einn erfiðasti markaður heims fyrir snyrtivörur en engu að síður hefur vörunni verið tekið gífurlega vel þar og gengur salan vel. Næst á dagskrá er Bandaríkjamarkaður þar sem sala mun hefjast í október. Í dag eru starfsmenn ORF líftækni og dótturfélaga um fjörutíu og fimm. Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Á mánudaginn hóf hin sögulega verslun Harrods í London að selja íslensku húðvörurnar BIOEFFECT. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangasigur. Að því að ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods,“ segir Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags BIOEFFECT. Harrods er stærsta deildaverslun Evrópu með 330 deildir og nær verslunin yfir samtals 90 þúsund fermetra. Verslunin var stofnuð árið 1834 og hefur verið í sama húsi frá árinu 1849. „Síðustu sex ár frá því að BIOEFFECT kom á markað þá hefur okkur tekist að komast inn í hverja stórverslun, eða deildaverslun, á fætur annarri. Þetta hafa verið flottustu verslanir hvers lands fyrir sig, en að öllum öðrum verslunum ólöstuðum þá er Harrods ein sú flottasta,“ segir Kristinn.Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags. Fréttablaðið/DaníelSölustaðir varanna eru nú yfir þúsund á heimsvísu í þrjátíu löndum. Kristinn segir gríðarlega uppsveiflu í gangi. „Salan okkar á fyrstu sex mánuðum þessa árs er 35 prósentum meiri en hún var á sama tímabili í fyrra." Kristinn telur að rekja megi velgengnina til þess að vörurnar hafi raunverulega virkni sem hægt sé að fylgjast með og að viðskiptavinurinn upplifi því árangur. „ORF líftækni eyddi tíu árum í það að þróa aðferð sem felst í því að framleiða frumuvaka úr byggi, sem hafa einstaka virkni þegar kemur að því að hjálpa frumunum að endurnýja sig. Það að viðskiptavinurinn upplifi árangur er ekki algengt í snyrtivöruheiminum.“ Kristinn segir það ánægjulegt að í Harrods hafi öll vörulínan verið tekin inn og henni verið gert mjög hátt undir höfði. „Þegar við erum í þessu erum við að berjast fyrir hilluplássi, en nú erum við komin í þá stöðu að Harrods úthlutar okkur heilum hilluvegg.“ BIOEFFECT fór nýlega í sölu í Japan, Ítalíu og Sameinuðu furstadæmunum. Að sögn Kristins er Japan einn erfiðasti markaður heims fyrir snyrtivörur en engu að síður hefur vörunni verið tekið gífurlega vel þar og gengur salan vel. Næst á dagskrá er Bandaríkjamarkaður þar sem sala mun hefjast í október. Í dag eru starfsmenn ORF líftækni og dótturfélaga um fjörutíu og fimm.
Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent