Hver selur eignina þína? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 09:00 Fyrir skömmu hitti ég gamlan starfsfélaga, sem er ekki í frásögur færandi að öðru leyti en því að hann fór að rekja raunir systur sinnar við sölu fasteignar nýverið. Málið var komið í hnút og hver benti á annan. Þú ert löggiltur fasteignasali, ekki rétt? spurði hann mig. Var ekki verið að breyta lögunum? Jú, mikið rétt, lögum um fasteignasala var breytt á liðnu ári og nú eiga löggiltir fasteignasalar að sjá um viðskiptin frá upphafi til enda. Í þessu dæmi höfðu nokkrir aðilar komið að sölunni, bæði fasteignasalar og aðstoðarmenn þeirra. Þeir höfðu séð um að skoða fasteignina, taka við tilboðum og vera í samskiptum við kaupanda og seljanda fram að því að kaupin tókust með samþykki kauptilboðs. Eftir það fór málið í hendur annarra fasteignasala innan fasteignasölunnar sem falið var að sjá um frágang kaupsamnings og uppgjör kaupverðsins. Vandamálið var að þegar ágreiningur kom upp og kaupandinn hélt eftir greiðslu þá var það hlutverk þeirra sem ganga frá kaupsamningnum að reyna að leysa úr þeim ágreiningi. Þessir fasteignasalar höfðu þó ekki skoðað né sýnt eignina eða verið í samskiptum við aðila um kaupin, fram að því að komið var að frágangi kaupsamnings og afsals. Eins og vandamálinu var lýst fyrir mér þá olli þessi staða því að þeir fasteignasalar sem falið var að gera upp viðskiptin gátu litla aðstoð eða ráðgjöf veitt um lausn deilunnar þar sem þeir höfðu t.d. ekki skoðað fasteignina sjálfir og voru lítið inni í því ferli sem á undan hafði gengið. Lítil aðstoð hafði því fengist við að ná sátt um lausn málsins og deilan komin í ágreining fyrir dómstólum. Því miður er þessi saga ekkert einsdæmi og út frá þessari raunasögu félaga míns má draga þann lærdóm að heppilegast sé að sölunni sé fylgt eftir af sama fasteignasalanum frá upphafi til enda. Hann eða hún er þá betur í stakk búinn til að grípa inn í ef vandamál koma upp og vinna að farsælli lausn þeirra. Reynsla fasteignasalans skiptir þar miklu máli, svo í upphafi skal endinn skoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu hitti ég gamlan starfsfélaga, sem er ekki í frásögur færandi að öðru leyti en því að hann fór að rekja raunir systur sinnar við sölu fasteignar nýverið. Málið var komið í hnút og hver benti á annan. Þú ert löggiltur fasteignasali, ekki rétt? spurði hann mig. Var ekki verið að breyta lögunum? Jú, mikið rétt, lögum um fasteignasala var breytt á liðnu ári og nú eiga löggiltir fasteignasalar að sjá um viðskiptin frá upphafi til enda. Í þessu dæmi höfðu nokkrir aðilar komið að sölunni, bæði fasteignasalar og aðstoðarmenn þeirra. Þeir höfðu séð um að skoða fasteignina, taka við tilboðum og vera í samskiptum við kaupanda og seljanda fram að því að kaupin tókust með samþykki kauptilboðs. Eftir það fór málið í hendur annarra fasteignasala innan fasteignasölunnar sem falið var að sjá um frágang kaupsamnings og uppgjör kaupverðsins. Vandamálið var að þegar ágreiningur kom upp og kaupandinn hélt eftir greiðslu þá var það hlutverk þeirra sem ganga frá kaupsamningnum að reyna að leysa úr þeim ágreiningi. Þessir fasteignasalar höfðu þó ekki skoðað né sýnt eignina eða verið í samskiptum við aðila um kaupin, fram að því að komið var að frágangi kaupsamnings og afsals. Eins og vandamálinu var lýst fyrir mér þá olli þessi staða því að þeir fasteignasalar sem falið var að gera upp viðskiptin gátu litla aðstoð eða ráðgjöf veitt um lausn deilunnar þar sem þeir höfðu t.d. ekki skoðað fasteignina sjálfir og voru lítið inni í því ferli sem á undan hafði gengið. Lítil aðstoð hafði því fengist við að ná sátt um lausn málsins og deilan komin í ágreining fyrir dómstólum. Því miður er þessi saga ekkert einsdæmi og út frá þessari raunasögu félaga míns má draga þann lærdóm að heppilegast sé að sölunni sé fylgt eftir af sama fasteignasalanum frá upphafi til enda. Hann eða hún er þá betur í stakk búinn til að grípa inn í ef vandamál koma upp og vinna að farsælli lausn þeirra. Reynsla fasteignasalans skiptir þar miklu máli, svo í upphafi skal endinn skoða.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar