Kvenstjórnendum finnst gerðar meiri kröfur til sín Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 10:30 Dagný Jónsdóttir segir konurnar hafa talað um að þetta væri val sem veitti þeim mikla starfsánægju. Vísir/Getty „Tímastjórnunin kom mér á óvart. Þessar konur hafa þurft að hafa rosalega fyrir hlutunum, eins og allir sem komast í þessar stöður, en þær tala um að þetta sé val sem veitir þeim starfsánægju. Þegar þú ert komin í þessa stöðu þá lærirðu tímastjórnun þannig að þetta henti þínum aðstæðum og fjölskyldu og svo framvegis. Þetta er þá ekki eins mikið mál og margir halda,“ segir Dagný Jónsdóttir. Hún skrifaði meistaraverkefni í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst þar sem hún rannsakaði tíu konur í æðstu stöðum í fjármálageiranum. Rannsóknarspurningin var: „Hvernig upplifa konur í forystu í fjármálageiranum á Íslandi hlutverk sitt og stöðu sem kvenleiðtogar þar sem karlmenn eru í meirihluta?“Komu fram undir dulnefni„Af því að þær koma fram undir dulnefnum getur verið að ég hafi náð fram góðum upplýsingum og svörum. Þær eru áhugasamar um aukið jafnrétti fyrir alla,“ segir Dagný.Dagný JónsdóttirDagný segir að ákveðið vandamál sé að fáir viti hverjar þær konur sem hafa eitthvað fram að færa eru. Þetta komi til dæmis fram þegar verið sé að ræða hvaða konur eigi að tilnefna í stjórn. Konur eru oft ekki með sama tengslanet og karlmenn. „Margar konur sjá líka ekki virðið í því að standa upp frá skrifborðinu. Þær eru rosalega duglegar að vinna vinnuna sína við skrifborðið, en eru ekki jafn duglegar og karlar að fara á fundi, ráðstefnur og fara á golfvöllinn jafnvel til að efla tengslanetið. Tækifærin koma ekki til þeirra í vinnunni. Konurnar töluðu um það að þær þurfi að huga meira að þessum þáttum. Þær eru flestar mjög meðvitaðar um að byggja upp tengslanetið sitt. Þetta er ekki bara gott fyrir konurnar persónulega, þetta skilar sér líka í rekstur fyrirtækisins,“ segir Dagný. Dagný sagði konurnar einnig finna fyrir auknum kröfum til sín bæði frá karl- og kvenstjórnendum; kvenmenn gera kröfur um að þær sýni þeim meiri skilning og séu vinkonur, en bæði kynin gera meiri kröfu um tilfinningagreind. Dagný segir konurnar mjög jákvæðar um jafnskiptingu á heimilishaldi. „Innviðir á Íslandi bjóða upp á það að báðir foreldrar vinni kröfuhörð störf, þetta er ekki í boði víða erlendis.“ Konurnar töluðu einnig um að grípa þau tækifæri sem bjóðast og segja ekki nei við verkefnum. Þær töluðu einnig um launamun kynjanna, sem er meiri í fjármálageiranum en öðrum greinum. Tengdar fréttir Ekki nóg að vera betri en önnur lönd Edda Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir gefa í byrjun næsta árs út viðtalsbók um jafnréttismál í atvinnulífinu. 26. október 2016 08:45 Hrekja mýtuna um að konur segi nei Hulda Bjarnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri FKA í fimm ár. Hún segist hafa upplifað mikla vitundarvakningu á tímabilinu. 27. janúar 2016 00:01 Lykillinn er að huga að upphafi starfsferils kvenna jafnt og karla Karlar fá forskot í sínum fyrstu skrefum á vinnumarkaði. Þannig eru konur alltaf skrefi á eftir og eiga erfiðara með að verða æðstu stjórnendur, samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrirtæki þurfa að sjá hag sinn í að koma konum áfram. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Tímastjórnunin kom mér á óvart. Þessar konur hafa þurft að hafa rosalega fyrir hlutunum, eins og allir sem komast í þessar stöður, en þær tala um að þetta sé val sem veitir þeim starfsánægju. Þegar þú ert komin í þessa stöðu þá lærirðu tímastjórnun þannig að þetta henti þínum aðstæðum og fjölskyldu og svo framvegis. Þetta er þá ekki eins mikið mál og margir halda,“ segir Dagný Jónsdóttir. Hún skrifaði meistaraverkefni í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst þar sem hún rannsakaði tíu konur í æðstu stöðum í fjármálageiranum. Rannsóknarspurningin var: „Hvernig upplifa konur í forystu í fjármálageiranum á Íslandi hlutverk sitt og stöðu sem kvenleiðtogar þar sem karlmenn eru í meirihluta?“Komu fram undir dulnefni„Af því að þær koma fram undir dulnefnum getur verið að ég hafi náð fram góðum upplýsingum og svörum. Þær eru áhugasamar um aukið jafnrétti fyrir alla,“ segir Dagný.Dagný JónsdóttirDagný segir að ákveðið vandamál sé að fáir viti hverjar þær konur sem hafa eitthvað fram að færa eru. Þetta komi til dæmis fram þegar verið sé að ræða hvaða konur eigi að tilnefna í stjórn. Konur eru oft ekki með sama tengslanet og karlmenn. „Margar konur sjá líka ekki virðið í því að standa upp frá skrifborðinu. Þær eru rosalega duglegar að vinna vinnuna sína við skrifborðið, en eru ekki jafn duglegar og karlar að fara á fundi, ráðstefnur og fara á golfvöllinn jafnvel til að efla tengslanetið. Tækifærin koma ekki til þeirra í vinnunni. Konurnar töluðu um það að þær þurfi að huga meira að þessum þáttum. Þær eru flestar mjög meðvitaðar um að byggja upp tengslanetið sitt. Þetta er ekki bara gott fyrir konurnar persónulega, þetta skilar sér líka í rekstur fyrirtækisins,“ segir Dagný. Dagný sagði konurnar einnig finna fyrir auknum kröfum til sín bæði frá karl- og kvenstjórnendum; kvenmenn gera kröfur um að þær sýni þeim meiri skilning og séu vinkonur, en bæði kynin gera meiri kröfu um tilfinningagreind. Dagný segir konurnar mjög jákvæðar um jafnskiptingu á heimilishaldi. „Innviðir á Íslandi bjóða upp á það að báðir foreldrar vinni kröfuhörð störf, þetta er ekki í boði víða erlendis.“ Konurnar töluðu einnig um að grípa þau tækifæri sem bjóðast og segja ekki nei við verkefnum. Þær töluðu einnig um launamun kynjanna, sem er meiri í fjármálageiranum en öðrum greinum.
Tengdar fréttir Ekki nóg að vera betri en önnur lönd Edda Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir gefa í byrjun næsta árs út viðtalsbók um jafnréttismál í atvinnulífinu. 26. október 2016 08:45 Hrekja mýtuna um að konur segi nei Hulda Bjarnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri FKA í fimm ár. Hún segist hafa upplifað mikla vitundarvakningu á tímabilinu. 27. janúar 2016 00:01 Lykillinn er að huga að upphafi starfsferils kvenna jafnt og karla Karlar fá forskot í sínum fyrstu skrefum á vinnumarkaði. Þannig eru konur alltaf skrefi á eftir og eiga erfiðara með að verða æðstu stjórnendur, samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrirtæki þurfa að sjá hag sinn í að koma konum áfram. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ekki nóg að vera betri en önnur lönd Edda Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir gefa í byrjun næsta árs út viðtalsbók um jafnréttismál í atvinnulífinu. 26. október 2016 08:45
Hrekja mýtuna um að konur segi nei Hulda Bjarnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri FKA í fimm ár. Hún segist hafa upplifað mikla vitundarvakningu á tímabilinu. 27. janúar 2016 00:01
Lykillinn er að huga að upphafi starfsferils kvenna jafnt og karla Karlar fá forskot í sínum fyrstu skrefum á vinnumarkaði. Þannig eru konur alltaf skrefi á eftir og eiga erfiðara með að verða æðstu stjórnendur, samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrirtæki þurfa að sjá hag sinn í að koma konum áfram. 16. janúar 2016 07:00
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent