Kvenstjórnendum finnst gerðar meiri kröfur til sín Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 10:30 Dagný Jónsdóttir segir konurnar hafa talað um að þetta væri val sem veitti þeim mikla starfsánægju. Vísir/Getty „Tímastjórnunin kom mér á óvart. Þessar konur hafa þurft að hafa rosalega fyrir hlutunum, eins og allir sem komast í þessar stöður, en þær tala um að þetta sé val sem veitir þeim starfsánægju. Þegar þú ert komin í þessa stöðu þá lærirðu tímastjórnun þannig að þetta henti þínum aðstæðum og fjölskyldu og svo framvegis. Þetta er þá ekki eins mikið mál og margir halda,“ segir Dagný Jónsdóttir. Hún skrifaði meistaraverkefni í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst þar sem hún rannsakaði tíu konur í æðstu stöðum í fjármálageiranum. Rannsóknarspurningin var: „Hvernig upplifa konur í forystu í fjármálageiranum á Íslandi hlutverk sitt og stöðu sem kvenleiðtogar þar sem karlmenn eru í meirihluta?“Komu fram undir dulnefni„Af því að þær koma fram undir dulnefnum getur verið að ég hafi náð fram góðum upplýsingum og svörum. Þær eru áhugasamar um aukið jafnrétti fyrir alla,“ segir Dagný.Dagný JónsdóttirDagný segir að ákveðið vandamál sé að fáir viti hverjar þær konur sem hafa eitthvað fram að færa eru. Þetta komi til dæmis fram þegar verið sé að ræða hvaða konur eigi að tilnefna í stjórn. Konur eru oft ekki með sama tengslanet og karlmenn. „Margar konur sjá líka ekki virðið í því að standa upp frá skrifborðinu. Þær eru rosalega duglegar að vinna vinnuna sína við skrifborðið, en eru ekki jafn duglegar og karlar að fara á fundi, ráðstefnur og fara á golfvöllinn jafnvel til að efla tengslanetið. Tækifærin koma ekki til þeirra í vinnunni. Konurnar töluðu um það að þær þurfi að huga meira að þessum þáttum. Þær eru flestar mjög meðvitaðar um að byggja upp tengslanetið sitt. Þetta er ekki bara gott fyrir konurnar persónulega, þetta skilar sér líka í rekstur fyrirtækisins,“ segir Dagný. Dagný sagði konurnar einnig finna fyrir auknum kröfum til sín bæði frá karl- og kvenstjórnendum; kvenmenn gera kröfur um að þær sýni þeim meiri skilning og séu vinkonur, en bæði kynin gera meiri kröfu um tilfinningagreind. Dagný segir konurnar mjög jákvæðar um jafnskiptingu á heimilishaldi. „Innviðir á Íslandi bjóða upp á það að báðir foreldrar vinni kröfuhörð störf, þetta er ekki í boði víða erlendis.“ Konurnar töluðu einnig um að grípa þau tækifæri sem bjóðast og segja ekki nei við verkefnum. Þær töluðu einnig um launamun kynjanna, sem er meiri í fjármálageiranum en öðrum greinum. Tengdar fréttir Ekki nóg að vera betri en önnur lönd Edda Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir gefa í byrjun næsta árs út viðtalsbók um jafnréttismál í atvinnulífinu. 26. október 2016 08:45 Hrekja mýtuna um að konur segi nei Hulda Bjarnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri FKA í fimm ár. Hún segist hafa upplifað mikla vitundarvakningu á tímabilinu. 27. janúar 2016 00:01 Lykillinn er að huga að upphafi starfsferils kvenna jafnt og karla Karlar fá forskot í sínum fyrstu skrefum á vinnumarkaði. Þannig eru konur alltaf skrefi á eftir og eiga erfiðara með að verða æðstu stjórnendur, samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrirtæki þurfa að sjá hag sinn í að koma konum áfram. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Tímastjórnunin kom mér á óvart. Þessar konur hafa þurft að hafa rosalega fyrir hlutunum, eins og allir sem komast í þessar stöður, en þær tala um að þetta sé val sem veitir þeim starfsánægju. Þegar þú ert komin í þessa stöðu þá lærirðu tímastjórnun þannig að þetta henti þínum aðstæðum og fjölskyldu og svo framvegis. Þetta er þá ekki eins mikið mál og margir halda,“ segir Dagný Jónsdóttir. Hún skrifaði meistaraverkefni í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst þar sem hún rannsakaði tíu konur í æðstu stöðum í fjármálageiranum. Rannsóknarspurningin var: „Hvernig upplifa konur í forystu í fjármálageiranum á Íslandi hlutverk sitt og stöðu sem kvenleiðtogar þar sem karlmenn eru í meirihluta?“Komu fram undir dulnefni„Af því að þær koma fram undir dulnefnum getur verið að ég hafi náð fram góðum upplýsingum og svörum. Þær eru áhugasamar um aukið jafnrétti fyrir alla,“ segir Dagný.Dagný JónsdóttirDagný segir að ákveðið vandamál sé að fáir viti hverjar þær konur sem hafa eitthvað fram að færa eru. Þetta komi til dæmis fram þegar verið sé að ræða hvaða konur eigi að tilnefna í stjórn. Konur eru oft ekki með sama tengslanet og karlmenn. „Margar konur sjá líka ekki virðið í því að standa upp frá skrifborðinu. Þær eru rosalega duglegar að vinna vinnuna sína við skrifborðið, en eru ekki jafn duglegar og karlar að fara á fundi, ráðstefnur og fara á golfvöllinn jafnvel til að efla tengslanetið. Tækifærin koma ekki til þeirra í vinnunni. Konurnar töluðu um það að þær þurfi að huga meira að þessum þáttum. Þær eru flestar mjög meðvitaðar um að byggja upp tengslanetið sitt. Þetta er ekki bara gott fyrir konurnar persónulega, þetta skilar sér líka í rekstur fyrirtækisins,“ segir Dagný. Dagný sagði konurnar einnig finna fyrir auknum kröfum til sín bæði frá karl- og kvenstjórnendum; kvenmenn gera kröfur um að þær sýni þeim meiri skilning og séu vinkonur, en bæði kynin gera meiri kröfu um tilfinningagreind. Dagný segir konurnar mjög jákvæðar um jafnskiptingu á heimilishaldi. „Innviðir á Íslandi bjóða upp á það að báðir foreldrar vinni kröfuhörð störf, þetta er ekki í boði víða erlendis.“ Konurnar töluðu einnig um að grípa þau tækifæri sem bjóðast og segja ekki nei við verkefnum. Þær töluðu einnig um launamun kynjanna, sem er meiri í fjármálageiranum en öðrum greinum.
Tengdar fréttir Ekki nóg að vera betri en önnur lönd Edda Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir gefa í byrjun næsta árs út viðtalsbók um jafnréttismál í atvinnulífinu. 26. október 2016 08:45 Hrekja mýtuna um að konur segi nei Hulda Bjarnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri FKA í fimm ár. Hún segist hafa upplifað mikla vitundarvakningu á tímabilinu. 27. janúar 2016 00:01 Lykillinn er að huga að upphafi starfsferils kvenna jafnt og karla Karlar fá forskot í sínum fyrstu skrefum á vinnumarkaði. Þannig eru konur alltaf skrefi á eftir og eiga erfiðara með að verða æðstu stjórnendur, samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrirtæki þurfa að sjá hag sinn í að koma konum áfram. 16. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Ekki nóg að vera betri en önnur lönd Edda Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir gefa í byrjun næsta árs út viðtalsbók um jafnréttismál í atvinnulífinu. 26. október 2016 08:45
Hrekja mýtuna um að konur segi nei Hulda Bjarnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri FKA í fimm ár. Hún segist hafa upplifað mikla vitundarvakningu á tímabilinu. 27. janúar 2016 00:01
Lykillinn er að huga að upphafi starfsferils kvenna jafnt og karla Karlar fá forskot í sínum fyrstu skrefum á vinnumarkaði. Þannig eru konur alltaf skrefi á eftir og eiga erfiðara með að verða æðstu stjórnendur, samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrirtæki þurfa að sjá hag sinn í að koma konum áfram. 16. janúar 2016 07:00