Smáforrit auðveldar samskipti við leikskóla Sæunn Gísladóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Kidsy á að einfalda vinnu leikskólakennarans. Vísir/Vilhelm „Þetta snýst um að einfalda vinnu leikskólakennarans til að hann fái meiri tíma til að sinna því sem hann þarf að sinna. Ég er sjálf kennari og veit að við þurfum að spara tíma og skriffinnska getur tekið mikinn tíma,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir. Hún, ásamt manni sínum Branislav Dragojlovic, er á bak við snjallsímaforritið Kidsy. Þau eru nú í óðaönn að undirbúa komu þess á íslenskan markað.Anna og Branislav þekkja það að eigin raun að stundum geti reynst erfitt að nálgast praktískar upplýsingar frá leikskólum.Kidsy stendur fyrir orðin „kids“ og „easy“ og kom hugmyndin upp þegar stofnendur ráku sig á það hve erfitt getur verið að nálgast hagnýtar upplýsingar frá leikskólum. Iðulega þarf að sækja upplýsingarnar á mismunandi staði innan leikskólans, erfitt getur reynst að ná tali af starfsmönnum og flókið og tímafrekt að skrá sig inn á innra net. „Kidsy leysir þetta vandamál með því að tryggja að upplýsingar berist fljótt og á öruggan hátt á milli leikskóla og heimila. Appið gerir notendum kleift að senda tölvupóst, hagnýtar upplýsingar, myndir, skilaboð og fleira í gegnum tölvur og snjalltæki. Appið á ekki að koma í veg fyrir persónuleg samskipti eða minnka þau, heldur auðvelda skipulagningu og upplýsingaflæði,“ segir Anna. Áhersla er lögð á að skrá inn upplýsingar myndrænt. „Ef ungbarn fer að sofa ýtir til dæmis leikskólakennarinn á augnhnapp og þá koma þær upplýsingar myndrænt til forelda,“ segir Anna. „Planið er að koma þessu á sem flesta leikskóla og bjóða dagmömmum þetta líka í byrjun, en seinna meir verður hægt að nota þetta hvar sem er, til dæmis á frístundaheimilum,“ segir Anna. Hjónin fengu fyrst hugmyndina að forritinu fyrir fimm árum en fóru af stað fyrir nokkrum árum. Þau hafa nú þegar unnið til nokkurra verðlauna í Evrópu og fengu Evrópustyrk fyrir einu og hálfu ári. Þau ætla á næstunni að að prufukeyra forritið í leikskólum á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku. Anna segir að þau ætli svo að nýta sér tengslanet sitt í Evrópu til að sækja á alþjóðlega markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Þetta snýst um að einfalda vinnu leikskólakennarans til að hann fái meiri tíma til að sinna því sem hann þarf að sinna. Ég er sjálf kennari og veit að við þurfum að spara tíma og skriffinnska getur tekið mikinn tíma,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir. Hún, ásamt manni sínum Branislav Dragojlovic, er á bak við snjallsímaforritið Kidsy. Þau eru nú í óðaönn að undirbúa komu þess á íslenskan markað.Anna og Branislav þekkja það að eigin raun að stundum geti reynst erfitt að nálgast praktískar upplýsingar frá leikskólum.Kidsy stendur fyrir orðin „kids“ og „easy“ og kom hugmyndin upp þegar stofnendur ráku sig á það hve erfitt getur verið að nálgast hagnýtar upplýsingar frá leikskólum. Iðulega þarf að sækja upplýsingarnar á mismunandi staði innan leikskólans, erfitt getur reynst að ná tali af starfsmönnum og flókið og tímafrekt að skrá sig inn á innra net. „Kidsy leysir þetta vandamál með því að tryggja að upplýsingar berist fljótt og á öruggan hátt á milli leikskóla og heimila. Appið gerir notendum kleift að senda tölvupóst, hagnýtar upplýsingar, myndir, skilaboð og fleira í gegnum tölvur og snjalltæki. Appið á ekki að koma í veg fyrir persónuleg samskipti eða minnka þau, heldur auðvelda skipulagningu og upplýsingaflæði,“ segir Anna. Áhersla er lögð á að skrá inn upplýsingar myndrænt. „Ef ungbarn fer að sofa ýtir til dæmis leikskólakennarinn á augnhnapp og þá koma þær upplýsingar myndrænt til forelda,“ segir Anna. „Planið er að koma þessu á sem flesta leikskóla og bjóða dagmömmum þetta líka í byrjun, en seinna meir verður hægt að nota þetta hvar sem er, til dæmis á frístundaheimilum,“ segir Anna. Hjónin fengu fyrst hugmyndina að forritinu fyrir fimm árum en fóru af stað fyrir nokkrum árum. Þau hafa nú þegar unnið til nokkurra verðlauna í Evrópu og fengu Evrópustyrk fyrir einu og hálfu ári. Þau ætla á næstunni að að prufukeyra forritið í leikskólum á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku. Anna segir að þau ætli svo að nýta sér tengslanet sitt í Evrópu til að sækja á alþjóðlega markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira