Koma þyrfti Akureyri „á kortið“ ef erlend flugfélög eiga að fljúga þangað Bjarki Ármannsson skrifar 29. febrúar 2016 18:00 Frá Akureyrarflugvelli. Vísir/Pjetur Flugfélög á borð við EasyJet og Delta myndu íhuga að bjóða upp á flugferðir til staða á borð við Akureyri og Egilsstaði en til þess þyrfti að kynna þessa staði mun betur fyrir útlendingum. Sem stendur felst töluverð áhætta í því að bjóða upp á alþjóðlegar flugferðir á aðra íslenska flugvelli en Keflavíkurflugvöll. Þetta var meðal þess sem kom fram í pallborðsumræðum um hlutdeild flugfélaga í velgengni ferðamannaiðnaðarins á Íslandi í dag. Umræðurnar voru hluti af ráðstefnunni Iceland Tourism Investment sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Til máls tóku þau Ali Gayward frá EasyJet, Christine Kennedy frá Delta, Daníel Snæbjörnsson frá WOW og Guðmundur Óskarsson frá Icelandair.Sjá einnig: Nóg gert fyrir flugfélögin? „Ég þekki engan í ferðamálum á Íslandi“ Ali Gayward sagði meðal annars að mikið kynningarátak þyrfti til þess að vekja athygli á flugvöllum á stöðum á borð við Akureyri eða Egilsstöðum ef EasyJet ætti að fljúga þangað.Frá pallborðsumræðunum í Hörpu í dag.Vísir/Bjarki„Það væri talsverð áhætta falin í því fyrir okkur,“ sagði Gayward. „Þannig að það væri þörf á mjög áberandi kynningarherferð til þess að koma Akureyri á kortið. Einnig þurfum við að hafa í huga hvaða áhrif flug til Akureyrar myndu hafa á eftirspurn eftir flugferðum okkar til Keflavíkur sem þegar eru til staðar. Því það gæti vel verið að fólk sem er að ferðast til þessa hluta landsins nú komi með þeim flugferðum.“Sjá einnig: Ríkisstjórnin kannar millilandaflug um Akureyri og EgilsstaðiGayward sagði að „þroskuð“ flugferð til Keflavíkur, sem flugfélagið og farþegar þekki vel, gæti allt í allt nýst mun betur heldur en óþekkt ferð til „nýrra“ landshluta. Christine Kennedy tók í svipaðan streng. „Í hreinskilni sagt þá þekkja bandarískir ferðamenn, okkar helstu viðskiptavinir, ekki neitt annað en Reykjavík,“ sagði Kennedy. „Og það yrði hindrunin. Því það er ansi erfitt fyrir okkur að segja ferðamálafélögum á Íslandi að skapa eftirspurn eftir landshluta sem við munum ekki þjóna fyrr en eftirspurnin er til staðar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nóg gert fyrir flugfélögin? „Ég þekki engan í ferðamálum á Íslandi“ Deilt um það við pallborðsumræður hvort ferðamálafélög hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. 29. febrúar 2016 15:35 Ríkisstjórnin kannar millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði Vilja stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um land allt. 31. mars 2015 18:33 Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00 Ný þota WOW air mun heita TF-GAY Ný Airbus 330-300 breiðþota verður notuð í áætlunarflug WOW air til Los Angeles og San Fransisco 29. febrúar 2016 11:01 EasyJet stundvísasta flugfélagið í janúar WOW air var aðeins á réttum tíma við lendingar í rúmlega 50% tilvika í janúar. 8. febrúar 2016 09:05 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Flugfélög á borð við EasyJet og Delta myndu íhuga að bjóða upp á flugferðir til staða á borð við Akureyri og Egilsstaði en til þess þyrfti að kynna þessa staði mun betur fyrir útlendingum. Sem stendur felst töluverð áhætta í því að bjóða upp á alþjóðlegar flugferðir á aðra íslenska flugvelli en Keflavíkurflugvöll. Þetta var meðal þess sem kom fram í pallborðsumræðum um hlutdeild flugfélaga í velgengni ferðamannaiðnaðarins á Íslandi í dag. Umræðurnar voru hluti af ráðstefnunni Iceland Tourism Investment sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Til máls tóku þau Ali Gayward frá EasyJet, Christine Kennedy frá Delta, Daníel Snæbjörnsson frá WOW og Guðmundur Óskarsson frá Icelandair.Sjá einnig: Nóg gert fyrir flugfélögin? „Ég þekki engan í ferðamálum á Íslandi“ Ali Gayward sagði meðal annars að mikið kynningarátak þyrfti til þess að vekja athygli á flugvöllum á stöðum á borð við Akureyri eða Egilsstöðum ef EasyJet ætti að fljúga þangað.Frá pallborðsumræðunum í Hörpu í dag.Vísir/Bjarki„Það væri talsverð áhætta falin í því fyrir okkur,“ sagði Gayward. „Þannig að það væri þörf á mjög áberandi kynningarherferð til þess að koma Akureyri á kortið. Einnig þurfum við að hafa í huga hvaða áhrif flug til Akureyrar myndu hafa á eftirspurn eftir flugferðum okkar til Keflavíkur sem þegar eru til staðar. Því það gæti vel verið að fólk sem er að ferðast til þessa hluta landsins nú komi með þeim flugferðum.“Sjá einnig: Ríkisstjórnin kannar millilandaflug um Akureyri og EgilsstaðiGayward sagði að „þroskuð“ flugferð til Keflavíkur, sem flugfélagið og farþegar þekki vel, gæti allt í allt nýst mun betur heldur en óþekkt ferð til „nýrra“ landshluta. Christine Kennedy tók í svipaðan streng. „Í hreinskilni sagt þá þekkja bandarískir ferðamenn, okkar helstu viðskiptavinir, ekki neitt annað en Reykjavík,“ sagði Kennedy. „Og það yrði hindrunin. Því það er ansi erfitt fyrir okkur að segja ferðamálafélögum á Íslandi að skapa eftirspurn eftir landshluta sem við munum ekki þjóna fyrr en eftirspurnin er til staðar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nóg gert fyrir flugfélögin? „Ég þekki engan í ferðamálum á Íslandi“ Deilt um það við pallborðsumræður hvort ferðamálafélög hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. 29. febrúar 2016 15:35 Ríkisstjórnin kannar millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði Vilja stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um land allt. 31. mars 2015 18:33 Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00 Ný þota WOW air mun heita TF-GAY Ný Airbus 330-300 breiðþota verður notuð í áætlunarflug WOW air til Los Angeles og San Fransisco 29. febrúar 2016 11:01 EasyJet stundvísasta flugfélagið í janúar WOW air var aðeins á réttum tíma við lendingar í rúmlega 50% tilvika í janúar. 8. febrúar 2016 09:05 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Nóg gert fyrir flugfélögin? „Ég þekki engan í ferðamálum á Íslandi“ Deilt um það við pallborðsumræður hvort ferðamálafélög hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. 29. febrúar 2016 15:35
Ríkisstjórnin kannar millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði Vilja stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um land allt. 31. mars 2015 18:33
Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00
Ný þota WOW air mun heita TF-GAY Ný Airbus 330-300 breiðþota verður notuð í áætlunarflug WOW air til Los Angeles og San Fransisco 29. febrúar 2016 11:01
EasyJet stundvísasta flugfélagið í janúar WOW air var aðeins á réttum tíma við lendingar í rúmlega 50% tilvika í janúar. 8. febrúar 2016 09:05
WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28