LeBron og Irving í stuði fyrir Cleveland | 21 heimasigur í röð hjá Spurs Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. janúar 2016 07:00 Cleveland Cavaliers vann fimmta leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Washington Wizards á útivelli, 121-115. LeBron James var stigahæstur gestanna með 34 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Garrett Temple var stigahæstur Washington með 20 stig og 12 stoðsendingar. Stuðningsmenn Washington eru margir hverjir ósáttir við að Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland, sé á leið í stjörnuleikinn þrátt fyrir að hafa verið mikið meiddur á leiktíðinni. Hann er með mun fleiri atkvæði en þeirra maður, John Wall, en Irving sýndi heimsklassa frammistöðu í nótt. Hann skoraði í heildina 32 stig, þar af 10 stig í röð í fjórða leikhluta sem gekk frá leiknum fyrir Cleveland. San Antonio Spurs-vélin heldur áfram að malla en liðið lítur svakalega vel út. Það er að vinna leiki rosalega auðveldlega og fá eldri stjörnur liðsins nægan tíma til að hvíla sig. Spurs vann Utah Jazz í nótt, 123-98, og jafnaði þar besta árangur liðsins með því að vinna 21. heimaleikinn í röð. Spurs hefur ekki enn tapað á heimavelli og er í heildina búið að vinna 31 af 37 leikjum liðsins. Trey Burke kom heitur inn af bekknum fyrir Spurs og skoraði 21 stig en Tim Duncan skoraði mest byrjunarliðsmanna San Antonio eða 18 stig. Oklahoma City Thunder burstaði svo Memphis Grizzlies, 112-94, á heimavelli þar sem Kevin Durant sneri aftur eftir eins leiks fjarveru og skoraði 26 stig. Durant fór rólega af stað en tók svo yfir leikinn og bætti við 17 fráköstum. Russell Westbrook skoraði 20 stig en Mario Chalmbers var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig.Úrslit næturinnar: Miami Heat - NY Knicks 90-98 Orlando Magic - Indiana Pacers 86-95 Washington Wizards - Cleveland Cavaliers 115-121 Boston Celtics - Detriot Pistons 94-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 74-91 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 74-78 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 91-100 San Antonio Spurs - Utah Hazz 123-98 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 111-102 OKC Thunder - Memphis Grizzlies 112-94 Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 98-109Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann fimmta leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Washington Wizards á útivelli, 121-115. LeBron James var stigahæstur gestanna með 34 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Garrett Temple var stigahæstur Washington með 20 stig og 12 stoðsendingar. Stuðningsmenn Washington eru margir hverjir ósáttir við að Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland, sé á leið í stjörnuleikinn þrátt fyrir að hafa verið mikið meiddur á leiktíðinni. Hann er með mun fleiri atkvæði en þeirra maður, John Wall, en Irving sýndi heimsklassa frammistöðu í nótt. Hann skoraði í heildina 32 stig, þar af 10 stig í röð í fjórða leikhluta sem gekk frá leiknum fyrir Cleveland. San Antonio Spurs-vélin heldur áfram að malla en liðið lítur svakalega vel út. Það er að vinna leiki rosalega auðveldlega og fá eldri stjörnur liðsins nægan tíma til að hvíla sig. Spurs vann Utah Jazz í nótt, 123-98, og jafnaði þar besta árangur liðsins með því að vinna 21. heimaleikinn í röð. Spurs hefur ekki enn tapað á heimavelli og er í heildina búið að vinna 31 af 37 leikjum liðsins. Trey Burke kom heitur inn af bekknum fyrir Spurs og skoraði 21 stig en Tim Duncan skoraði mest byrjunarliðsmanna San Antonio eða 18 stig. Oklahoma City Thunder burstaði svo Memphis Grizzlies, 112-94, á heimavelli þar sem Kevin Durant sneri aftur eftir eins leiks fjarveru og skoraði 26 stig. Durant fór rólega af stað en tók svo yfir leikinn og bætti við 17 fráköstum. Russell Westbrook skoraði 20 stig en Mario Chalmbers var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig.Úrslit næturinnar: Miami Heat - NY Knicks 90-98 Orlando Magic - Indiana Pacers 86-95 Washington Wizards - Cleveland Cavaliers 115-121 Boston Celtics - Detriot Pistons 94-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 74-91 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 74-78 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 91-100 San Antonio Spurs - Utah Hazz 123-98 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 111-102 OKC Thunder - Memphis Grizzlies 112-94 Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 98-109Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira