Fylgni markaða á eftir að aukast Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. janúar 2016 20:00 Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu. Sjálfvirkt lokunarkerfi kínverska hlutabréfamarkaðarins var virkjað í morgun og kauphöllum landsins lokað tæplega þrjátíu mínútum eftir opnun. Þessi öryggisráðstöfun virkjast þegar hlutabréf falla um sjö prósent og á að koma í veg fyrir óðagot á markaði, en virðist þó hafa haft þveröfug áhrif. Úrræðið var tekið úr gildi síðdegis. Mikil óvissa ríkir meðal fjárfesta í Kína eftir að kínverski seðlabankinn hóf markvisst að veikja gjaldmiðil landsins, yuan-ið. Bankinn hefur nú fellt gengi gjaldmiðilsins átta daga í röð. Titringur á Kína-markaði hafði víðtæk áhrif og í morgun féllu markaðir í Evrópu um þrjú prósent. Talið er að þessi óstöðugleiki hafi náð hingað til lands þar sem gengi hlutabréfa flestra skráðra félaga lækkuðu í Kauphöllinnni. „Það er talað um að Kína hafi haft sín áhrif á lækkanir í dag en það er ekki hægt að slá því á föstu. Mikil hækkun átti sér stað á mörkuðum á Íslandi í gær sem gæti hafa verið að leiðréttast í dag,“ segir Ragnar Benediktsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá IFS. Á sama tímabili og tap á kínverskum mörkuðum hefur sjaldan verið meira hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað verulega og hefur í raun ekki verið lægra í ellefu ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef að markaðir í Kína halda áfram að lækka örlítið. Það þarf svo lítið til að koma af stað hjarðhegðun á þessum markaði,“ segir Ragnar. „80% af þeim eru á markaði í Kína eru einstaklingar og markaðurinn er drifinn af ótta og ótti veldur lækkunum. Þegar einn byrjar að selja þá kemur það af stað óðagoti hjá öðrum og aðrir byrja að selja og það vill enginn vera læstur inni í þessum sjö prósentum sem boðar lokun markaða á hverjum degi.“ Ragnar bendir á að staðan á kínverska markaðinum hafi verið verri í ágúst síðastliðnum. „Og markaðurinn á Íslandi hækkaði eftir það. Fylgni markaða er að aukast ár frá ári og við megum búast við því að fylgni íslenska markaðarins, sem hefur ekki verið mikil, mun væntanlega aukast með losun gjaldeyrishafta,“ segir Ragnar. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu. Sjálfvirkt lokunarkerfi kínverska hlutabréfamarkaðarins var virkjað í morgun og kauphöllum landsins lokað tæplega þrjátíu mínútum eftir opnun. Þessi öryggisráðstöfun virkjast þegar hlutabréf falla um sjö prósent og á að koma í veg fyrir óðagot á markaði, en virðist þó hafa haft þveröfug áhrif. Úrræðið var tekið úr gildi síðdegis. Mikil óvissa ríkir meðal fjárfesta í Kína eftir að kínverski seðlabankinn hóf markvisst að veikja gjaldmiðil landsins, yuan-ið. Bankinn hefur nú fellt gengi gjaldmiðilsins átta daga í röð. Titringur á Kína-markaði hafði víðtæk áhrif og í morgun féllu markaðir í Evrópu um þrjú prósent. Talið er að þessi óstöðugleiki hafi náð hingað til lands þar sem gengi hlutabréfa flestra skráðra félaga lækkuðu í Kauphöllinnni. „Það er talað um að Kína hafi haft sín áhrif á lækkanir í dag en það er ekki hægt að slá því á föstu. Mikil hækkun átti sér stað á mörkuðum á Íslandi í gær sem gæti hafa verið að leiðréttast í dag,“ segir Ragnar Benediktsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá IFS. Á sama tímabili og tap á kínverskum mörkuðum hefur sjaldan verið meira hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað verulega og hefur í raun ekki verið lægra í ellefu ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef að markaðir í Kína halda áfram að lækka örlítið. Það þarf svo lítið til að koma af stað hjarðhegðun á þessum markaði,“ segir Ragnar. „80% af þeim eru á markaði í Kína eru einstaklingar og markaðurinn er drifinn af ótta og ótti veldur lækkunum. Þegar einn byrjar að selja þá kemur það af stað óðagoti hjá öðrum og aðrir byrja að selja og það vill enginn vera læstur inni í þessum sjö prósentum sem boðar lokun markaða á hverjum degi.“ Ragnar bendir á að staðan á kínverska markaðinum hafi verið verri í ágúst síðastliðnum. „Og markaðurinn á Íslandi hækkaði eftir það. Fylgni markaða er að aukast ár frá ári og við megum búast við því að fylgni íslenska markaðarins, sem hefur ekki verið mikil, mun væntanlega aukast með losun gjaldeyrishafta,“ segir Ragnar.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira