Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2016 19:45 Sérhæfð kornþurrkunarstöð hefur verið tekin í notkun á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Með henni eykst matvælaöryggi í kornbúskap en íslenskt bygg nýtist í vaxandi mæli til brauð- og ölgerðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson bónda. Sjaldan hefur árað jafn vel til kornræktar sunnanlands. Undir Eyjafjöllum hófst kornskurður að þessu sinni tveimur til þremur vikum fyrr en oft áður. Vagga kornræktar á Íslandi hefur verið á Þorvaldseyri í rúma hálfa öld. Þar er nú risin sérhæfð bygging sem sýnir að þarna líta menn á kornrækt sem alvörubúskap. Þetta er kornþurrkunarstöð.Eftir að korninu hefur verið sturtað í stöðina fer það sjálfvirkt inn á þurrkarana og síðan inn á lager.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta er sérhæfð stöð fyrst og fremst til að fullþurrka kornið svo það geymist örugglega yfir langan tíma,“ segir Ólafur. Hann áætlar að uppskeran í ár verði um 200 tonn og að um helmingur fari til manneldis. Verksmiðjan getur þurrkað um eitt tonn á klukkustund. „Þetta er mjög hagkvæmt og gott vinnuumhverfi þar sem kornið fer sjálfvirkt inn á þurrkarana og sjálfvirkt út úr þeim og síðan beint inn á lagerana.“ Upphaflega var kornræktin fyrst og fremst hugsuð fyrir kýrnar.Á Þorvaldseyri hefur kornrækt verið stunduð samfellt frá árinu 1960.Stöð 2/Einar Árnason.„Þegar við byrjuðum á þessu var þetta náttúrlega eingöngu hliðarbúgrein við búskapinn til að skaffa kúnum okkar kjarnfóður. Og það er reyndar í gangi ennþá. En nú erum við farnir að auka við kornræktina með tilkomu þessarar stöðvar og getum meðhöndlað hér korn til manneldis sem uppfyllir alla staðla og allar kröfur um matvælaöryggi.“ Ólafur segir vaxandi áhuga á því að nota íslenskt bygg til brauðgerðar og nú séu ölgerðarmenn farnir að sækja í kornið. „Brugghús eru að skaffa 100% íslenska bjóra og það er miklu meiri áhugi á því. Og við getum hérna skaffað korn af fullum gæðum fyrir þessa framleiðslu,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri.Íslenskt bygg nýtist bæði til brauð- og ölgerðar. Myndin er frá akrinum á Þorvaldseyri.Stöð 2/Einar Árnason. Tengdar fréttir Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Sérhæfð kornþurrkunarstöð hefur verið tekin í notkun á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Með henni eykst matvælaöryggi í kornbúskap en íslenskt bygg nýtist í vaxandi mæli til brauð- og ölgerðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson bónda. Sjaldan hefur árað jafn vel til kornræktar sunnanlands. Undir Eyjafjöllum hófst kornskurður að þessu sinni tveimur til þremur vikum fyrr en oft áður. Vagga kornræktar á Íslandi hefur verið á Þorvaldseyri í rúma hálfa öld. Þar er nú risin sérhæfð bygging sem sýnir að þarna líta menn á kornrækt sem alvörubúskap. Þetta er kornþurrkunarstöð.Eftir að korninu hefur verið sturtað í stöðina fer það sjálfvirkt inn á þurrkarana og síðan inn á lager.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta er sérhæfð stöð fyrst og fremst til að fullþurrka kornið svo það geymist örugglega yfir langan tíma,“ segir Ólafur. Hann áætlar að uppskeran í ár verði um 200 tonn og að um helmingur fari til manneldis. Verksmiðjan getur þurrkað um eitt tonn á klukkustund. „Þetta er mjög hagkvæmt og gott vinnuumhverfi þar sem kornið fer sjálfvirkt inn á þurrkarana og sjálfvirkt út úr þeim og síðan beint inn á lagerana.“ Upphaflega var kornræktin fyrst og fremst hugsuð fyrir kýrnar.Á Þorvaldseyri hefur kornrækt verið stunduð samfellt frá árinu 1960.Stöð 2/Einar Árnason.„Þegar við byrjuðum á þessu var þetta náttúrlega eingöngu hliðarbúgrein við búskapinn til að skaffa kúnum okkar kjarnfóður. Og það er reyndar í gangi ennþá. En nú erum við farnir að auka við kornræktina með tilkomu þessarar stöðvar og getum meðhöndlað hér korn til manneldis sem uppfyllir alla staðla og allar kröfur um matvælaöryggi.“ Ólafur segir vaxandi áhuga á því að nota íslenskt bygg til brauðgerðar og nú séu ölgerðarmenn farnir að sækja í kornið. „Brugghús eru að skaffa 100% íslenska bjóra og það er miklu meiri áhugi á því. Og við getum hérna skaffað korn af fullum gæðum fyrir þessa framleiðslu,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri.Íslenskt bygg nýtist bæði til brauð- og ölgerðar. Myndin er frá akrinum á Þorvaldseyri.Stöð 2/Einar Árnason.
Tengdar fréttir Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45
Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19