Hvað er átröskun? Aldís Eva Friðriksdóttir skrifar 9. október 2016 16:00 Átröskun er alvarlegt heilbrigðisvandamál í þjóðfélaginu og í mörgum tilfellum myndast vandi án þess að tekið sé eftir því. Einstaklingurinn sér það oft ekki sjálfur því hann er gjarnan fastur í vítahring og aðstandendur hans átta sig ekki strax á því hvað er að gerast. Fólki með átraskanir og aðstandendum líður kannski eins og þeir séu fastir í neti sem þeir geta ekki brotist út úr. Það er því mikils virði að gera sér grein fyrir því hvað átröskun er og hvað hægt er að gera til að rjúfa vítahringinn og brjótast út úr netinu. Átröskun er annarsvegar trufluð hegðun gagnvart mat þar sem viðkomandi takmarkar mjög hvað hann eða hún borðar og hversu mikið. Stundum tekur viðkomandi átköst þar sem óhóflegt át á sér stað á mjög skömmum tíma. Hinsvegar er átröskun ýkt tilraun til að stjórna lögun líkamans. Athyglin beinist þá að því að stjórna þyngdinni. Átröskunum má skipta í þrjá flokka, anorexia nervosa eða lystarstol, bulimia nervosa eða lotugræðgi og óskilgreinda átröskun. Anorexía er skilgreind sem grannt holdafar þar sem líkamsþyngd er minni en 85% af kjörþyngd. Einstaklingurinn er mjög hræddur við að þyngjast, jafnvel þrátt fyrir að vera í undirþyngd. Hann sér sig sem þyngri og feitari en aðrir sjá hann og þetta hefur áhrif á sjálfsmyndina. Blæðingastopp geta einnig átt við hér en það er þegar misst hefur verið af þremur eða fleiri blæðingum í röð. Búlimía er skilgreind sem tíð átköst nokkrum sinnum í viku yfir nokkra mánaða tímabil. Í þessum átköstum er mikið magn matar innbyrgt á stuttum tíma eða á innan við tveimur klukkustundum. Á meðan þessum átköstum stendur upplifir einstaklingurinn mikið stjórnleysi. Til að bæta upp fyrir áhrif þeirra hitaeininga sem voru innbyrgðar í átkastinu reynir viðkomandi að hreyfa sig mikið, framkalla uppköst, nota hægða- og þvaglosandi eða jafnvel allar þessar aðferðir. Hvernig einstaklingurinn lítur á líkama sinn hefur mikil áhrif á sjálfsmynd hans. Hér er þó ekki um undirþyngd að ræða. Í óskilgreinda átröskunarflokkinn falla allar þær átraskanir sem valda vanlíðan og hömlun í daglegu lífi en ná ekki greiningarskilmerkjum anorexíu eða búlimíu. Óskilgreindar átraskanir er stærsti flokkurinn en einungis lítill minnihluti nær greiningu búlimíu og enn færri anorexíu. Þegar fólk takmarkar fæðu í langan tíma verður nær óhjákvæmilegt viðbragð að sífellt hugsa um mat. Fólk verður heltekið af mat og því að borða eða borða ekki en borðar þó sífellt minna. Einstaklingur með átröskun fer líka að beina athyglinni að því að finna aðrar leiðir til að stjórna líkamslögun og líkamsþyngd sinni og má segja að þetta ýti undir átröskunina. Að baki er sjálfsmynd sem vísar til þess hvernig horft er á sjálfan sig, maður metinn og virði og gildi sett á ýmsar hliðar lífsins. Markmiðið með reglum um megrun og útlit og aðferðum til að stjórna lögun og þyngd líkamans er að líða vel í eigin skinni. Einstaklingur með átröskun metur sig að stórum hluta útfrá útliti, getu til að stjórna áti, lögun og þyngd líkamans. Þetta þróast gjarnan útfrá lífsreynslu, öðru fólki í kringum okkur og fjölmiðlum. Fyrst í stað er mikil vellíðan, hrós og jákvæð viðbrögð fyrir útlit en svo breytist þetta í vítahring með tímanum. Reglurnar verða svo strangar að ekki er hægt að fara eftir þeim til lengri tíma er litið. Það má því segja að það sé óhjákvæmilegt að reglurnar verði brotnar á einhverjum tímapunkti og að viðkomandi valdi þar með sjálfum sér vonbrigðum. Viðbrögðin verða gjarnan þau að rífa sig niður og sjálfsmyndin verður því verri. Til að líða betur eru settar ennþá strangari og erfiðari reglur. Eftir því sem reglurnar eru strangari verður líklegra að þær verði brotnar. Vítahringurinn myndast frekar og verður stöðugt erfiðara að brjótast út. Sjálfsmyndin heldur áfram að brotna. Aðrar alvarlegar afleiðingar sem geta þróast er líkamlegar eins og til dæmis beinþynning, skemmdar tennur, hjartsláttatruflanir og fleira. Átröskun stendur í flestum tilvikum ekki yfir stutt tímabil sem líða hjá heldur skiptist tímabilið oft í góða og slæma tíma. Stundum nær átröskunin yfirhöndinni en á öðrum tímum er hægt að bæla niður áhrif hennar. Þetta getur tekið sinn toll á aðstandendur. Átröskun getur stuðlað að þungu andrúmslofti á heimilinu og þá sérstaklega að erfiðleikum á matmálstímum. Átröskunin tekur upp nær allan tíma og orku og smám saman er mikil einangrun orðinn veruleiki einstaklingsins með átröskunina. Þetta reynir á aðstandendur og fjölskyldulíf. Takmörkun fæðu til lengri tíma hefur sálfræðilegar afleiðingar. Mikill pirringur og þreyta gerir vart við sig og það er stutt í hvasst viðmót. Hvatningar til að borða á matmálstímum geta haft þveröfug áhrif, býr til mótþróa og er þá oft gengið lengra í sveltinu. Erfitt samskiptamyndur vindur upp á sig. Því er mjög mikilvægt að auka meðvitund og fræðslu um átraskanir en umræðan er mjög þörf. Átraskanir snúast ekki einungis um mat og matarhegðun heldur að miklu leyti um sjálfsmynd og líkamsímynd og þörfina til að bæta þessa þætti. Þessu fylgir gjarnan mikil skömm og því þarf að uppræta þetta taboo sem fylgir átröskunum og geðröskunum almennt í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Átröskun er alvarlegt heilbrigðisvandamál í þjóðfélaginu og í mörgum tilfellum myndast vandi án þess að tekið sé eftir því. Einstaklingurinn sér það oft ekki sjálfur því hann er gjarnan fastur í vítahring og aðstandendur hans átta sig ekki strax á því hvað er að gerast. Fólki með átraskanir og aðstandendum líður kannski eins og þeir séu fastir í neti sem þeir geta ekki brotist út úr. Það er því mikils virði að gera sér grein fyrir því hvað átröskun er og hvað hægt er að gera til að rjúfa vítahringinn og brjótast út úr netinu. Átröskun er annarsvegar trufluð hegðun gagnvart mat þar sem viðkomandi takmarkar mjög hvað hann eða hún borðar og hversu mikið. Stundum tekur viðkomandi átköst þar sem óhóflegt át á sér stað á mjög skömmum tíma. Hinsvegar er átröskun ýkt tilraun til að stjórna lögun líkamans. Athyglin beinist þá að því að stjórna þyngdinni. Átröskunum má skipta í þrjá flokka, anorexia nervosa eða lystarstol, bulimia nervosa eða lotugræðgi og óskilgreinda átröskun. Anorexía er skilgreind sem grannt holdafar þar sem líkamsþyngd er minni en 85% af kjörþyngd. Einstaklingurinn er mjög hræddur við að þyngjast, jafnvel þrátt fyrir að vera í undirþyngd. Hann sér sig sem þyngri og feitari en aðrir sjá hann og þetta hefur áhrif á sjálfsmyndina. Blæðingastopp geta einnig átt við hér en það er þegar misst hefur verið af þremur eða fleiri blæðingum í röð. Búlimía er skilgreind sem tíð átköst nokkrum sinnum í viku yfir nokkra mánaða tímabil. Í þessum átköstum er mikið magn matar innbyrgt á stuttum tíma eða á innan við tveimur klukkustundum. Á meðan þessum átköstum stendur upplifir einstaklingurinn mikið stjórnleysi. Til að bæta upp fyrir áhrif þeirra hitaeininga sem voru innbyrgðar í átkastinu reynir viðkomandi að hreyfa sig mikið, framkalla uppköst, nota hægða- og þvaglosandi eða jafnvel allar þessar aðferðir. Hvernig einstaklingurinn lítur á líkama sinn hefur mikil áhrif á sjálfsmynd hans. Hér er þó ekki um undirþyngd að ræða. Í óskilgreinda átröskunarflokkinn falla allar þær átraskanir sem valda vanlíðan og hömlun í daglegu lífi en ná ekki greiningarskilmerkjum anorexíu eða búlimíu. Óskilgreindar átraskanir er stærsti flokkurinn en einungis lítill minnihluti nær greiningu búlimíu og enn færri anorexíu. Þegar fólk takmarkar fæðu í langan tíma verður nær óhjákvæmilegt viðbragð að sífellt hugsa um mat. Fólk verður heltekið af mat og því að borða eða borða ekki en borðar þó sífellt minna. Einstaklingur með átröskun fer líka að beina athyglinni að því að finna aðrar leiðir til að stjórna líkamslögun og líkamsþyngd sinni og má segja að þetta ýti undir átröskunina. Að baki er sjálfsmynd sem vísar til þess hvernig horft er á sjálfan sig, maður metinn og virði og gildi sett á ýmsar hliðar lífsins. Markmiðið með reglum um megrun og útlit og aðferðum til að stjórna lögun og þyngd líkamans er að líða vel í eigin skinni. Einstaklingur með átröskun metur sig að stórum hluta útfrá útliti, getu til að stjórna áti, lögun og þyngd líkamans. Þetta þróast gjarnan útfrá lífsreynslu, öðru fólki í kringum okkur og fjölmiðlum. Fyrst í stað er mikil vellíðan, hrós og jákvæð viðbrögð fyrir útlit en svo breytist þetta í vítahring með tímanum. Reglurnar verða svo strangar að ekki er hægt að fara eftir þeim til lengri tíma er litið. Það má því segja að það sé óhjákvæmilegt að reglurnar verði brotnar á einhverjum tímapunkti og að viðkomandi valdi þar með sjálfum sér vonbrigðum. Viðbrögðin verða gjarnan þau að rífa sig niður og sjálfsmyndin verður því verri. Til að líða betur eru settar ennþá strangari og erfiðari reglur. Eftir því sem reglurnar eru strangari verður líklegra að þær verði brotnar. Vítahringurinn myndast frekar og verður stöðugt erfiðara að brjótast út. Sjálfsmyndin heldur áfram að brotna. Aðrar alvarlegar afleiðingar sem geta þróast er líkamlegar eins og til dæmis beinþynning, skemmdar tennur, hjartsláttatruflanir og fleira. Átröskun stendur í flestum tilvikum ekki yfir stutt tímabil sem líða hjá heldur skiptist tímabilið oft í góða og slæma tíma. Stundum nær átröskunin yfirhöndinni en á öðrum tímum er hægt að bæla niður áhrif hennar. Þetta getur tekið sinn toll á aðstandendur. Átröskun getur stuðlað að þungu andrúmslofti á heimilinu og þá sérstaklega að erfiðleikum á matmálstímum. Átröskunin tekur upp nær allan tíma og orku og smám saman er mikil einangrun orðinn veruleiki einstaklingsins með átröskunina. Þetta reynir á aðstandendur og fjölskyldulíf. Takmörkun fæðu til lengri tíma hefur sálfræðilegar afleiðingar. Mikill pirringur og þreyta gerir vart við sig og það er stutt í hvasst viðmót. Hvatningar til að borða á matmálstímum geta haft þveröfug áhrif, býr til mótþróa og er þá oft gengið lengra í sveltinu. Erfitt samskiptamyndur vindur upp á sig. Því er mjög mikilvægt að auka meðvitund og fræðslu um átraskanir en umræðan er mjög þörf. Átraskanir snúast ekki einungis um mat og matarhegðun heldur að miklu leyti um sjálfsmynd og líkamsímynd og þörfina til að bæta þessa þætti. Þessu fylgir gjarnan mikil skömm og því þarf að uppræta þetta taboo sem fylgir átröskunum og geðröskunum almennt í samfélaginu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun