Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 19:12 Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú eru höfuðstöðvar Arion banka. Vísir/GVA Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. Bónusgreiðslurnar geta numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir milli 50 til 100 milljónir á mann. Ásgeir gagnrýnir þetta í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni, sem báðar hafa vakið mikla athygli, og tengir við fréttir af málinu. Í þeirri fyrri segir hann: „Eignarhaldsfélagið Barnaspítala Hringsins stefnir einnig að því að því að greiða lykilstarfsmönnum allt að 100 milljónir króna í bónusa. Félagið fellur ekki undir lög og getur bara gert það sem því sýnist !“Þarna vísar Ásgeir í það að Kaupþing, sem er langstærsti hluthafi Arion banka, er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Því falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag setur Ásgeir upphæð bónusgreiðslnanna í samhengi við laun allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins: „ALLIR starfsmenn Barnaspítala Hringsins (rúmlega 200, 164 stöðugildi) hafa sameiginlega í laun á ári (án launatengdra gjalda) um 1,6 milljarða. NOKKRIR lykilstarfsmenn skilanefndar Kaupþings þurfa 1,5 milljarða í bónusgreiðslur – enda bera þeir svo mikla ábyrgð og starfið svo krefjandi.“ Á meðal þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýnt hafa bónusgreiðslurnar eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og þær Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi í dag. Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. Bónusgreiðslurnar geta numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir milli 50 til 100 milljónir á mann. Ásgeir gagnrýnir þetta í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni, sem báðar hafa vakið mikla athygli, og tengir við fréttir af málinu. Í þeirri fyrri segir hann: „Eignarhaldsfélagið Barnaspítala Hringsins stefnir einnig að því að því að greiða lykilstarfsmönnum allt að 100 milljónir króna í bónusa. Félagið fellur ekki undir lög og getur bara gert það sem því sýnist !“Þarna vísar Ásgeir í það að Kaupþing, sem er langstærsti hluthafi Arion banka, er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Því falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag setur Ásgeir upphæð bónusgreiðslnanna í samhengi við laun allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins: „ALLIR starfsmenn Barnaspítala Hringsins (rúmlega 200, 164 stöðugildi) hafa sameiginlega í laun á ári (án launatengdra gjalda) um 1,6 milljarða. NOKKRIR lykilstarfsmenn skilanefndar Kaupþings þurfa 1,5 milljarða í bónusgreiðslur – enda bera þeir svo mikla ábyrgð og starfið svo krefjandi.“ Á meðal þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýnt hafa bónusgreiðslurnar eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og þær Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi í dag.
Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent