Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 19:12 Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú eru höfuðstöðvar Arion banka. Vísir/GVA Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. Bónusgreiðslurnar geta numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir milli 50 til 100 milljónir á mann. Ásgeir gagnrýnir þetta í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni, sem báðar hafa vakið mikla athygli, og tengir við fréttir af málinu. Í þeirri fyrri segir hann: „Eignarhaldsfélagið Barnaspítala Hringsins stefnir einnig að því að því að greiða lykilstarfsmönnum allt að 100 milljónir króna í bónusa. Félagið fellur ekki undir lög og getur bara gert það sem því sýnist !“Þarna vísar Ásgeir í það að Kaupþing, sem er langstærsti hluthafi Arion banka, er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Því falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag setur Ásgeir upphæð bónusgreiðslnanna í samhengi við laun allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins: „ALLIR starfsmenn Barnaspítala Hringsins (rúmlega 200, 164 stöðugildi) hafa sameiginlega í laun á ári (án launatengdra gjalda) um 1,6 milljarða. NOKKRIR lykilstarfsmenn skilanefndar Kaupþings þurfa 1,5 milljarða í bónusgreiðslur – enda bera þeir svo mikla ábyrgð og starfið svo krefjandi.“ Á meðal þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýnt hafa bónusgreiðslurnar eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og þær Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi í dag. Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira
Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. Bónusgreiðslurnar geta numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir milli 50 til 100 milljónir á mann. Ásgeir gagnrýnir þetta í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni, sem báðar hafa vakið mikla athygli, og tengir við fréttir af málinu. Í þeirri fyrri segir hann: „Eignarhaldsfélagið Barnaspítala Hringsins stefnir einnig að því að því að greiða lykilstarfsmönnum allt að 100 milljónir króna í bónusa. Félagið fellur ekki undir lög og getur bara gert það sem því sýnist !“Þarna vísar Ásgeir í það að Kaupþing, sem er langstærsti hluthafi Arion banka, er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Því falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag setur Ásgeir upphæð bónusgreiðslnanna í samhengi við laun allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins: „ALLIR starfsmenn Barnaspítala Hringsins (rúmlega 200, 164 stöðugildi) hafa sameiginlega í laun á ári (án launatengdra gjalda) um 1,6 milljarða. NOKKRIR lykilstarfsmenn skilanefndar Kaupþings þurfa 1,5 milljarða í bónusgreiðslur – enda bera þeir svo mikla ábyrgð og starfið svo krefjandi.“ Á meðal þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýnt hafa bónusgreiðslurnar eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og þær Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi í dag.
Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43