Missa mannréttindi við að fullorðnast Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2016 07:00 Ein af hverjum fimm rannsóknum Elísar á kynferðisbrotum varðar fatlað fólk – en hann, sem aðrir, telur að það sé aðeins lítill hluti slíkra brota. nordicphotos/getty „Ég rak mig á það að rannsóknir mála sem sneru að þessum hópi fólks voru einfaldlega ófullnægjandi – það var svo margt sem ég taldi að hægt væri að gera betur og það dreif mig áfram,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi, sem að eigin frumkvæði skrifaði sérstakar verklagsreglur við rannsókn mála þar sem fatlað fólk á hlut að máli og sérstaklega mála sem varða kynferðisbrot gegn fötluðum konum.Neyðaráætlun! Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um að undanförnu eru engar samræmdar verklagsreglur til hjá lögreglunni í landinu um viðbrögð þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta er meðal þess sem kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna, um ofbeldi gegn fötluðu fólki og viðbrögð við því. Eins gefur svarið ástæðu til að halda að fræðslu sé ábótavant um ofbeldisbrot þessi þegar fagmenntun lögreglumanna og dómara er annars vegar. Svo alvarleg er staðan á Íslandi varðandi grundvallarréttindi fatlaðra í þessu tilliti að sérstök neyðaráætlun til úrbóta þarf að koma til strax, er mat Bryndísar Snæbjörnsdóttur, formanns Þroskahjálpar, eins og kom fram í viðtali við Fréttablaðið í vikunni. Eitt lögregluembætti á landinu hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun – embætti lögreglustjórans á Suðurlandi; þær sem Elís hafði forgöngu um og eru innanhúss kallaðar „réttindaleiðin“. Það er til marks um þörfina á því að slíkar reglur séu aðgengilegar fyrir alla sem að slíkum rannsóknum koma að önnur lögregluembætti hafa leitað til Elísar og samstarfsmanna hans um liðveislu.„Réttindaleiðin“ Í réttindaleið Elísar felst að skýrslutaka af þroskaskertum einstaklingi fer fram á grundvelli stöðu hans, á stað þar sem hann finnur til öryggis og með stuðningi réttargæslumanns og með aðkomu réttindagæslumanns fatlaðra. Eins eftir atvikum verjanda ef viðkomandi er talinn gerandi í málinu. Meiri vinna er lögð í rannsókn á högum málsaðila s.s. með skýrslutökum af aðstandendum og starfsmönnum sem annast viðkomandi og með klínísku mati sálfræðinga. Elís segir að frá því að hann hóf störf sem rannsóknarlögreglumaður, og síðar lögreglufulltrúi rannsóknadeildarinnar á Suðurlandi, hafi hann komið að hundruðum kynferðisbrotarannsókna og hafi lengi séð brotalöm þegar kom að úrvinnslu mála þegar brotið var á fötluðum. Hann segir að ekki megi gleymast að löggjafinn hafi lagt samfélaginu þær skyldur á herðar að fara eftir lögum og alþjóðlegum samþykktum um réttindi borgaranna – ekki síst barna og fatlaðra.Elís KjartanssonMissa mannréttindin 18 ára „Mjög vel er staðið að rannsóknum er varða brot gegn börnum í dag og löngu tímabært að fatlaðir njóti þeirra úrlausna sem unnt er að bjóða,“ segir Elís. Hann segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að fatlaðir brotaþolar kynferðisbrota missi mannréttindi sín að hluta við það eitt að verða 18 ára. Þetta gerði hann að umtalsefni í jólablaði Þroskahjálpar og skrifar: „Þeir missa málsvarana og fagfólkið frá Barnavernd auk þess sem samfélagið hefur að sjálfsögðu mikla samúð og skilning á aðstæðum barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi, skilning á vanmætti barna til að haga aðstæðum í aðdraganda brots með þeim hætti að líkur minnki á broti. Einnig er skilningur á vangetu barna til að meta á eigin forsendum brotið og afleiðingar þess, og hvaða úrræði eru í boði.“ Elís bætir við að tilhneigingin hafi verið að skilgreina brotaþola einungis í tvo flokka: Börn og fullorðna. Fatlaðir hafi einfaldlega flotið með þeim flokki sem aldur þeirra hefur boðið hverju sinni.Læra af því sem vel er gert Elís hallast að því, í ljósi þess hversu vel hefur tekist til við rannsóknir mála þar sem börn eiga í hlut, að áþekkt fyrirkomulag geti átt rétt á sér hvað varðar fatlað fólk – þar yrði tekið á þeirra málum á svipaðan hátt í vernduðu umhverfi. Kannski hafi þeir sem rannsaka ofbeldismál fatlaðra ekki nýtt sér réttindagæslumannakerfið [sérfræðingur í málefnum fatlaðra] til fullnustu, sem þó virki eins og Barnaverndin í málum barna. „Yfirheyrsla yfir barni fer fram í Barnahúsi – og það er viðurkennd aðferð. Ég sé fyrir mér að fólk með mikla skerðingu sé yfirheyrt á svipaðan hátt, hvað sem úrræðið myndi heita – kannski Sannleikshús. Það þarf að skilgreina við hverja þetta ætti en að viðkomandi sé greindur og hann eigi ekki heima í dómsal. Að ætlast til þess að fatlaður einstaklingur sé að tjá sig í dómsal, og þurfi að mæta verjanda þess ákærða sem rífur allt niður sem hann segir og jafnvel hann sjálfan, eru ekki boðleg vinnubrögð,“ segir Elís og bætir við að þó kennitala viðkomandi segi til um aldur, sé ef til vill verið að eiga við einstakling sem er með þroska barns.Hreyfing í rétta átt Elís hefur fengið tækifæri til að kynna hugmyndir sínar fyrir fagaðilum, starfsmönnum velferðar- og innanríkisráðuneytis og stofnana og félagasamtaka sem hafa með málefni fatlaðra að gera og málefni brotaþola í kynferðisbrotamálum. Hann neitar því ekki að hreyfing hafi orðið í rétta átt – aukins skilnings gæti víða þó enn komi fyrir að lítið sé gert úr áherslum hans. Almenn þekking á málaflokknum hafi þó tekið stórstígum framförum á síðustu árum. „Þetta er spurning um viðhorfsbreytingu, sem þarf að stýra lagasetningunni. Ég er ekki að segja að við gerum þetta með réttum hætti og allir aðrir þurfi að líta til þess. En hitt liggur fyrir að samræma verður vinnulag allra sem koma að þessum erfiðu málum – öllum til hagsbóta. Bæði þeim sem fyrir ofbeldinu verða, gerendum sem oft eru einnig fatlaðir, og fjölskyldum þeirra sem að málum koma,“ segir Elís. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Ég rak mig á það að rannsóknir mála sem sneru að þessum hópi fólks voru einfaldlega ófullnægjandi – það var svo margt sem ég taldi að hægt væri að gera betur og það dreif mig áfram,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi, sem að eigin frumkvæði skrifaði sérstakar verklagsreglur við rannsókn mála þar sem fatlað fólk á hlut að máli og sérstaklega mála sem varða kynferðisbrot gegn fötluðum konum.Neyðaráætlun! Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um að undanförnu eru engar samræmdar verklagsreglur til hjá lögreglunni í landinu um viðbrögð þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta er meðal þess sem kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna, um ofbeldi gegn fötluðu fólki og viðbrögð við því. Eins gefur svarið ástæðu til að halda að fræðslu sé ábótavant um ofbeldisbrot þessi þegar fagmenntun lögreglumanna og dómara er annars vegar. Svo alvarleg er staðan á Íslandi varðandi grundvallarréttindi fatlaðra í þessu tilliti að sérstök neyðaráætlun til úrbóta þarf að koma til strax, er mat Bryndísar Snæbjörnsdóttur, formanns Þroskahjálpar, eins og kom fram í viðtali við Fréttablaðið í vikunni. Eitt lögregluembætti á landinu hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun – embætti lögreglustjórans á Suðurlandi; þær sem Elís hafði forgöngu um og eru innanhúss kallaðar „réttindaleiðin“. Það er til marks um þörfina á því að slíkar reglur séu aðgengilegar fyrir alla sem að slíkum rannsóknum koma að önnur lögregluembætti hafa leitað til Elísar og samstarfsmanna hans um liðveislu.„Réttindaleiðin“ Í réttindaleið Elísar felst að skýrslutaka af þroskaskertum einstaklingi fer fram á grundvelli stöðu hans, á stað þar sem hann finnur til öryggis og með stuðningi réttargæslumanns og með aðkomu réttindagæslumanns fatlaðra. Eins eftir atvikum verjanda ef viðkomandi er talinn gerandi í málinu. Meiri vinna er lögð í rannsókn á högum málsaðila s.s. með skýrslutökum af aðstandendum og starfsmönnum sem annast viðkomandi og með klínísku mati sálfræðinga. Elís segir að frá því að hann hóf störf sem rannsóknarlögreglumaður, og síðar lögreglufulltrúi rannsóknadeildarinnar á Suðurlandi, hafi hann komið að hundruðum kynferðisbrotarannsókna og hafi lengi séð brotalöm þegar kom að úrvinnslu mála þegar brotið var á fötluðum. Hann segir að ekki megi gleymast að löggjafinn hafi lagt samfélaginu þær skyldur á herðar að fara eftir lögum og alþjóðlegum samþykktum um réttindi borgaranna – ekki síst barna og fatlaðra.Elís KjartanssonMissa mannréttindin 18 ára „Mjög vel er staðið að rannsóknum er varða brot gegn börnum í dag og löngu tímabært að fatlaðir njóti þeirra úrlausna sem unnt er að bjóða,“ segir Elís. Hann segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að fatlaðir brotaþolar kynferðisbrota missi mannréttindi sín að hluta við það eitt að verða 18 ára. Þetta gerði hann að umtalsefni í jólablaði Þroskahjálpar og skrifar: „Þeir missa málsvarana og fagfólkið frá Barnavernd auk þess sem samfélagið hefur að sjálfsögðu mikla samúð og skilning á aðstæðum barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi, skilning á vanmætti barna til að haga aðstæðum í aðdraganda brots með þeim hætti að líkur minnki á broti. Einnig er skilningur á vangetu barna til að meta á eigin forsendum brotið og afleiðingar þess, og hvaða úrræði eru í boði.“ Elís bætir við að tilhneigingin hafi verið að skilgreina brotaþola einungis í tvo flokka: Börn og fullorðna. Fatlaðir hafi einfaldlega flotið með þeim flokki sem aldur þeirra hefur boðið hverju sinni.Læra af því sem vel er gert Elís hallast að því, í ljósi þess hversu vel hefur tekist til við rannsóknir mála þar sem börn eiga í hlut, að áþekkt fyrirkomulag geti átt rétt á sér hvað varðar fatlað fólk – þar yrði tekið á þeirra málum á svipaðan hátt í vernduðu umhverfi. Kannski hafi þeir sem rannsaka ofbeldismál fatlaðra ekki nýtt sér réttindagæslumannakerfið [sérfræðingur í málefnum fatlaðra] til fullnustu, sem þó virki eins og Barnaverndin í málum barna. „Yfirheyrsla yfir barni fer fram í Barnahúsi – og það er viðurkennd aðferð. Ég sé fyrir mér að fólk með mikla skerðingu sé yfirheyrt á svipaðan hátt, hvað sem úrræðið myndi heita – kannski Sannleikshús. Það þarf að skilgreina við hverja þetta ætti en að viðkomandi sé greindur og hann eigi ekki heima í dómsal. Að ætlast til þess að fatlaður einstaklingur sé að tjá sig í dómsal, og þurfi að mæta verjanda þess ákærða sem rífur allt niður sem hann segir og jafnvel hann sjálfan, eru ekki boðleg vinnubrögð,“ segir Elís og bætir við að þó kennitala viðkomandi segi til um aldur, sé ef til vill verið að eiga við einstakling sem er með þroska barns.Hreyfing í rétta átt Elís hefur fengið tækifæri til að kynna hugmyndir sínar fyrir fagaðilum, starfsmönnum velferðar- og innanríkisráðuneytis og stofnana og félagasamtaka sem hafa með málefni fatlaðra að gera og málefni brotaþola í kynferðisbrotamálum. Hann neitar því ekki að hreyfing hafi orðið í rétta átt – aukins skilnings gæti víða þó enn komi fyrir að lítið sé gert úr áherslum hans. Almenn þekking á málaflokknum hafi þó tekið stórstígum framförum á síðustu árum. „Þetta er spurning um viðhorfsbreytingu, sem þarf að stýra lagasetningunni. Ég er ekki að segja að við gerum þetta með réttum hætti og allir aðrir þurfi að líta til þess. En hitt liggur fyrir að samræma verður vinnulag allra sem koma að þessum erfiðu málum – öllum til hagsbóta. Bæði þeim sem fyrir ofbeldinu verða, gerendum sem oft eru einnig fatlaðir, og fjölskyldum þeirra sem að málum koma,“ segir Elís.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira