Helena: Þarf hjálp við að fá systur mína yfir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2016 15:38 Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var útnefnd besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag á lokahófi sambandsins sem fór fram í Ægisgarði úti á Granda. Helena skoraði 24,4 stig að meðaltali í leik, tók 13,3 fráköst og gaf 6,8 stoðsendingar fyrir Haukaliðið sem endaði í öðru sæti eftir tap í oddaleik gegn Snæfelli.Sjá einnig:Helena og Haukur Helgi best „Maður þakkar alltaf fyrir svona verðlaun. Það er gaman að fá svona viðurkenningu en þetta er varla sárabót fyrir að missa af titlinum,“ sagði Helena við Vísi í dag. Hvernig var þessi vetur fyrir hana? „Við fórum inn í þetta svolítið blint og reyndum að spila án Kana til að byrja með. Síðan fengum við Kana sem gekk alls ekki upp. Síðan endum við tímabilið Kanalausar og gengum í gegnum þjálfarabreytingar.“ „Þetta var svolítið upp og niður en ég held að liðið hafi lært mikið af þessu. Þetta fer í reynslubankann og hjálpar okkur í framhaldinu. Mér fannst þetta frábær vetur og það hefði verið stór plús að klára Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Helena. Mikið gekk á hjá Haukunum í vetur en þetta er ekkert miðað við hvað Helena hefur upplifað á mörgum árum í háskóla í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku í Austur-Evrópu. „Svona er þetta bara. Deildin er orðin betri og umgjörðin meiri sem og umfjöllunin þannig þetta fylgir. Ég hef upplifað miklu meiri storm en þetta. Ég naut vetrarins mjög vel og þetta var mjög gaman þó sumir tímar hafi verið erfiðir,“ segir Helena, en fékk hún allt út úr vetrinum sem hún vildi persónulega? „Mér fannst þetta líða svo hratt. Mér finnst ég enn nýkomin heim en nú er ég að fatta að það er komið ár síðan ég kom heim. Mig langaði að að koma heim því ég var með heimþrá og vildi hitta fjölskyldu og vini sem ég fékk að gera. Hvað varðar körfuboltann var svekkjandi að missa af bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Við reynum bara aftur á næsta ári,“ sagði hún. Eru atvinnudraumarnir úti? „Ég ætla ekkert að loka á það en á næsta ári langar mig að spila aftur í Haukum. Eftir það sjáum við bara til,“ sagði Helena, en verður systir hennar, Guðbjörg, leikmaður Vals, í liði með systur sinni á næstu leiktíð? „Ég þarf eiginlega að fá hjálp frá öðrum til að rífa hana yfir. Það gengur ekki alveg nógu vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var útnefnd besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag á lokahófi sambandsins sem fór fram í Ægisgarði úti á Granda. Helena skoraði 24,4 stig að meðaltali í leik, tók 13,3 fráköst og gaf 6,8 stoðsendingar fyrir Haukaliðið sem endaði í öðru sæti eftir tap í oddaleik gegn Snæfelli.Sjá einnig:Helena og Haukur Helgi best „Maður þakkar alltaf fyrir svona verðlaun. Það er gaman að fá svona viðurkenningu en þetta er varla sárabót fyrir að missa af titlinum,“ sagði Helena við Vísi í dag. Hvernig var þessi vetur fyrir hana? „Við fórum inn í þetta svolítið blint og reyndum að spila án Kana til að byrja með. Síðan fengum við Kana sem gekk alls ekki upp. Síðan endum við tímabilið Kanalausar og gengum í gegnum þjálfarabreytingar.“ „Þetta var svolítið upp og niður en ég held að liðið hafi lært mikið af þessu. Þetta fer í reynslubankann og hjálpar okkur í framhaldinu. Mér fannst þetta frábær vetur og það hefði verið stór plús að klára Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Helena. Mikið gekk á hjá Haukunum í vetur en þetta er ekkert miðað við hvað Helena hefur upplifað á mörgum árum í háskóla í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku í Austur-Evrópu. „Svona er þetta bara. Deildin er orðin betri og umgjörðin meiri sem og umfjöllunin þannig þetta fylgir. Ég hef upplifað miklu meiri storm en þetta. Ég naut vetrarins mjög vel og þetta var mjög gaman þó sumir tímar hafi verið erfiðir,“ segir Helena, en fékk hún allt út úr vetrinum sem hún vildi persónulega? „Mér fannst þetta líða svo hratt. Mér finnst ég enn nýkomin heim en nú er ég að fatta að það er komið ár síðan ég kom heim. Mig langaði að að koma heim því ég var með heimþrá og vildi hitta fjölskyldu og vini sem ég fékk að gera. Hvað varðar körfuboltann var svekkjandi að missa af bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Við reynum bara aftur á næsta ári,“ sagði hún. Eru atvinnudraumarnir úti? „Ég ætla ekkert að loka á það en á næsta ári langar mig að spila aftur í Haukum. Eftir það sjáum við bara til,“ sagði Helena, en verður systir hennar, Guðbjörg, leikmaður Vals, í liði með systur sinni á næstu leiktíð? „Ég þarf eiginlega að fá hjálp frá öðrum til að rífa hana yfir. Það gengur ekki alveg nógu vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum