Fimm hundruð fjölmiðlamenn á síðasta leik Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 11:15 Kobe Bryant. Vísir/Getty Kobe Bryant kveður NBA-deildina í körfubolta í kvöld þegar Los Angeles Lakers tekur á móti Utah Jazz í síðasta leik liðsins á tímabilinu. Kobe Bryant er þarna að spila síðasta leikinn á tuttugasta tímabili sínu en hann gaf það út snemma á tímabilinu að þetta væri hans síðasta leiktíð í NBA-deildinni. Kobe Bryant er einn af bestu NBA-leikmönnum sögunnar og þrátt fyrir skelfilegt tímabil hjá liðinu hefur verið mikill áhugi á kveðjuför kappans. Áhuginn á lokaleik Kove er hinsvegar sögulegur. Miðar á leikinn í Staples Center eru að seljast á stórar upphæðir og þá hafa á milli fjögur og fimm hundruð blaðamenn sótt um passa á leikinn í kvöld. Af þessum allt að fimm hundruð fjölmiðlamönnum eru 60 erlendir blaðamenn. Fjölmiðlafulltrúi Los Angeles Lakers sem hefur verið í þessu starfi í 26 ár hefur aldrei séð annan eins áhuga. Það er aðeins pláss fyrir 225-250 fjölmiðlamenn í aðstöðu blaðamanna í Staples Center sem þýðir að um helmingur þeirra þarf að halda kyrru fyrir í blaðamannaherberginu á meðan leiknum stendur. Erlendu blaðamennirnir koma frá Brasilíu, Ástralíu, Suður-Kóreu, Filippseyjum, Tyrklandi, Kína, Tævan, Frakklandi, Ítalíu, Argentínu, Síle, Þýskalandi, Englandi, Japan og Mexíkó en enginn íslenskur blaðamaður hefur sótt um leyfi. Eini leikurinn i deildarkeppni NBA í gegnum tíðina sem kemst nálægt þessum hvað varðar öfgaáhuga varðar er þegar Michael Jordan snéri aftur í lið Chicago Bulls 19. mars 1995. Blaðmönnum fjölgaði úr 80 í 300 á aðeins 24 tímum og forráðamenn Indiana Pacers komu aðeins 150 þeirra fyrir inn í höllinni. Þeir þurftu einnig að hafna umsóknum frá um 100 til 150 manns. NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Kobe Bryant kveður NBA-deildina í körfubolta í kvöld þegar Los Angeles Lakers tekur á móti Utah Jazz í síðasta leik liðsins á tímabilinu. Kobe Bryant er þarna að spila síðasta leikinn á tuttugasta tímabili sínu en hann gaf það út snemma á tímabilinu að þetta væri hans síðasta leiktíð í NBA-deildinni. Kobe Bryant er einn af bestu NBA-leikmönnum sögunnar og þrátt fyrir skelfilegt tímabil hjá liðinu hefur verið mikill áhugi á kveðjuför kappans. Áhuginn á lokaleik Kove er hinsvegar sögulegur. Miðar á leikinn í Staples Center eru að seljast á stórar upphæðir og þá hafa á milli fjögur og fimm hundruð blaðamenn sótt um passa á leikinn í kvöld. Af þessum allt að fimm hundruð fjölmiðlamönnum eru 60 erlendir blaðamenn. Fjölmiðlafulltrúi Los Angeles Lakers sem hefur verið í þessu starfi í 26 ár hefur aldrei séð annan eins áhuga. Það er aðeins pláss fyrir 225-250 fjölmiðlamenn í aðstöðu blaðamanna í Staples Center sem þýðir að um helmingur þeirra þarf að halda kyrru fyrir í blaðamannaherberginu á meðan leiknum stendur. Erlendu blaðamennirnir koma frá Brasilíu, Ástralíu, Suður-Kóreu, Filippseyjum, Tyrklandi, Kína, Tævan, Frakklandi, Ítalíu, Argentínu, Síle, Þýskalandi, Englandi, Japan og Mexíkó en enginn íslenskur blaðamaður hefur sótt um leyfi. Eini leikurinn i deildarkeppni NBA í gegnum tíðina sem kemst nálægt þessum hvað varðar öfgaáhuga varðar er þegar Michael Jordan snéri aftur í lið Chicago Bulls 19. mars 1995. Blaðmönnum fjölgaði úr 80 í 300 á aðeins 24 tímum og forráðamenn Indiana Pacers komu aðeins 150 þeirra fyrir inn í höllinni. Þeir þurftu einnig að hafna umsóknum frá um 100 til 150 manns.
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira