Þarf hundruð milljóna fyrir Hegningarhúsið 16. nóvember 2016 11:00 Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg var lokað snemma í sumar og við blasir að ráðast þarf í framkvæmdir við það á næstunni. Fréttablaðið/E.Ól. Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu sem hýsti fangelsið á Skólavörðustíg. Fangelsinu var lokað í sumar, enda verið að taka nýtt fangelsi á Hólmsheiði í notkun. Gera má ráð fyrir að engin starfsemi verði í húsinu fyrr en seinni hluta ársins 2018. Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkiseigna, sem hafa umsjón með fasteignum í eigu ríkisins, segir að kostnaður við endurbæturnar muni ekki verða undir 240 milljónum króna. „Það var gerð mjög gróf kostnaðaráætlun 2014, sem Fangelsismálastofnun lét gera. Sú áætlun hljóðaði upp á 240 milljónir eða eitthvað svoleiðis. Við teljum að það sé of lág áætlun, enda var það bara viðmið þannig að menn áttuðu sig eitthvað á stærðargráðunni,“ segir Snævar. Hann segist ekki geta ímyndað sér að kostnaðurinn verði undir þeirri upphæð.Mjög sérhæft Snævar segir að frá því að Ríkiseignir tóku við húsinu í byrjun sumars hafi verið unnið að undirbúningi varðandi viðhaldsmál. „Það væntanlega liggur fyrir einhver frumkostnaðaráætlun í desember. Við gerum ráð fyrir að næsta ár fari í undirbúning. Þetta er mjög sérhæft bæði varðandi steinhleðslurnar og þökin og annað,“ segir hann. Snævar tekur fram að meginframkvæmdaþunginn verði árið 2018. Hann bendir á að húsið sé friðað að utan og að hluta til að innan.Auglýsa eftir viðskiptahugmyndum Snævar segir að ekki sé farin af stað nein vinna við að ákveða hvað á að gera viðð húsið að loknum framkvæmdum. Sú vinna sé í höndum fjármálaráðuneytisins. „Það hefur verið talað á þeim nótum að það verði auglýst eftir einhvers konar viðskiptahugmyndum,“ segir hann. Hugmyndir hafa verið reifaðar um einhvers konar tekjuberandi starfsemi eða safnrekstur. „Lengra er þetta mál ekki komið og svo sem ekkert sérstakt sem rekur á eftir því annað en að þetta er hús sem hefur ekki verið í neinum notum í fjóra mánuði,“ segir Snævar. Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu sem hýsti fangelsið á Skólavörðustíg. Fangelsinu var lokað í sumar, enda verið að taka nýtt fangelsi á Hólmsheiði í notkun. Gera má ráð fyrir að engin starfsemi verði í húsinu fyrr en seinni hluta ársins 2018. Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkiseigna, sem hafa umsjón með fasteignum í eigu ríkisins, segir að kostnaður við endurbæturnar muni ekki verða undir 240 milljónum króna. „Það var gerð mjög gróf kostnaðaráætlun 2014, sem Fangelsismálastofnun lét gera. Sú áætlun hljóðaði upp á 240 milljónir eða eitthvað svoleiðis. Við teljum að það sé of lág áætlun, enda var það bara viðmið þannig að menn áttuðu sig eitthvað á stærðargráðunni,“ segir Snævar. Hann segist ekki geta ímyndað sér að kostnaðurinn verði undir þeirri upphæð.Mjög sérhæft Snævar segir að frá því að Ríkiseignir tóku við húsinu í byrjun sumars hafi verið unnið að undirbúningi varðandi viðhaldsmál. „Það væntanlega liggur fyrir einhver frumkostnaðaráætlun í desember. Við gerum ráð fyrir að næsta ár fari í undirbúning. Þetta er mjög sérhæft bæði varðandi steinhleðslurnar og þökin og annað,“ segir hann. Snævar tekur fram að meginframkvæmdaþunginn verði árið 2018. Hann bendir á að húsið sé friðað að utan og að hluta til að innan.Auglýsa eftir viðskiptahugmyndum Snævar segir að ekki sé farin af stað nein vinna við að ákveða hvað á að gera viðð húsið að loknum framkvæmdum. Sú vinna sé í höndum fjármálaráðuneytisins. „Það hefur verið talað á þeim nótum að það verði auglýst eftir einhvers konar viðskiptahugmyndum,“ segir hann. Hugmyndir hafa verið reifaðar um einhvers konar tekjuberandi starfsemi eða safnrekstur. „Lengra er þetta mál ekki komið og svo sem ekkert sérstakt sem rekur á eftir því annað en að þetta er hús sem hefur ekki verið í neinum notum í fjóra mánuði,“ segir Snævar.
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira