Skoðun

Að kjósa með ánægju

G. Jökull Gíslason skrifar
Það gleður mig að Vigfús Bjarni Albertsson skuli íhuga framboð til forseta. Ég kynntist honum vel þegar við störfuðum báðir sem lögreglumenn í kring um árið 2000. Vigfús er með vandaðri mönnum sem ég hef kynnst og hefur einstaklega þægilega nærveru. Þá sinnir hann þeim sem eru í kring um sig af alúð en hefur samt húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum. Síðan þá hafa leiðir okkar oft legið saman. Vigfús fylgist vel með í kringum sig og dregur skynsamar ályktanir. Þá er hann ætíð boðinn og búinn til að veita aðstoð.

Það sem gerir Vigfús svo frambærilegan er að hann er einlægur og nær því að gefa sig til þeirra sem hann eru með á stund og stað. Hvort heldur sem það er félagi hans í vinnu eða einhver sem er hjálparþurfi. Það er mikill mannkostur. Undanfarin ár þá hef ég alltaf kosið með útilokunaraðferðinni. En Vigfús kysi ég með ánægju. Gangi þér vel Vigfús, þú átt minn stuðning vísan.




Skoðun

Sjá meira


×