"Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2016 19:00 Iðnaðaruppbygging í Helguvík er í uppnámi eftir að Hæstiréttur felldi í dag úr gildi eignarnámsheimild á fimm jörðum á Reykjanesi vegna lagningar háspennulínu. Deilurnar um hvort leggja eigi nýja háspennulínu til Suðurnesja sem loftlínu hafa staðið yfir árum saman en Landsnet hafði fengið heimild iðnaðarráðherra til að taka jarðirnar eignarnámi í því skyni. Í dag höfðu landeigendur sigur í Hæstarétti sem með þremur atkvæðum gegn tveimur ógilti eignarnámið á þeirri forsendu að Landsnet hefði við undirbúning ekki kannað nægilega vel þann valkost að leggja fremur jarðstreng. Tveir dómaranna vildu staðfesta þá niðurstöðu Héraðsdóms að heimila eignarnámið. Ljóst er að dómur Hæstaréttar er áfall fyrir Landsnet og gæti haft víðtækar afleiðingar. Þannig var nýrri háspennulínu meðal annars ætlað að mæta raforkuflutningi vegna nýrra iðnfyrirtækja í Helguvík en þar er eitt kísilver í smíðum og búið að semja um annað. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vildi ekki veita viðtal um málið nú síðdegis, - sagði að menn þyrftu meiri tíma til að átta sig á hvaða áhrif dómurinn hefði. Í yfirlýsingu segir Landsnet að niðurstaða Hæstaréttar muni óhjákvæmilega valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Landsnet kveðst vona að þær verði ekki langvarandi og leitast verði við að lágmarka það tjón sem af þeim kunni að hljótast. Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn landeigenda, sagði hins vegar þegar Stöð 2 færði henni tíðindin skömmu fyrir fréttaútsendingu í kvöld: „Ég er ofsaglöð. Þetta er frábært!" Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn af eigendum jarðanna Stóru Vatnsleysu og Minni Vatnsleysu. Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Iðnaðaruppbygging í Helguvík er í uppnámi eftir að Hæstiréttur felldi í dag úr gildi eignarnámsheimild á fimm jörðum á Reykjanesi vegna lagningar háspennulínu. Deilurnar um hvort leggja eigi nýja háspennulínu til Suðurnesja sem loftlínu hafa staðið yfir árum saman en Landsnet hafði fengið heimild iðnaðarráðherra til að taka jarðirnar eignarnámi í því skyni. Í dag höfðu landeigendur sigur í Hæstarétti sem með þremur atkvæðum gegn tveimur ógilti eignarnámið á þeirri forsendu að Landsnet hefði við undirbúning ekki kannað nægilega vel þann valkost að leggja fremur jarðstreng. Tveir dómaranna vildu staðfesta þá niðurstöðu Héraðsdóms að heimila eignarnámið. Ljóst er að dómur Hæstaréttar er áfall fyrir Landsnet og gæti haft víðtækar afleiðingar. Þannig var nýrri háspennulínu meðal annars ætlað að mæta raforkuflutningi vegna nýrra iðnfyrirtækja í Helguvík en þar er eitt kísilver í smíðum og búið að semja um annað. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vildi ekki veita viðtal um málið nú síðdegis, - sagði að menn þyrftu meiri tíma til að átta sig á hvaða áhrif dómurinn hefði. Í yfirlýsingu segir Landsnet að niðurstaða Hæstaréttar muni óhjákvæmilega valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Landsnet kveðst vona að þær verði ekki langvarandi og leitast verði við að lágmarka það tjón sem af þeim kunni að hljótast. Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn landeigenda, sagði hins vegar þegar Stöð 2 færði henni tíðindin skömmu fyrir fréttaútsendingu í kvöld: „Ég er ofsaglöð. Þetta er frábært!" Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn af eigendum jarðanna Stóru Vatnsleysu og Minni Vatnsleysu.
Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23
Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04