Gengi rafmyntarinnar Bitcoin fór yfir 460 dollara í dag, jafnvirði 57.500 íslenskra króna, og hefur ekki verið hærri í átján mánuði. Bitcoin hefur verið á fleygiferð upp á við á síðustu dögum.
Bitcoin fór á markað í byrjun árs 2009. Eftir erfiðleika á árinu 2014 þegar gengi þess féll um 57 prósent fór Bitcoin að blómstra á ný á síðasta ári. Bitcoin var þá árið 2015 nefnt besta mynt ársins og styrktist um tæplega fjörutíu prósent samanborið við gengi dollara.
Þrátt fyrir hækkun á gengi telja sumir fjárfestar að Bitcoin sé metið allt of lágt og tala um að gengi myntarinnar ætti að vera nær 650 dollurum, eða 81 þúsund krónum.
Bitcoin ekki hærra í átján mánuði
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni
Atvinnulíf

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Stefán endurkjörinn formaður
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent