Fiskeldi í sjókvíum II – ný stóriðja í fjörðum og flóum Einar Jónsson og Erlendur Steinar Friðriksson skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Í þessari grein verður leitast við að gera grein fyrir birtingarmyndum neikvæðra áhrifa sem gætu verið fylgifiskur þeirra risastóru áætlana, sem lýst var í fyrri grein, um eldi lax af erlendum uppruna í sjókvíum hér við land. Ekki þarf mikla leit til að finna fjölmargar greinar fræðimanna og skýrslur stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Síle og Kanada af slíkum neikvæðum umhverfisáhrifum. Norska ríkisendurskoðunin bendir á að markmið um sjálfbærni og umhverfisvernd í tengslum við fiskeldið hafi ekki náðst. Þar sé helst að nefna neikvæð áhrif eldis á villta stofna vegna erfðablöndunar, sjúkdóma og laxalúsar; lífræn og ólífræn mengun frá eldinu hafi neikvæð áhrif á vistkerfin. Norska Hafró og norska Náttúrufræðistofnunin uppfærðu nýlega sameiginlegt áhættumat á umhverfisáhrifum norsks sjókvíalaxeldis. Þar kemur fram að stór hluti þeirra villtu laxa- og sjóbirtingsstofna sem rannsakaður var, er í nokkurri eða mikilli hættu vegna erfðamengunar, laxalúsar eða sjúkdóma frá laxeldi. Helstu neikvæðu þætti má þannig draga saman í eftirfarandi atriði: erfðablöndun, laxalús, sjúkdómar, lífrænn úrgangur frá eldinu og ólífrænn úrgangur. Allt sem hér er sagt styðst við birtar heimildir sem stutt blaðagrein rúmar ekki að nefna og aðeins tvö fyrstu atriðin verða nú tekin hér fyrir. Erfðablöndun: Eldislaxinn sem er norskur sleppur úr kvíum, gengur upp í ár og blandast þar við náttúrulegan stofn og rýrir afkomumöguleika hans. Reynsla Norðmanna sýnir að um 0,1% af eldislaxi sleppur. Stór hluti hans syndir upp í ár til hrygningar og getur eldislaxinn synt allt að 2.000 km áður en hann leitar upp í ár í þessum tilgangi. Íslenski laxastofninn hefur verið hér í 11.000 ár og sérhæft sig að íslenskum aðstæðum og svipað má segja um villta stofninn (stofna) í Noregi. Villtir laxastofnar beggja landa eru þannig mjög ólíkir. Norski eldisstofninn sem hér hefur verið leyfður er kynbættur og sérhæfður til að vaxa hratt á stuttum tíma – ekki ósvipað kjúklingi í kjúklingarækt. Þegar blöndum á slíkum stofni við náttúrulegan á sér stað verða afkvæmin vanhæfari í lífsbaráttunni, afföll aukast og lífsferlar raskast. Blöndun til langs tíma gefur af sér nýjan stofn með rýrari afkomumöguleika. Hvað segir það okkur síðan að í Noregi má aðeins ala norskan lax í sjókvíum? Laxalús (sníkjudýr af krabbadýraætt sem sest á fiskinn) er til staðar í náttúrlegu umhverfi laxfiska en í svo litlum mæli að hún veldur litlum sem engum afföllum. Í sjókvíaeldi er fiskur allan ársins hring og þéttleikinn jafnan mikill. Þar eru því kjöraðstæður fyrir lúsina enda magnast fjöldi hennar gríðarlega. Villtur fiskur sem fer nærri eldissvæði getur fengið á sig alltað hundraðfalt það magn lúsar sem ríkir við náttúrulegar aðstæður. Lúsin getur því valdið miklum afföllum á villtum fiski en einnig hamlað vexti hans og fæðunámi í sjó, breytt gönguhegðun og ruglað ýmis lífeðlisfræðileg kerfi fisksins. Talið er að afföll vegna lúsar á náttúrlegum laxaseiðum og urriða sem fer um eldissvæði geti verið allt að 50%. Einnig er þekkt að lúsin leggst á bleikju í sjó og jafnvel í meira mæli en á urriða eða lax. Áhrifa lúsarinnar gætir mest innan 30 km frá kvíunum en undan straumum getur hún borist í allt að 100 km. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í þessari grein verður leitast við að gera grein fyrir birtingarmyndum neikvæðra áhrifa sem gætu verið fylgifiskur þeirra risastóru áætlana, sem lýst var í fyrri grein, um eldi lax af erlendum uppruna í sjókvíum hér við land. Ekki þarf mikla leit til að finna fjölmargar greinar fræðimanna og skýrslur stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Síle og Kanada af slíkum neikvæðum umhverfisáhrifum. Norska ríkisendurskoðunin bendir á að markmið um sjálfbærni og umhverfisvernd í tengslum við fiskeldið hafi ekki náðst. Þar sé helst að nefna neikvæð áhrif eldis á villta stofna vegna erfðablöndunar, sjúkdóma og laxalúsar; lífræn og ólífræn mengun frá eldinu hafi neikvæð áhrif á vistkerfin. Norska Hafró og norska Náttúrufræðistofnunin uppfærðu nýlega sameiginlegt áhættumat á umhverfisáhrifum norsks sjókvíalaxeldis. Þar kemur fram að stór hluti þeirra villtu laxa- og sjóbirtingsstofna sem rannsakaður var, er í nokkurri eða mikilli hættu vegna erfðamengunar, laxalúsar eða sjúkdóma frá laxeldi. Helstu neikvæðu þætti má þannig draga saman í eftirfarandi atriði: erfðablöndun, laxalús, sjúkdómar, lífrænn úrgangur frá eldinu og ólífrænn úrgangur. Allt sem hér er sagt styðst við birtar heimildir sem stutt blaðagrein rúmar ekki að nefna og aðeins tvö fyrstu atriðin verða nú tekin hér fyrir. Erfðablöndun: Eldislaxinn sem er norskur sleppur úr kvíum, gengur upp í ár og blandast þar við náttúrulegan stofn og rýrir afkomumöguleika hans. Reynsla Norðmanna sýnir að um 0,1% af eldislaxi sleppur. Stór hluti hans syndir upp í ár til hrygningar og getur eldislaxinn synt allt að 2.000 km áður en hann leitar upp í ár í þessum tilgangi. Íslenski laxastofninn hefur verið hér í 11.000 ár og sérhæft sig að íslenskum aðstæðum og svipað má segja um villta stofninn (stofna) í Noregi. Villtir laxastofnar beggja landa eru þannig mjög ólíkir. Norski eldisstofninn sem hér hefur verið leyfður er kynbættur og sérhæfður til að vaxa hratt á stuttum tíma – ekki ósvipað kjúklingi í kjúklingarækt. Þegar blöndum á slíkum stofni við náttúrulegan á sér stað verða afkvæmin vanhæfari í lífsbaráttunni, afföll aukast og lífsferlar raskast. Blöndun til langs tíma gefur af sér nýjan stofn með rýrari afkomumöguleika. Hvað segir það okkur síðan að í Noregi má aðeins ala norskan lax í sjókvíum? Laxalús (sníkjudýr af krabbadýraætt sem sest á fiskinn) er til staðar í náttúrlegu umhverfi laxfiska en í svo litlum mæli að hún veldur litlum sem engum afföllum. Í sjókvíaeldi er fiskur allan ársins hring og þéttleikinn jafnan mikill. Þar eru því kjöraðstæður fyrir lúsina enda magnast fjöldi hennar gríðarlega. Villtur fiskur sem fer nærri eldissvæði getur fengið á sig alltað hundraðfalt það magn lúsar sem ríkir við náttúrulegar aðstæður. Lúsin getur því valdið miklum afföllum á villtum fiski en einnig hamlað vexti hans og fæðunámi í sjó, breytt gönguhegðun og ruglað ýmis lífeðlisfræðileg kerfi fisksins. Talið er að afföll vegna lúsar á náttúrlegum laxaseiðum og urriða sem fer um eldissvæði geti verið allt að 50%. Einnig er þekkt að lúsin leggst á bleikju í sjó og jafnvel í meira mæli en á urriða eða lax. Áhrifa lúsarinnar gætir mest innan 30 km frá kvíunum en undan straumum getur hún borist í allt að 100 km. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun