Hættum að vinna launalaust Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 21. október 2016 07:00 Enn á ný er boðað til aðgerða 24. október – á kvennafrídeginum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það eru kosningar eftir nokkra daga og því kjörið að koma skýrum skilaboðum til stjórnmálaflokkanna. Vart þarf að minna á að það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru í fyrsta sinn hvattar til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Sú mikla aðgerð varð pólskum konum nýlega hvatning til að rísa upp gegn gerræði feðraveldisins í Póllandi og fóru þær með sigur af hólmi, í það minnsta um sinn.Vandinn á vinnumarkaði Mikið vatn er til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snérust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum, valda- og áhrifaleysi og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú 41 ári síðar er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er fyrst og fremst barátta kvennahreyfinga. Hún hefur meðal annars skilað stórauknum hlut kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikilli menntun og jöfnu aðgengi kvenna og karla að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum er enn mikið verk að vinna.Verkefnin eru mörg Það þarf að útrýma kynbundnum launamun ekki síðar en STRAX og leiðrétta valdamisvægið í atvinnulífinu. Laun kvenna eru að meðaltali 70,3% af launum karla. Það segir okkur mikið um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þegar búið er að greina þennan mun sýna kannanir VR að konur eru launalausar 36 daga á ári. Störf kvenna, ekki síst þeirra sem vinna við hin mikilvægu umönnunar- og uppeldisstörf, eru stórlega vanmetin. Konur sem vinna í þjónustustörfum verða iðulega fyrir grófri kynferðislegri áreitni. Misréttið blasir alls staðar við. Það þarf að fá fyrirtæki og stofnanir til að taka á launamálum, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og kynferðislegri áreitni innan sinna veggja. Skilningur og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi sem og sveitarfélögin.Látum í okkur heyra Og verkefnin eru fleiri. Endurreisa þarf fæðingarorlofið, jafna skiptingu heimilisstarfa og meta ólaunaða vinnu, vinna gegn kynskiptu náms- og starfsvali og breyta heftandi staðalmyndum kynjanna. Átaks er þörf gegn kynbundnu ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Aðgerðir gegn hatursorðræðu og hefndarklámi þurfa að koma til. Setja þarf kynjakvóta í Hæstarétt og breyta meðferð ofbeldismála. Síðast en ekki síst verðum við að koma á friði. Styrjaldir og átök sem og flótti undan versnandi lífskjörum af völdum loftslagsbreytinga spilla fyrir allri mannréttinda- og réttlætisbaráttu. Sótt er að réttindum kvenna víða um heim, nú síðast í Póllandi og kvenfyrirlitning í pólitískum umræðum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum vekur hneykslun. Um leið og ég hvet konur og karla um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum, skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna meira lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag, framtíðina, bætt lífsgæði og frelsi einstaklinganna til að velja sér lífsfarveg.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er boðað til aðgerða 24. október – á kvennafrídeginum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það eru kosningar eftir nokkra daga og því kjörið að koma skýrum skilaboðum til stjórnmálaflokkanna. Vart þarf að minna á að það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru í fyrsta sinn hvattar til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Sú mikla aðgerð varð pólskum konum nýlega hvatning til að rísa upp gegn gerræði feðraveldisins í Póllandi og fóru þær með sigur af hólmi, í það minnsta um sinn.Vandinn á vinnumarkaði Mikið vatn er til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snérust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum, valda- og áhrifaleysi og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú 41 ári síðar er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er fyrst og fremst barátta kvennahreyfinga. Hún hefur meðal annars skilað stórauknum hlut kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikilli menntun og jöfnu aðgengi kvenna og karla að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum er enn mikið verk að vinna.Verkefnin eru mörg Það þarf að útrýma kynbundnum launamun ekki síðar en STRAX og leiðrétta valdamisvægið í atvinnulífinu. Laun kvenna eru að meðaltali 70,3% af launum karla. Það segir okkur mikið um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þegar búið er að greina þennan mun sýna kannanir VR að konur eru launalausar 36 daga á ári. Störf kvenna, ekki síst þeirra sem vinna við hin mikilvægu umönnunar- og uppeldisstörf, eru stórlega vanmetin. Konur sem vinna í þjónustustörfum verða iðulega fyrir grófri kynferðislegri áreitni. Misréttið blasir alls staðar við. Það þarf að fá fyrirtæki og stofnanir til að taka á launamálum, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og kynferðislegri áreitni innan sinna veggja. Skilningur og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi sem og sveitarfélögin.Látum í okkur heyra Og verkefnin eru fleiri. Endurreisa þarf fæðingarorlofið, jafna skiptingu heimilisstarfa og meta ólaunaða vinnu, vinna gegn kynskiptu náms- og starfsvali og breyta heftandi staðalmyndum kynjanna. Átaks er þörf gegn kynbundnu ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Aðgerðir gegn hatursorðræðu og hefndarklámi þurfa að koma til. Setja þarf kynjakvóta í Hæstarétt og breyta meðferð ofbeldismála. Síðast en ekki síst verðum við að koma á friði. Styrjaldir og átök sem og flótti undan versnandi lífskjörum af völdum loftslagsbreytinga spilla fyrir allri mannréttinda- og réttlætisbaráttu. Sótt er að réttindum kvenna víða um heim, nú síðast í Póllandi og kvenfyrirlitning í pólitískum umræðum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum vekur hneykslun. Um leið og ég hvet konur og karla um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum, skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna meira lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag, framtíðina, bætt lífsgæði og frelsi einstaklinganna til að velja sér lífsfarveg.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar