Hvar verða tækniundur framtíðarinnar til? Stefanía G. Halldórsdóttir skrifar 21. október 2016 00:00 Fyrir nokkrum árum hóf CCP að prófa sig áfram með nýja tækni frá litlu, hópfjármögnuðu nýsköpunarfyrirtæki í Kaliforníu sem kallaði sig Oculus. Í dag er sú frumþróun orðin að fullvaxta tölvuleik, EVE: Valkyrie, sem auk þess að koma út fyrir Oculus Rift, kom núna nýlega út fyrir PlayStation 4 leikjatölvur SONY. Á leikjaráðstefnunni Slush PLAY sem haldin var á dögunum í Reykjavík var magnað að sjá hversu mörg ný fyrirtæki hér á Íslandi eru að koma fram með tölvuleiki og upplifanir á sviði sýndarveruleika. Það er greinilegt að hér á landi ríkir mikill sköpunarkraftur og gróska, og verður gaman að sjá hvað kemur út úr þeim frumgerðum og leikjum sem voru sýnd. Til þess að styrkja slík nýsköpunar- og tæknifyrirtæki þarf að búa þeim hagstætt umhverfi. Það var því áfangasigur þegar yfirvöld hækkuðu þakið á endurgreiðslu skatta til fyrirtækja vegna þróunarkostnaðar. Ekkert þak er á slíkum endurgreiðslum í Bretlandi, Frakklandi og í Kanada og ljóst að við myndum auka enn á samkeppnishæfni Íslands til að búa til nýjar vörur og þjónustu ef við færum sömu leið og afnæmum þakið að fullu. Fjórða stoðin, eins og hugverkaiðnaður hefur verið kallaður, er nauðsynleg viðbót við íslenskt hagkerfi til þess að tryggja örugga afkomu okkar hér á landi. Þessi fjórða stoð er sérstaklega mikilvæg í bland við auðlindahagkerfið og ferðamannaiðnaðinn. Þegar Samtök Leikjaframleiðenda tók saman tölur um leikjaiðnaðinn á dögunum, þá kom í ljós að langstærstur hluti af tekjum leikjaiðnaðarins kemur til vegna CCP sem nú hefur starfað á Íslandi í tæp 20 ár.Styðja þarf betur við nýsköpun Í dag eru um 18 leikjafyrirtæki á Íslandi, tvöfalt fleiri en þegar Samtök Leikjaframleiðenda voru stofnuð árið 2009, en einungis tvö þessara stofnfyrirtækja eru enn starfandi í dag. Við þurfum að styðja betur við íslenska nýsköpun og ný leikjafyrirtæki en einnig þarf að auka við möguleika þeirra að ráða inn fólk erlendis frá með nauðsynlega reynslu og þekkingu. Þessi fyrirtæki þurfa að búa við umhverfi sem gerir þeim kleift að sækja inn á alþjóðamarkaði til þess að tryggja afkomu þeirra og vaxtamöguleika. Þetta er allt saman hægt og það er eftir miklu að sækjast. Leikjaiðnaðurinn hefur vaxið ótrúlega hratt og er enn í örum vexti. Með tilkomu sýndarveruleika er vöxtur greinarinnar að taka kipp og er gert ráð fyrir að árið 2020 verði tekjur af sýndarveruleika einum og sér komnar yfir 100 milljarða bandaríkjadala. Það eru því mikil tækifæri til sóknar á þessu sviði fyrir íslensk fyrirtæki. Ísland getur verið í fararbroddi við að búa til leiki og upplifanir fyrir sýndarveruleika. Við þurfum samstillt átak til þess að vinna þann undirbúning sem þarf til þess að ná árangri. Tækni- og hugverkaiðnaðinn samanlagður er með meiri verðmætasköpun en álbræðsla og byggingaiðnaðurinn til samans. Upplýsingatækni er líka stærri hluti af verðmætasköpun en ferðaþjónustan. Með auknum stuðningi við nýsköpun gæti árangurinn orðið enn betri. Til þess að auka samkeppnishæfni Íslands þarf að búa nýsköpunarfyrirtækjum betra rekstarumhverfi, efla menntakerfið og svo styðja við alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja með því að auka þekkingu innanlands á alþjóðamörkuðum og búa til tengsl við stærri fyrirtæki eins og Google, Facebook og Sony. Hreyfiaflið XHugvit hefur lagt til framtíðarsýn sem miðar að því að Ísland verði land tækifæranna. Að hér fæðist tækniundur sem auka verðmætasköpun. Á vefsíðunni www.xhugvit.is eru fjölmörg málefni fyrir næstu alþingiskosningar á Íslandi í formi verkefna sem hægt er að taka til framkvæmda. Ég hvet alla til þess að kynna sér tillögurnar og kjósa XHugvit fyrir Ísland framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum hóf CCP að prófa sig áfram með nýja tækni frá litlu, hópfjármögnuðu nýsköpunarfyrirtæki í Kaliforníu sem kallaði sig Oculus. Í dag er sú frumþróun orðin að fullvaxta tölvuleik, EVE: Valkyrie, sem auk þess að koma út fyrir Oculus Rift, kom núna nýlega út fyrir PlayStation 4 leikjatölvur SONY. Á leikjaráðstefnunni Slush PLAY sem haldin var á dögunum í Reykjavík var magnað að sjá hversu mörg ný fyrirtæki hér á Íslandi eru að koma fram með tölvuleiki og upplifanir á sviði sýndarveruleika. Það er greinilegt að hér á landi ríkir mikill sköpunarkraftur og gróska, og verður gaman að sjá hvað kemur út úr þeim frumgerðum og leikjum sem voru sýnd. Til þess að styrkja slík nýsköpunar- og tæknifyrirtæki þarf að búa þeim hagstætt umhverfi. Það var því áfangasigur þegar yfirvöld hækkuðu þakið á endurgreiðslu skatta til fyrirtækja vegna þróunarkostnaðar. Ekkert þak er á slíkum endurgreiðslum í Bretlandi, Frakklandi og í Kanada og ljóst að við myndum auka enn á samkeppnishæfni Íslands til að búa til nýjar vörur og þjónustu ef við færum sömu leið og afnæmum þakið að fullu. Fjórða stoðin, eins og hugverkaiðnaður hefur verið kallaður, er nauðsynleg viðbót við íslenskt hagkerfi til þess að tryggja örugga afkomu okkar hér á landi. Þessi fjórða stoð er sérstaklega mikilvæg í bland við auðlindahagkerfið og ferðamannaiðnaðinn. Þegar Samtök Leikjaframleiðenda tók saman tölur um leikjaiðnaðinn á dögunum, þá kom í ljós að langstærstur hluti af tekjum leikjaiðnaðarins kemur til vegna CCP sem nú hefur starfað á Íslandi í tæp 20 ár.Styðja þarf betur við nýsköpun Í dag eru um 18 leikjafyrirtæki á Íslandi, tvöfalt fleiri en þegar Samtök Leikjaframleiðenda voru stofnuð árið 2009, en einungis tvö þessara stofnfyrirtækja eru enn starfandi í dag. Við þurfum að styðja betur við íslenska nýsköpun og ný leikjafyrirtæki en einnig þarf að auka við möguleika þeirra að ráða inn fólk erlendis frá með nauðsynlega reynslu og þekkingu. Þessi fyrirtæki þurfa að búa við umhverfi sem gerir þeim kleift að sækja inn á alþjóðamarkaði til þess að tryggja afkomu þeirra og vaxtamöguleika. Þetta er allt saman hægt og það er eftir miklu að sækjast. Leikjaiðnaðurinn hefur vaxið ótrúlega hratt og er enn í örum vexti. Með tilkomu sýndarveruleika er vöxtur greinarinnar að taka kipp og er gert ráð fyrir að árið 2020 verði tekjur af sýndarveruleika einum og sér komnar yfir 100 milljarða bandaríkjadala. Það eru því mikil tækifæri til sóknar á þessu sviði fyrir íslensk fyrirtæki. Ísland getur verið í fararbroddi við að búa til leiki og upplifanir fyrir sýndarveruleika. Við þurfum samstillt átak til þess að vinna þann undirbúning sem þarf til þess að ná árangri. Tækni- og hugverkaiðnaðinn samanlagður er með meiri verðmætasköpun en álbræðsla og byggingaiðnaðurinn til samans. Upplýsingatækni er líka stærri hluti af verðmætasköpun en ferðaþjónustan. Með auknum stuðningi við nýsköpun gæti árangurinn orðið enn betri. Til þess að auka samkeppnishæfni Íslands þarf að búa nýsköpunarfyrirtækjum betra rekstarumhverfi, efla menntakerfið og svo styðja við alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja með því að auka þekkingu innanlands á alþjóðamörkuðum og búa til tengsl við stærri fyrirtæki eins og Google, Facebook og Sony. Hreyfiaflið XHugvit hefur lagt til framtíðarsýn sem miðar að því að Ísland verði land tækifæranna. Að hér fæðist tækniundur sem auka verðmætasköpun. Á vefsíðunni www.xhugvit.is eru fjölmörg málefni fyrir næstu alþingiskosningar á Íslandi í formi verkefna sem hægt er að taka til framkvæmda. Ég hvet alla til þess að kynna sér tillögurnar og kjósa XHugvit fyrir Ísland framtíðarinnar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar