Notum kreditkortið mun oftar en aðrir Svavar Hávarðsson skrifar 13. desember 2016 07:15 Hættur sem fylgja kreditkortanotkun eru vel þekktar – en virðast ekki trufla Íslendinga neitt. Vísir/Getty Notkun kreditkorta hér á landi er miklum mun algengari við kaup á vöru og þjónustu en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við samanburð greiðslumiðlunar á milli ríkja í Evrópu sést að algengast er að debetkort séu notuð í norðanverðri Evrópu – en þar er Ísland undantekningin – en reiðufé í austan- og sunnanverðri Evrópu. Niðurstaðan er að Ísland greinir sig mjög frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar notkun greiðslumiðla – svo hægt er að tala um sérstöðu í notkun kreditkorta sem í eðli sínu eru lánaviðskipti. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Seðlabanka Íslands (SÍ) í ritinu Fjármálainnviðir. Í staðgreiðsluviðskiptum komast debetkort næst staðgreiðslu með reiðufé þar sem þau eru tengd innlánsreikningum. Athygli vekur hversu lítil debetkortanotkun er á Íslandi í samanburði við löndin sem næst okkur liggja. Áætluð notkun debetkorta á Íslandi var aðeins um 34 prósent á árinu 2014 en til samanburðar var notkun debetkorta í Noregi helmingi meiri – eða um 68 prósent. Í Danmörku var hlutfallið um 64 prósent og í Svíþjóð um 55 prósent. Þegar er horft til ýmissa annarra landa Evrópu þá er notkun kreditkorta vart merkjanleg og má þá benda á Belgíu sem dæmi en þar er notkun á reiðufé mun útbreiddari en hér.Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálainnviða hjá SÍ, segir að skýringin geti meðal annars legið í ólíkum hefðum og venjum milli landa. Greiðsla með kreditkorti sé í eðli sínu lán og að jafnaði dýrari kostur en greiðsla með debetkorti eða reiðufé. „Í einhverjum tilvikum kann þó lántaka í formi notkunar kreditkorts að vera hagkvæmari kostur en annað form lántöku. Þá velja margir að dreifa greiðslum yfir lengri tíma til hægðarauka og telja þá leið henta sér best. Þeim sem greiða með kreditkorti bjóðast jafnframt margvísleg hlunnindi tengd notkun kreditkorta sem þeir greiða fyrir að minnsta kosti að hluta til með árgjaldi,“ segir Guðmundur en bætir við að hér á landi sé hins vegar sjaldnast gerður greinarmunur gagnvart neytendum á verði vöru og þjónustu eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður, líkt og til dæmis þekkist í Danmörku, og því ekki sérstakur hvati til að nota ódýrari greiðslumiðla. Áætluð notkun reiðufjár á Íslandi var sama ár um 20 prósent, eins og í Danmörku en í Noregi var það hlutfall 17 prósent. Í Svíþjóð er notkun reiðufjár mun algengari eða í 38 prósent tilfella. Gera má því ráð fyrir að rúmlega helmingur kaupa íslenskra heimila á vöru og þjónustu hafi verið staðgreiddur á árinu 2014. Hinn hluti kaupanna eða yfir 40 prósent var greiddur með kreditkorti – sem er hærra hlutfall en hjá öllum þeim 20 Evrópulöndum sem Seðlabankinn notar til samanburðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Tæknin geti komið í veg fyrir rýrnun Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Notkun kreditkorta hér á landi er miklum mun algengari við kaup á vöru og þjónustu en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við samanburð greiðslumiðlunar á milli ríkja í Evrópu sést að algengast er að debetkort séu notuð í norðanverðri Evrópu – en þar er Ísland undantekningin – en reiðufé í austan- og sunnanverðri Evrópu. Niðurstaðan er að Ísland greinir sig mjög frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar notkun greiðslumiðla – svo hægt er að tala um sérstöðu í notkun kreditkorta sem í eðli sínu eru lánaviðskipti. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Seðlabanka Íslands (SÍ) í ritinu Fjármálainnviðir. Í staðgreiðsluviðskiptum komast debetkort næst staðgreiðslu með reiðufé þar sem þau eru tengd innlánsreikningum. Athygli vekur hversu lítil debetkortanotkun er á Íslandi í samanburði við löndin sem næst okkur liggja. Áætluð notkun debetkorta á Íslandi var aðeins um 34 prósent á árinu 2014 en til samanburðar var notkun debetkorta í Noregi helmingi meiri – eða um 68 prósent. Í Danmörku var hlutfallið um 64 prósent og í Svíþjóð um 55 prósent. Þegar er horft til ýmissa annarra landa Evrópu þá er notkun kreditkorta vart merkjanleg og má þá benda á Belgíu sem dæmi en þar er notkun á reiðufé mun útbreiddari en hér.Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálainnviða hjá SÍ, segir að skýringin geti meðal annars legið í ólíkum hefðum og venjum milli landa. Greiðsla með kreditkorti sé í eðli sínu lán og að jafnaði dýrari kostur en greiðsla með debetkorti eða reiðufé. „Í einhverjum tilvikum kann þó lántaka í formi notkunar kreditkorts að vera hagkvæmari kostur en annað form lántöku. Þá velja margir að dreifa greiðslum yfir lengri tíma til hægðarauka og telja þá leið henta sér best. Þeim sem greiða með kreditkorti bjóðast jafnframt margvísleg hlunnindi tengd notkun kreditkorta sem þeir greiða fyrir að minnsta kosti að hluta til með árgjaldi,“ segir Guðmundur en bætir við að hér á landi sé hins vegar sjaldnast gerður greinarmunur gagnvart neytendum á verði vöru og þjónustu eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður, líkt og til dæmis þekkist í Danmörku, og því ekki sérstakur hvati til að nota ódýrari greiðslumiðla. Áætluð notkun reiðufjár á Íslandi var sama ár um 20 prósent, eins og í Danmörku en í Noregi var það hlutfall 17 prósent. Í Svíþjóð er notkun reiðufjár mun algengari eða í 38 prósent tilfella. Gera má því ráð fyrir að rúmlega helmingur kaupa íslenskra heimila á vöru og þjónustu hafi verið staðgreiddur á árinu 2014. Hinn hluti kaupanna eða yfir 40 prósent var greiddur með kreditkorti – sem er hærra hlutfall en hjá öllum þeim 20 Evrópulöndum sem Seðlabankinn notar til samanburðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Tæknin geti komið í veg fyrir rýrnun Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira