AGS vonast eftir góðum viðræðum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júní 2016 07:00 Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, hefur boðið fram aðstoð stofnunarinnar í Brexit viðræðum. Vísir/EPA Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var fljót að bregðast við niðurstöðu Brexit og lýsti því yfir í gær að AGS stæði reiðubúið til aðgerða ef þörf væri. „Breska þjóðin hefur talað og það þarf að bera virðingu fyrir ákvörðun hennar. Það mun líða einhver tími þangað til okkur verður ljóst hvernig framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins verður. Fram að því er mikilvægt að það sé skýrleiki í samningaviðræðum og að þær muni ganga eins vel fyrir sig og mögulegt er," sagði Lagarde. Lagarde sagðist jafnframt fagna aðgerðunum sem Englandsbanki og Evrópubankinn tilkynntu í dag, um að styðja bankakerfið, eins og þörf er á, og að reyna að koma í veg fyrir of miklar sveiflur. „AGS mun fyrir sitt leyti fylgjast grannt með þróuninni. Við munum vinna ásamt meðlimaríkjum okkar til þess að tryggja viðnámsþrótt alþjóðahagkerfisins á tímunum sem fram undan eru," sagði Lagarde. AGS hefur áður talað gegn útgöngu og sýnt fram á alvarleg áhrif þess á efnahagslíf Bretlands, meðal annars lægra gengi pundsins og aukið atvinnuleysi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 25. júní Brexit Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var fljót að bregðast við niðurstöðu Brexit og lýsti því yfir í gær að AGS stæði reiðubúið til aðgerða ef þörf væri. „Breska þjóðin hefur talað og það þarf að bera virðingu fyrir ákvörðun hennar. Það mun líða einhver tími þangað til okkur verður ljóst hvernig framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins verður. Fram að því er mikilvægt að það sé skýrleiki í samningaviðræðum og að þær muni ganga eins vel fyrir sig og mögulegt er," sagði Lagarde. Lagarde sagðist jafnframt fagna aðgerðunum sem Englandsbanki og Evrópubankinn tilkynntu í dag, um að styðja bankakerfið, eins og þörf er á, og að reyna að koma í veg fyrir of miklar sveiflur. „AGS mun fyrir sitt leyti fylgjast grannt með þróuninni. Við munum vinna ásamt meðlimaríkjum okkar til þess að tryggja viðnámsþrótt alþjóðahagkerfisins á tímunum sem fram undan eru," sagði Lagarde. AGS hefur áður talað gegn útgöngu og sýnt fram á alvarleg áhrif þess á efnahagslíf Bretlands, meðal annars lægra gengi pundsins og aukið atvinnuleysi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 25. júní
Brexit Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira