Losna við sykursýki viku eftir aðgerðina Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Vömb getur verið hættuleg heilsunni og valdið offitutengdum sjúkdómum. NORDICPHOTO/GETTY Af þeim 855 einstaklingum sem farið hafa í aðgerð, það er magahjáveitu og magaermi, vegna offitutengdra sjúkdóma á Íslandi frá árinu 2001 hafa um 20 prósent verið með sykursýki af týpu 2. Nánast allir sykursýkissjúklinganna, eða 78 prósent, hafa losnað við sykursýkina, að sögn Hjartar G. Gíslasonar, skurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir þetta mikinn ávinning. „Sykursýki af týpu 2 er slæmur sjúkdómur. Þótt sjúklingar fái meðferð með lyfjum versnar sjúkdómurinn með tímanum. Þessir sjúklingar lifa að meðaltali 17 árum skemur en þeir sem ekki eru með þennan sjúkdóm.“ Að breyta mataræði og lífsstíl hjálpar ekki til langframa ef menn eru orðnir mjög stórir, að því er Hjörtur greinir frá. „Hormóna- og ónæmiskerfið sem situr í maga og görn stýrir líkamsþyngdinni. Ef menn hafa til dæmis lengi verið 30 kg yfir kjörþyngd vill skrokkurinn vera þungur. Þetta hefur stimplast inn í kerfið. Kerfið var mikilvægt til að lifa af í gamla daga þegar það komu harðir vetur án matar en nú er alltaf til nóg af mat.“„Ef menn hafa til dæmis lengi verið 30 kg yfir kjörþyngd vill skrokkurinn vera þungur. Þetta hefur stimplast inn í kerfið. Kerfið var mikilvægt til að lifa af í gamla daga þegar það komu harðir vetur án matar en nú er alltaf til nóg af mat,“ segir Hjörtur Gíslason skurðlæknir.Hjörtur segir að auðvitað sé hægt að léttast um 30 til 30 kg með breyttum lífsstíl. „En eftir eitt til tvö ár hefur aðeins 1 til 2 prósentum af þeim sem eru með sjúklega offitu tekist að halda nýrri þyngd. Menn eru að keppa við afar sterkt kerfi í sjálfum líkamanum. Sykursýki af týpu 2 getur batnað til skamms tíma við breyttan lífsstíl en það virkar næstum aldrei til langframa.“ Þegar valið er til aðgerða í dag er frekar einblínt á hvort sjúklingar eru með offitutengda sjúkdóma, heldur en eingöngu þyngdarstuðul. „Nú er talað um aðgerðir vegna offitutengdra sjúkdóma, eins og með vömb og kviðarholsfitu, háþrýsting, háar blóðfitur, kæfisvefn og sykursýki af týpu 2. Viku eftir þessar aðgerðir sjáum við að sykursýkin er nánast farin hjá flestum sjúklinganna. Við aðrar aðgerðir sem virka öðruvísi fer sykursýkin þegar þyngdin fer niður.“ Kostirnir við aðgerðirnar eru bætt líðan þegar einstaklingar hafa lést og þeim skánað af sjúkdómum. Aðgerðirnar geta hins vegar haft fylgikvilla sem geta verið margvíslegir. Hjörtur segir að vega þurfi og meta plúsa og mínusa þegar aðgerð er íhuguð. „Þessar aðgerðir á Landspítalanum hafa sýnt að sjúklingarnir eru að léttast verulega til langframa.“ Aðgerðirnar eru gerðar í samvinnu við Reykjalund og Kristnes, að því er Hjörtur greinir frá. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Af þeim 855 einstaklingum sem farið hafa í aðgerð, það er magahjáveitu og magaermi, vegna offitutengdra sjúkdóma á Íslandi frá árinu 2001 hafa um 20 prósent verið með sykursýki af týpu 2. Nánast allir sykursýkissjúklinganna, eða 78 prósent, hafa losnað við sykursýkina, að sögn Hjartar G. Gíslasonar, skurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir þetta mikinn ávinning. „Sykursýki af týpu 2 er slæmur sjúkdómur. Þótt sjúklingar fái meðferð með lyfjum versnar sjúkdómurinn með tímanum. Þessir sjúklingar lifa að meðaltali 17 árum skemur en þeir sem ekki eru með þennan sjúkdóm.“ Að breyta mataræði og lífsstíl hjálpar ekki til langframa ef menn eru orðnir mjög stórir, að því er Hjörtur greinir frá. „Hormóna- og ónæmiskerfið sem situr í maga og görn stýrir líkamsþyngdinni. Ef menn hafa til dæmis lengi verið 30 kg yfir kjörþyngd vill skrokkurinn vera þungur. Þetta hefur stimplast inn í kerfið. Kerfið var mikilvægt til að lifa af í gamla daga þegar það komu harðir vetur án matar en nú er alltaf til nóg af mat.“„Ef menn hafa til dæmis lengi verið 30 kg yfir kjörþyngd vill skrokkurinn vera þungur. Þetta hefur stimplast inn í kerfið. Kerfið var mikilvægt til að lifa af í gamla daga þegar það komu harðir vetur án matar en nú er alltaf til nóg af mat,“ segir Hjörtur Gíslason skurðlæknir.Hjörtur segir að auðvitað sé hægt að léttast um 30 til 30 kg með breyttum lífsstíl. „En eftir eitt til tvö ár hefur aðeins 1 til 2 prósentum af þeim sem eru með sjúklega offitu tekist að halda nýrri þyngd. Menn eru að keppa við afar sterkt kerfi í sjálfum líkamanum. Sykursýki af týpu 2 getur batnað til skamms tíma við breyttan lífsstíl en það virkar næstum aldrei til langframa.“ Þegar valið er til aðgerða í dag er frekar einblínt á hvort sjúklingar eru með offitutengda sjúkdóma, heldur en eingöngu þyngdarstuðul. „Nú er talað um aðgerðir vegna offitutengdra sjúkdóma, eins og með vömb og kviðarholsfitu, háþrýsting, háar blóðfitur, kæfisvefn og sykursýki af týpu 2. Viku eftir þessar aðgerðir sjáum við að sykursýkin er nánast farin hjá flestum sjúklinganna. Við aðrar aðgerðir sem virka öðruvísi fer sykursýkin þegar þyngdin fer niður.“ Kostirnir við aðgerðirnar eru bætt líðan þegar einstaklingar hafa lést og þeim skánað af sjúkdómum. Aðgerðirnar geta hins vegar haft fylgikvilla sem geta verið margvíslegir. Hjörtur segir að vega þurfi og meta plúsa og mínusa þegar aðgerð er íhuguð. „Þessar aðgerðir á Landspítalanum hafa sýnt að sjúklingarnir eru að léttast verulega til langframa.“ Aðgerðirnar eru gerðar í samvinnu við Reykjalund og Kristnes, að því er Hjörtur greinir frá.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira