Viðskipti innlent

Svara ekki hvort fleiri eignir hafi verið keyptar af stjórnarmönnum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Kvika hefur ákveðið að svara ekki spurningum fréttastofu. Sigurður Atli er forstjóri Kviku.
Kvika hefur ákveðið að svara ekki spurningum fréttastofu. Sigurður Atli er forstjóri Kviku. Vísir/Anton
Kvika vill ekki tjá sig um hvort bankinn hafi keypt fleiri eignir af stjórnarmönnum bankans eða eigendum hans, samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu. Vísir sagði frá því í gær að bankinn hefði keypt jeppabifreið af Skúla Mogensen, einum stærsta einstaka eiganda bankans, árið 2011. 

Bankinn ætlar ekki heldur að svara spurningum um hvort kaupin hafi verið borin undir stjórn bankans, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður meðvitaður um kaupin og augljóslega Skúli sjálfur, sem var varaformaður stjórnar bankans.

Sigurður Atli Jónsson, bankastjóri Kviku, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu í gær og sagðist þurfa að skoða málið. Í dag barst fréttastofu svo skriflegt svar þar sem fram kom að bankinn hefði ákveðið að svara ekki spurningum fréttastofu.


Tengdar fréttir

Kvika keypti jeppann hans Skúla

Kvika, áður MP banki, keypti Mercedes Benz bifreið Skúla Mogensen, eins stærsta einstaka hluthafa bankans árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×