Íslenski landsliðsmaðurinn Hlynur Bæringsson er ekki lengur út í kuldanum og fær að spila næsta leik með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.
Karfan.is segir frá því í dag að Hlynur Bæringsson megi mæta aftur á parketið frá og með deginum mánudeginum 1. febrúar.
„Karfan.is ræddi við starfsmann sænska körfuknattleikssambandsins í dag þar sem starfsmaðurinn tjáði okkur að ekkert stæði lengur úti hjá Sundsvall og Hlynur og aðrir erlendir leikmenn liðsins mættu því fara að reima á sig skóna og leika með liðinu að nýju," segir í fréttinni á karfan.is
Hlynur var, ásamt erlendu leikmönnum Sundsvall Dragons, settur í bann í síðustu viku þar sem félagið hafi ekki gert upp dómaralaun við sænska sambandið.
Hlynur var fjarverandi á föstudagskvöldið þegar Sundsvall Dragons liðið tapaði 94-91 á heimavelli á móti botnliði ecoÖrebro. Sundsvall var bara með átta leikmenn á skýrslu í leiknum og slæmur fyrri hálfleikur (54-39 undir í hálfleik) varð liðinu að falli.
Sundsvall Dragons saknaði Hlyns Bæringssonar mikið í leiknum en íslenski landsliðsfyrirliðinn er með 14,1 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik í vetur.
Hlynur var ennfremur með 18,3 stig og 13,3 fráköst að meðaltali í þremur síðustu leikjum sínum fyrir bannið þar sem hann hitti úr 8 af 16 þriggja stiga skotum sínum.
Næsti leikur Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni er á föstudaginn á móti Umeå BSKT sem datt niður í botnsætið þökk sé sigri ecoÖrebro liðsins í Sundsvall.
Hlynur má aftur spila með liði Sundsvall
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn




Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti
