Kennaralaust skólakerfi? Sigurjón Már Ólason skrifar 9. nóvember 2016 00:00 Að útskrifast með stúdentspróf er skemmtileg upplifun en þeir dagar sem koma á undan og eftir þá lífsreynslu geta verið erfiðir. Val á háskólanámi getur verið ansi strembið og erfitt ferli fyrir flesta. Það eru margir þættir sem stúdentar hugsa um við val sitt. Ég hef verið svo lánsamur að hafa öðlast gríðarlega reynslu sem sumarstarfsmaður á leikskóla og fengið að kynnast þeirri starfsemi sem þar fer fram. Eftir þessi kynni mín þá get ég ekki annað en borið gríðarlega djúpa virðingu fyrir leikskólastarfsmönnum. Þrátt fyrir að vinir mínir hafi oft átt erfitt með því að trúa mér þegar ég sagðist vera gjörsamlega búinn á því eftir vinnudaginn. Ég meina hvernig er hægt að verða þreyttur á því að lesa, púsla, lita og perla með litlum börnum. Sannleikurinn er einfaldlega svo fjarri lagi. Það er líka erfitt að útskýra fyrir þeim áreitið, hávaðann og álagið sem maður finnur fyrir á meðan á vinnutímanum stendur. En það er líka erfitt að útskýra þá hamingju sem maður finnur fyrir eftir að hafa talið sig hafa gert eitthvað sem skiptir miklu máli. Það er einstaklega gefandi starf. Ég hef líklega tekið þátt í að móta einstaklinga sem gætu orðið læknar, forsetar, stjórnmálamenn eða jafnvel kennarar. Við munum líklega þurfa fleiri af þeim. Því staðreyndin er sú að hvatning fyrir nýliðun er ekki mikil í formi launa í kennarastéttinni. Ástandið er t.d. gríðarlega alvarlegt í grunnskólum landsins, leikskólum landsins og í rauninni öllu menntakerfinu. Þótt mér finnist gaman að starfa á leikskóla hef ég mestar áhyggjur af laununum. Mér finnst fullt af öðrum hlutum skemmtilegir og áhugaverðir sem ég get starfað við og fengið hagstæðari laun. Ég veit að maður á ekki að hugsa mikið um peninga. En sem ungur einstaklingur er ég hræddur. Ég er hræddur um að geta ekki haldið uppi framtíðarfjölskyldu minni. Ég er hræddur um að ég geti ekki ferðast og gert skemmtilega hluti því ég er enn að borga af lánum. Ég er hræddur um að eiga ekkert í húsinu mínu eða íbúð. Svo þegar ég stóð frammi fyrir því að taka ákvörðun um nám þá fannst mér ekki spennandi að skuldbinda mig í fimm ára nám með öllu því sem gæti fylgt í formi námslána og öðrum kostnaði þegar launin eru svona lág. Þetta má einnig heimfæra yfir á grunnskóla- og framhaldsskólakennslu. Ekki fá þeir mikið betur borgað heldur. Ég tók því ákvörðun sem ég taldi henta mér best út frá áhugasviði og framtíðarhorfum mínum. Sú ákvörðun tengdist ekki kennaranámi. Þetta er það vandamál sem blasir við öllum kennarastéttum, meðalaldur kennara fer hækkandi og nýliðun í stéttinni er langt frá því að vera ásættanleg. Það eru alltaf einstaklingar sem ákveða að verða kennarar og þegar þeir mótmæla lágum launum er því alltaf skellt framan í þá að þeir hafi vitað út í hvað þeir væru að fara. Það er mjög stórt vandamál hvað það eru margir kennarar óánægðir með starf sitt vegna lágra launa. En það er grafalvarlegt hversu lítil nýliðun er í kennarastéttinni. Hversu margir menntaðir kennarar verða starfandi í menntastofnunum eftir 10 ár? Núverandi kennarar eru að flýja stéttina og það er lítil nýliðun. Því hvatinn fyrir að velja kennaranám er ekki mikill launalega séð. Lífshamingja fólks utan vinnutíma á svo gríðarlega stóran þátt í ánægju þess innan vinnutíma að það dugar ekki lengur að selja kennarastarfið upp á skemmtanagildi starfsins. Það þarf meira til, það þarf betri kjör. Auðvitað er fullt af öðrum störfum með laun sem eru ekki nægilega há miðað við það nám og vinnu sem liggur að baki. Það er efni í aðra pistla en er ekki hluti af þessum. Ég hef ekki reynslu af þeim störfum. Ég hef reynslu af þessu og get deilt henni. Ég vona að þetta veki fólk með vald til að breyta þessu til umhugsunar. Hver veit, það gæti verið að ég reyni að komast í stöðu til að breyta þessu, það borgar allavega betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að útskrifast með stúdentspróf er skemmtileg upplifun en þeir dagar sem koma á undan og eftir þá lífsreynslu geta verið erfiðir. Val á háskólanámi getur verið ansi strembið og erfitt ferli fyrir flesta. Það eru margir þættir sem stúdentar hugsa um við val sitt. Ég hef verið svo lánsamur að hafa öðlast gríðarlega reynslu sem sumarstarfsmaður á leikskóla og fengið að kynnast þeirri starfsemi sem þar fer fram. Eftir þessi kynni mín þá get ég ekki annað en borið gríðarlega djúpa virðingu fyrir leikskólastarfsmönnum. Þrátt fyrir að vinir mínir hafi oft átt erfitt með því að trúa mér þegar ég sagðist vera gjörsamlega búinn á því eftir vinnudaginn. Ég meina hvernig er hægt að verða þreyttur á því að lesa, púsla, lita og perla með litlum börnum. Sannleikurinn er einfaldlega svo fjarri lagi. Það er líka erfitt að útskýra fyrir þeim áreitið, hávaðann og álagið sem maður finnur fyrir á meðan á vinnutímanum stendur. En það er líka erfitt að útskýra þá hamingju sem maður finnur fyrir eftir að hafa talið sig hafa gert eitthvað sem skiptir miklu máli. Það er einstaklega gefandi starf. Ég hef líklega tekið þátt í að móta einstaklinga sem gætu orðið læknar, forsetar, stjórnmálamenn eða jafnvel kennarar. Við munum líklega þurfa fleiri af þeim. Því staðreyndin er sú að hvatning fyrir nýliðun er ekki mikil í formi launa í kennarastéttinni. Ástandið er t.d. gríðarlega alvarlegt í grunnskólum landsins, leikskólum landsins og í rauninni öllu menntakerfinu. Þótt mér finnist gaman að starfa á leikskóla hef ég mestar áhyggjur af laununum. Mér finnst fullt af öðrum hlutum skemmtilegir og áhugaverðir sem ég get starfað við og fengið hagstæðari laun. Ég veit að maður á ekki að hugsa mikið um peninga. En sem ungur einstaklingur er ég hræddur. Ég er hræddur um að geta ekki haldið uppi framtíðarfjölskyldu minni. Ég er hræddur um að ég geti ekki ferðast og gert skemmtilega hluti því ég er enn að borga af lánum. Ég er hræddur um að eiga ekkert í húsinu mínu eða íbúð. Svo þegar ég stóð frammi fyrir því að taka ákvörðun um nám þá fannst mér ekki spennandi að skuldbinda mig í fimm ára nám með öllu því sem gæti fylgt í formi námslána og öðrum kostnaði þegar launin eru svona lág. Þetta má einnig heimfæra yfir á grunnskóla- og framhaldsskólakennslu. Ekki fá þeir mikið betur borgað heldur. Ég tók því ákvörðun sem ég taldi henta mér best út frá áhugasviði og framtíðarhorfum mínum. Sú ákvörðun tengdist ekki kennaranámi. Þetta er það vandamál sem blasir við öllum kennarastéttum, meðalaldur kennara fer hækkandi og nýliðun í stéttinni er langt frá því að vera ásættanleg. Það eru alltaf einstaklingar sem ákveða að verða kennarar og þegar þeir mótmæla lágum launum er því alltaf skellt framan í þá að þeir hafi vitað út í hvað þeir væru að fara. Það er mjög stórt vandamál hvað það eru margir kennarar óánægðir með starf sitt vegna lágra launa. En það er grafalvarlegt hversu lítil nýliðun er í kennarastéttinni. Hversu margir menntaðir kennarar verða starfandi í menntastofnunum eftir 10 ár? Núverandi kennarar eru að flýja stéttina og það er lítil nýliðun. Því hvatinn fyrir að velja kennaranám er ekki mikill launalega séð. Lífshamingja fólks utan vinnutíma á svo gríðarlega stóran þátt í ánægju þess innan vinnutíma að það dugar ekki lengur að selja kennarastarfið upp á skemmtanagildi starfsins. Það þarf meira til, það þarf betri kjör. Auðvitað er fullt af öðrum störfum með laun sem eru ekki nægilega há miðað við það nám og vinnu sem liggur að baki. Það er efni í aðra pistla en er ekki hluti af þessum. Ég hef ekki reynslu af þeim störfum. Ég hef reynslu af þessu og get deilt henni. Ég vona að þetta veki fólk með vald til að breyta þessu til umhugsunar. Hver veit, það gæti verið að ég reyni að komast í stöðu til að breyta þessu, það borgar allavega betur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar