Matvara gæti verið 35 prósent ódýrari Guðjón Sigurbjartsson og Jóhannes Gunnarsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýlegir útreikningar sýna að ef tollar og innflutningshindranir á matvöru verða felld niður ætti verð á innfluttum matvörum til neytenda að vera 19%-53% (nálægt 35% að meðaltali) lægra en verð á sams konar innlendum matvörum. Í meðfylgjandi töflu sést verð einstakra vörutegunda og verð á sambærilegum innfluttum vörum. Verð í kr./kg með virðisaukaskatti út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 og eins og þau hefðu verið með tollfrjálsum innflutningi að því gefnu að verðlækkun skili sér til neytenda. Verð innlendrar vöru er verðið eins og það var í Bónus í febrúar 2016. Verð innfluttu vörunnar er það sem það hefði verið ef innflutningur væri tollfrjáls og án annarra innflutningshindrana en af heilbrigðisástæðum að því gefnu að það skilaði sér til neytenda. Verð á innfluttum vörum byggir á upplýsingum frá Högum. Matið nær til allra vöruflokka sem nú njóta tollverndar. Hvað viðkemur mjólkurvörum nær könnunin bara til algengra osta. Þegar tollum var aflétt af helstu tegundum grænmetis árið 2002 minnkaði sala innlendrar framleiðslu talsvert fyrstu árin. Greinin var styrkt af skattfé til að takast á við aukna samkeppni. Vöruþróun efldist og salan jókst þannig að hlutdeild innlends grænmetis hefur vaxið aftur. Reikna má með svipaðri þróun hvað varðar kjöt, egg og mjólk. Margir munu velja íslenskt þó það kosti meira m.a. þar sem þeir þekkja vöruna og treysta heilbrigði hennar betur.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Í heild greiða neytendur um 22 milljarða króna á ári aukalega vegna tollahindrana á landbúnaðarvörum og skattgreiðendur um 14 milljarða vegna styrkja (beingreiðslna) eða samtals um 35 milljarða króna á ári eða rúmar 100 þús. kr. á hvern Íslending. Nýlegum búvörusamningum er ætlað að gilda til 10 ára. Þeir verða til umfjöllunar á Alþingi og í þjóðfélaginu á næstu vikum og mánuðum. Alþingismenn hljóta fyrst og fremst að gæta almannahagsmuna umfram sérhagsmuni. Því er eðlilegt að í þessu máli gæti alþingismenn hagsmuna neytenda og skattgreiðenda. Stefna þarf að afnámi tolla og hafta í landbúnaði og gera bændum kleift að bæta hag sinn á frjálsum markaði. Kjúklinga-, svína- og eggjabændur eru einungis um 50 á landinu. Byrja ætti á að aflétta tollahindrunum af eggjum, kjúklinga-, svína- og nautakjöti. Hagur neytenda af slíkri aðgerð yrði um 10 milljarðar króna á ári. Bæta mætti tjón þeirra bænda og vinnslustöðva sem yrðu fyrir röskun, eftir því sem eðlilegt gæti talist. Þegar litið er á hag neytenda, skattgreiðenda og landsins sem ferðamannastaðar er ekki forsvaranlegt að fresta umbótum í 10 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýlegir útreikningar sýna að ef tollar og innflutningshindranir á matvöru verða felld niður ætti verð á innfluttum matvörum til neytenda að vera 19%-53% (nálægt 35% að meðaltali) lægra en verð á sams konar innlendum matvörum. Í meðfylgjandi töflu sést verð einstakra vörutegunda og verð á sambærilegum innfluttum vörum. Verð í kr./kg með virðisaukaskatti út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 og eins og þau hefðu verið með tollfrjálsum innflutningi að því gefnu að verðlækkun skili sér til neytenda. Verð innlendrar vöru er verðið eins og það var í Bónus í febrúar 2016. Verð innfluttu vörunnar er það sem það hefði verið ef innflutningur væri tollfrjáls og án annarra innflutningshindrana en af heilbrigðisástæðum að því gefnu að það skilaði sér til neytenda. Verð á innfluttum vörum byggir á upplýsingum frá Högum. Matið nær til allra vöruflokka sem nú njóta tollverndar. Hvað viðkemur mjólkurvörum nær könnunin bara til algengra osta. Þegar tollum var aflétt af helstu tegundum grænmetis árið 2002 minnkaði sala innlendrar framleiðslu talsvert fyrstu árin. Greinin var styrkt af skattfé til að takast á við aukna samkeppni. Vöruþróun efldist og salan jókst þannig að hlutdeild innlends grænmetis hefur vaxið aftur. Reikna má með svipaðri þróun hvað varðar kjöt, egg og mjólk. Margir munu velja íslenskt þó það kosti meira m.a. þar sem þeir þekkja vöruna og treysta heilbrigði hennar betur.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Í heild greiða neytendur um 22 milljarða króna á ári aukalega vegna tollahindrana á landbúnaðarvörum og skattgreiðendur um 14 milljarða vegna styrkja (beingreiðslna) eða samtals um 35 milljarða króna á ári eða rúmar 100 þús. kr. á hvern Íslending. Nýlegum búvörusamningum er ætlað að gilda til 10 ára. Þeir verða til umfjöllunar á Alþingi og í þjóðfélaginu á næstu vikum og mánuðum. Alþingismenn hljóta fyrst og fremst að gæta almannahagsmuna umfram sérhagsmuni. Því er eðlilegt að í þessu máli gæti alþingismenn hagsmuna neytenda og skattgreiðenda. Stefna þarf að afnámi tolla og hafta í landbúnaði og gera bændum kleift að bæta hag sinn á frjálsum markaði. Kjúklinga-, svína- og eggjabændur eru einungis um 50 á landinu. Byrja ætti á að aflétta tollahindrunum af eggjum, kjúklinga-, svína- og nautakjöti. Hagur neytenda af slíkri aðgerð yrði um 10 milljarðar króna á ári. Bæta mætti tjón þeirra bænda og vinnslustöðva sem yrðu fyrir röskun, eftir því sem eðlilegt gæti talist. Þegar litið er á hag neytenda, skattgreiðenda og landsins sem ferðamannastaðar er ekki forsvaranlegt að fresta umbótum í 10 ár.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar