Kauphöllin í Stokkhólmi kjörin fyrir íslensku bankana jón hákon halldórsson skrifar 20. apríl 2016 11:30 Adam Kostyál Kauphöllin Nasdaq Kauphöllin í Stokkhólmi er kjörinn markaður fyrir skráningu á íslensku bönkunum, að mati Adams Kostyál, yfirmanns skráninga Nasdaq á Norðurlöndunum. Hann er staddur hér á landi þessa dagana til að ræða við íslensk fyrirtæki og hagsmunaaðila um tvíhliða skráningar fyrirtækja. „Við erum að hitta fyrirtækin og við erum að hitta hagsmunaaðila eins og lífeyrissjóðina. Umræðan er alltaf sú sama. Hún er um það hvaða möguleika aflétting á fjármagnshöftunum, eða rýmri reglur um fjármagnsflutninga, myndi gefa,“ segir Kostyál. Hann segir að markmiðið sé að kynna sýn Nasdaq á Norðurlöndunum á aðstæður hér og einnig að kynna hvaða kostir eru í boði til fjármögnunar fyrir fyrirtækin á Nasdaq Nordic umfram það sem þau hafa hér á Íslandi. „Og þetta er farið að skipta fyrirtækin meira máli,“ segir hann og bætir við að fyrirtækin átti sig á því að með því að hafa hlutabréf sín skráð víðar en í heimalandinu sé hægt að stuðla að enn frekari vexti fyrirtækisins og sækja fjármagn frá norrænum og jafnvel alþjóðlegum fjárfestum. Hann segir að stærsti vettvangurinn á Norðurlöndunum sé Svíþjóð, enda hafi flest fyrirtækin verið skráð þar á síðasta ári. Bæði á aðalmarkaðnum og First North. Fyrir nauðasamninga bárust reglulega fréttir af því að slitastjórn Glitnis væri að skoða möguleikann á tvíhliða skráningu Íslandsbanka. Ekkert varð þó af því og lyktaði málum þannig að ríkið eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi. Kostyál segir þó tvíhliða skráningu vera raunverulegan möguleika fyrir íslensku bankana. „Ég vil ekki tjá mig um einn banka frekar en annan en við höfum séð nokkurn fjölda fjármálastofnana skjóta upp kollinum á markaðinum í Stokkhólmi, segir hann. Þar séu bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar. Hann telur að markaðurinn í Stokkhólmi sé í réttri stærð fyrir íslensku bankana, en markaðir á meginlandi Evrópu kynnu að vera of stórir. Kostyál telur að vel heppnaðar skráningar utan Íslands væru mikilvægar til þess að sýna fram á styrk, ekki einungis íslensku bankanna, heldur líka íslenska markaðarins. „Vöxturinn og efnahagsbatinn eftir hrunið er mjög aðdáunarverður og ég held að með því að vera með skráningar fyrir utan heimamarkaðinn þá myndi það sýna vel hvernig vöxturinn hefur verið hérna.“ En Kostyál sér ekki einungis fyrir sér möguleika á að skrá bankana erlendis heldur líka önnur fyrirtæki sem þegar eru skráð á Nasdaq Ísland, til dæmis Icelandair Group eða Eimskip. „Já, fyrirtæki sem vilja stækka og hafa alþjóðlega skírskotun,“ segir hann. Í dag er einungis eitt íslenskt fyrirtæki tvískráð. Það er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem er skráð á Íslandi og í Danmörku. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Kauphöllin í Stokkhólmi er kjörinn markaður fyrir skráningu á íslensku bönkunum, að mati Adams Kostyál, yfirmanns skráninga Nasdaq á Norðurlöndunum. Hann er staddur hér á landi þessa dagana til að ræða við íslensk fyrirtæki og hagsmunaaðila um tvíhliða skráningar fyrirtækja. „Við erum að hitta fyrirtækin og við erum að hitta hagsmunaaðila eins og lífeyrissjóðina. Umræðan er alltaf sú sama. Hún er um það hvaða möguleika aflétting á fjármagnshöftunum, eða rýmri reglur um fjármagnsflutninga, myndi gefa,“ segir Kostyál. Hann segir að markmiðið sé að kynna sýn Nasdaq á Norðurlöndunum á aðstæður hér og einnig að kynna hvaða kostir eru í boði til fjármögnunar fyrir fyrirtækin á Nasdaq Nordic umfram það sem þau hafa hér á Íslandi. „Og þetta er farið að skipta fyrirtækin meira máli,“ segir hann og bætir við að fyrirtækin átti sig á því að með því að hafa hlutabréf sín skráð víðar en í heimalandinu sé hægt að stuðla að enn frekari vexti fyrirtækisins og sækja fjármagn frá norrænum og jafnvel alþjóðlegum fjárfestum. Hann segir að stærsti vettvangurinn á Norðurlöndunum sé Svíþjóð, enda hafi flest fyrirtækin verið skráð þar á síðasta ári. Bæði á aðalmarkaðnum og First North. Fyrir nauðasamninga bárust reglulega fréttir af því að slitastjórn Glitnis væri að skoða möguleikann á tvíhliða skráningu Íslandsbanka. Ekkert varð þó af því og lyktaði málum þannig að ríkið eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi. Kostyál segir þó tvíhliða skráningu vera raunverulegan möguleika fyrir íslensku bankana. „Ég vil ekki tjá mig um einn banka frekar en annan en við höfum séð nokkurn fjölda fjármálastofnana skjóta upp kollinum á markaðinum í Stokkhólmi, segir hann. Þar séu bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar. Hann telur að markaðurinn í Stokkhólmi sé í réttri stærð fyrir íslensku bankana, en markaðir á meginlandi Evrópu kynnu að vera of stórir. Kostyál telur að vel heppnaðar skráningar utan Íslands væru mikilvægar til þess að sýna fram á styrk, ekki einungis íslensku bankanna, heldur líka íslenska markaðarins. „Vöxturinn og efnahagsbatinn eftir hrunið er mjög aðdáunarverður og ég held að með því að vera með skráningar fyrir utan heimamarkaðinn þá myndi það sýna vel hvernig vöxturinn hefur verið hérna.“ En Kostyál sér ekki einungis fyrir sér möguleika á að skrá bankana erlendis heldur líka önnur fyrirtæki sem þegar eru skráð á Nasdaq Ísland, til dæmis Icelandair Group eða Eimskip. „Já, fyrirtæki sem vilja stækka og hafa alþjóðlega skírskotun,“ segir hann. Í dag er einungis eitt íslenskt fyrirtæki tvískráð. Það er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem er skráð á Íslandi og í Danmörku.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira