Benz afhjúpar X-Class pallbílinn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 09:57 Mercedes Benz X-Class Powerful Adventurer útgáfan. Í gær svipti Mercedes Benz hulunni af bíl sem margir hafa beðið óþreyjufullir eftir. Þar er um að ræða fyrsta pallbíl Benz og hefur hann fengið nafnið X-Class, eins og búist hafði reyndar verið við. Við smíði X-Class á Mercedes Benz í samstarfi við Nissan og er hann með sama undirvagn og Nissan Navarra. X-Class er hugsaður fyrir Evrópumarkað, S-Ameríku, Ástralíu og S-Afríku, en hann verður ekki í boði í fyrstu í Bandaríkjunum. Við kynninguna í gær sýndi Mercedes Benz tvær útgáfur X-Class, þ.e. “Powerful Adventurer” og “Stylish Explorer”. Víst er að þessi nýi pallbíll Benz mun bæta nokkrum lúxus við þennan flokk bíla sem ekki hefur verið þekktur fyrir mikinn íburð hingað til. Lúxusbílaframleiðendur hafa ekki hingað til tekið þátt í slagnum um pallbíla, en nú myndast hinsvegar sú spurning hvort að framleiðendur eins og BMW og Audi fylgi í kjölfarið. Sú týpa bílsins sem Benz kallar Powerful Adventurer er greinilega tilbúinn til átka og talsverðra torfæra og það læðist óneitanlega sú hugsun að hjá mörgum Íslendingnum að Benz hafi horft til Arctic Trucks útfærslu Toyota Hilux bílsins við útfærslu hans. Mercedes Benz X-Class mun koma í sölu í enda næsta árs, svo áhugasamir verða að bíða í um eitt ár eftir þessu nýja útspili Benz. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Í gær svipti Mercedes Benz hulunni af bíl sem margir hafa beðið óþreyjufullir eftir. Þar er um að ræða fyrsta pallbíl Benz og hefur hann fengið nafnið X-Class, eins og búist hafði reyndar verið við. Við smíði X-Class á Mercedes Benz í samstarfi við Nissan og er hann með sama undirvagn og Nissan Navarra. X-Class er hugsaður fyrir Evrópumarkað, S-Ameríku, Ástralíu og S-Afríku, en hann verður ekki í boði í fyrstu í Bandaríkjunum. Við kynninguna í gær sýndi Mercedes Benz tvær útgáfur X-Class, þ.e. “Powerful Adventurer” og “Stylish Explorer”. Víst er að þessi nýi pallbíll Benz mun bæta nokkrum lúxus við þennan flokk bíla sem ekki hefur verið þekktur fyrir mikinn íburð hingað til. Lúxusbílaframleiðendur hafa ekki hingað til tekið þátt í slagnum um pallbíla, en nú myndast hinsvegar sú spurning hvort að framleiðendur eins og BMW og Audi fylgi í kjölfarið. Sú týpa bílsins sem Benz kallar Powerful Adventurer er greinilega tilbúinn til átka og talsverðra torfæra og það læðist óneitanlega sú hugsun að hjá mörgum Íslendingnum að Benz hafi horft til Arctic Trucks útfærslu Toyota Hilux bílsins við útfærslu hans. Mercedes Benz X-Class mun koma í sölu í enda næsta árs, svo áhugasamir verða að bíða í um eitt ár eftir þessu nýja útspili Benz.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent