Enn einn stórleikurinn hjá Martin sem lagði upp sigurkörfu Charleville Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2016 20:54 Martin Hermannsson er að spila frábærlega í Frakklandi. vísir/ernir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, heldur áfram að leggja frönsku B-deildina að fótum sér en hann átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar lið hans Charleville-Mézieres vann glæsilegan endurkomusigur. Charleville-Mézieres er í öðru sæti deildarinnar og hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Liðið er nú búið að vinna fimm leiki í röð eftir sigur á Roanne í kvöld, 76-74, og er í öðru sæti deildarinnar með níu sigra og tvö töp. Sigurinn í kvöld var heldur betur flottur því þegar ein mínúta og 45 sekúndur voru eftir komust heimamenn í Roanne sex stigum yfir, 74-68. Gestirnir í Charleville jöfnuðu metin í 74-74 en þá átti Roanne sókn. Þegar rétt ríflega tíu sekúndur voru eftir unnu gestirnir boltann í vörninni og voru menn fljótir að gefa hann á Martin. Íslenski landsliðsmaðurinn bar boltann fram völlinn nokkra metra en fann svo liðsfélaga sinn á hárréttum tíma og sá hinn sami átti ekki í vandræðum með að skora sigurkörfuna þegar sjö sekúndur voru eftir, 76-74. Martin var að vanda stigahæstur í sínu liði. Hann skoraði 17 stig, tók tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 50 prósent skota sina í teignum og þremur af fjórum á vítalínunni. Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Rouen eru áfram rótfastir við botn B-deildarinnar í Frakklandi en liðið tapaði þriðja leiknum í röð í kvöld þegar það lá í valnum á heimavelli gegn Poiters, 75-71. Haukur Helgi átti stórleik og var stigahæstur á vellinum með 23 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingur. Hann hitti úr þremur af átta skotum í teignum, þremur af fjórum fyrir utan þriggja stiga línuna og öllum átta vítaskotunum. Því miður dugði þetta ekki til sigurs fyrir Roen sem er aðeins með tvo sigra í fyrstu ellefu umferðunum. Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, heldur áfram að leggja frönsku B-deildina að fótum sér en hann átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar lið hans Charleville-Mézieres vann glæsilegan endurkomusigur. Charleville-Mézieres er í öðru sæti deildarinnar og hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Liðið er nú búið að vinna fimm leiki í röð eftir sigur á Roanne í kvöld, 76-74, og er í öðru sæti deildarinnar með níu sigra og tvö töp. Sigurinn í kvöld var heldur betur flottur því þegar ein mínúta og 45 sekúndur voru eftir komust heimamenn í Roanne sex stigum yfir, 74-68. Gestirnir í Charleville jöfnuðu metin í 74-74 en þá átti Roanne sókn. Þegar rétt ríflega tíu sekúndur voru eftir unnu gestirnir boltann í vörninni og voru menn fljótir að gefa hann á Martin. Íslenski landsliðsmaðurinn bar boltann fram völlinn nokkra metra en fann svo liðsfélaga sinn á hárréttum tíma og sá hinn sami átti ekki í vandræðum með að skora sigurkörfuna þegar sjö sekúndur voru eftir, 76-74. Martin var að vanda stigahæstur í sínu liði. Hann skoraði 17 stig, tók tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 50 prósent skota sina í teignum og þremur af fjórum á vítalínunni. Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Rouen eru áfram rótfastir við botn B-deildarinnar í Frakklandi en liðið tapaði þriðja leiknum í röð í kvöld þegar það lá í valnum á heimavelli gegn Poiters, 75-71. Haukur Helgi átti stórleik og var stigahæstur á vellinum með 23 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingur. Hann hitti úr þremur af átta skotum í teignum, þremur af fjórum fyrir utan þriggja stiga línuna og öllum átta vítaskotunum. Því miður dugði þetta ekki til sigurs fyrir Roen sem er aðeins með tvo sigra í fyrstu ellefu umferðunum.
Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira