„Með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2016 14:22 Áætlað er að Costco opni við hlið Bónus í Kauptúni í Garðabæ síðar á þessu ári. vísir Í ábendingum frá Bónus vegna komu Costco hingað til lands kemur fram nokkur gagnrýni á dekkjaverkstæði sem skipulagstillaga við Kauptún í Garðabæ gerir ráð fyrir að verði á svæðinu, en bandarískja verslunarkeðjan hyggst reka umrætt verkstæði. Costco verður við hlið Bónus samkvæmt skipulagsbreytingum sem gera á við Kauptún, en áætlað er að verslunin opni síðar á þessu ári. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna lóða númer 1, 2 og 3 og nýrri lóð fyrir dælustöð. Minnisblað frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, með ábendingum Bónus var lagt fyrir fund bæjarráðs, en í því segir meðal annars um dekkjaverkstæði Costco: „Talið er með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus. Engan vegin fari saman að reka matvöruverslun og dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónustu í því samneyti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir.“ Þá er það jafnframt rakið að leigusamningur Bónus tiltaki sérstaklega að um „verslunarmiðstöð“ sé að ræða við Kauptún og að dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónusta með þeim óþrifnaði og lykt sem því fylgir eigi hvorki heima í „verslunarmiðstöð“ né við anddyri matvöruverslunar.Forhýsi Costco ekki gert til að fela Bónus Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessari ábendingu Bónus segir að starfsemi á borð við dekkjaverkstæði sé almennt leyfð á verslunar-og þjónustusvæðum samkvæmt aðalskipulagi. Þá séu fordæmi fyrir svipaðri starfsemi á svæðinu, það er í Kauptúni 6. Þá er jafnframt gerð athugasemd við forhýsi sem Costco áformar að reisa. Telur Bónus að „forhýsið sé út fyrir núverandi byggingarreit, umfram það sem hafi komið fram áður og skyggi með öllu á Bónus. Með öllu óásættanlegt sé að reynt sé að fela Bónus með þeim hætti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir; auknu byggingarmagni á þessum stað.“ Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessu kemur fram að forhýsi Costco sé ekki gert til þess að fela Bónus „heldur til þess að laga bygginguna betur að þörfum nýrrar verslunar og afmarka nýjan aðalinngang hennar.“ Þá segir jafnframt að forhýsið fari ekki út fyrir núverandi byggingarreit. Þó geri sú sveigja sem nú sé á húsinu það að verkm að Bónus lendi í meira hvarfi en annars hefði orðið vegna forhýsisins en vilji sé til þess að koma til móts við verslunina til dæmis „með því að heimila skilti á lóðinni.“ Tengdar fréttir Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53 Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00 Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Í ábendingum frá Bónus vegna komu Costco hingað til lands kemur fram nokkur gagnrýni á dekkjaverkstæði sem skipulagstillaga við Kauptún í Garðabæ gerir ráð fyrir að verði á svæðinu, en bandarískja verslunarkeðjan hyggst reka umrætt verkstæði. Costco verður við hlið Bónus samkvæmt skipulagsbreytingum sem gera á við Kauptún, en áætlað er að verslunin opni síðar á þessu ári. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna lóða númer 1, 2 og 3 og nýrri lóð fyrir dælustöð. Minnisblað frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, með ábendingum Bónus var lagt fyrir fund bæjarráðs, en í því segir meðal annars um dekkjaverkstæði Costco: „Talið er með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus. Engan vegin fari saman að reka matvöruverslun og dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónustu í því samneyti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir.“ Þá er það jafnframt rakið að leigusamningur Bónus tiltaki sérstaklega að um „verslunarmiðstöð“ sé að ræða við Kauptún og að dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónusta með þeim óþrifnaði og lykt sem því fylgir eigi hvorki heima í „verslunarmiðstöð“ né við anddyri matvöruverslunar.Forhýsi Costco ekki gert til að fela Bónus Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessari ábendingu Bónus segir að starfsemi á borð við dekkjaverkstæði sé almennt leyfð á verslunar-og þjónustusvæðum samkvæmt aðalskipulagi. Þá séu fordæmi fyrir svipaðri starfsemi á svæðinu, það er í Kauptúni 6. Þá er jafnframt gerð athugasemd við forhýsi sem Costco áformar að reisa. Telur Bónus að „forhýsið sé út fyrir núverandi byggingarreit, umfram það sem hafi komið fram áður og skyggi með öllu á Bónus. Með öllu óásættanlegt sé að reynt sé að fela Bónus með þeim hætti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir; auknu byggingarmagni á þessum stað.“ Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessu kemur fram að forhýsi Costco sé ekki gert til þess að fela Bónus „heldur til þess að laga bygginguna betur að þörfum nýrrar verslunar og afmarka nýjan aðalinngang hennar.“ Þá segir jafnframt að forhýsið fari ekki út fyrir núverandi byggingarreit. Þó geri sú sveigja sem nú sé á húsinu það að verkm að Bónus lendi í meira hvarfi en annars hefði orðið vegna forhýsisins en vilji sé til þess að koma til móts við verslunina til dæmis „með því að heimila skilti á lóðinni.“
Tengdar fréttir Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53 Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00 Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53
Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00
Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44
Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent