Rottur og sökkvandi skip Stjórnarmaðurinn skrifar 6. júlí 2016 09:30 Óhætt er að segja að ekki séu enn öll kurl komin til grafar varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Pundið heldur áfram að hríðfalla og hefur ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal í þrjátíu ár. Sömu sögu er að segja af hlutabréfamörkuðum. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að til staðar sé styrk pólitísk forysta til að leiða þjóðina gegnum óvissuna. Sú er þó aldeilis ekki raunin í Bretlandi. David Cameron forsætisráðherra var aðaltalsmaður aðildarsinna og sagði af sér um leið og úrslitin urðu ljós. George Osbourne fjármálaráðherra, sem hefur leitt breska hagkerfið með prýði gegnum öldudal eftirhrunsáranna, var sömuleiðis aðildarsinni. Þeir félagar sitja því allt að því umboðslausir þar til Íhaldsflokkurinn hefur kosið sér nýjan leiðtoga. Markaðir eru ekki hrifnir af óvissu, og umboðslausir landsfeður eru ekki líklegir til að slá á ástandið. Þá er vikið að „sigurvegurum“ kosninganna; þeim Boris Johnson, Micheal Gove og Nigel Farage. Johnson og Gove tókst með ótrúlegum hætti að eyðileggja pólitíska framtíð hvor annars með kæruleysislegum viðbrögðum (Johnson) og klækjabrögðum sem keyrðu úr hófi (Gove). Farage, formaður hins rasíska breska þjóðernisflokks, var svo síðastur til að flýja hið sökkvandi skip. Staðan er því sú að þeir sem með hálfsannleik og prettum komu Bretum í þá stöðu að vera á leið út úr Evrópusambandinu hafa allir stokkið frá borði. Það kemur því í hlut annarra að reisa skútuna við. Sennilegast er að Theresa May innanríkisráðherra verði fyrir valinu. Churchill sagði að lýðræðið væri versta stjórnkerfi sem fundið hefði verið upp, fyrir utan öll hin. Hann sagði jafnframt að stærstu mótrökin gegn lýðræði væru fimm mínútna spjall við hinn almenna kjósanda. Freistandi er að segja að Brexit undirstriki hversu stórt sannleikskorn var í ummælum Churchills. Bretar létu lýðskrumara plata sig og sitja nú eftir leiðtogalausir. Því miður er enginn Churchill í sjónmáli. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Óhætt er að segja að ekki séu enn öll kurl komin til grafar varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Pundið heldur áfram að hríðfalla og hefur ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal í þrjátíu ár. Sömu sögu er að segja af hlutabréfamörkuðum. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að til staðar sé styrk pólitísk forysta til að leiða þjóðina gegnum óvissuna. Sú er þó aldeilis ekki raunin í Bretlandi. David Cameron forsætisráðherra var aðaltalsmaður aðildarsinna og sagði af sér um leið og úrslitin urðu ljós. George Osbourne fjármálaráðherra, sem hefur leitt breska hagkerfið með prýði gegnum öldudal eftirhrunsáranna, var sömuleiðis aðildarsinni. Þeir félagar sitja því allt að því umboðslausir þar til Íhaldsflokkurinn hefur kosið sér nýjan leiðtoga. Markaðir eru ekki hrifnir af óvissu, og umboðslausir landsfeður eru ekki líklegir til að slá á ástandið. Þá er vikið að „sigurvegurum“ kosninganna; þeim Boris Johnson, Micheal Gove og Nigel Farage. Johnson og Gove tókst með ótrúlegum hætti að eyðileggja pólitíska framtíð hvor annars með kæruleysislegum viðbrögðum (Johnson) og klækjabrögðum sem keyrðu úr hófi (Gove). Farage, formaður hins rasíska breska þjóðernisflokks, var svo síðastur til að flýja hið sökkvandi skip. Staðan er því sú að þeir sem með hálfsannleik og prettum komu Bretum í þá stöðu að vera á leið út úr Evrópusambandinu hafa allir stokkið frá borði. Það kemur því í hlut annarra að reisa skútuna við. Sennilegast er að Theresa May innanríkisráðherra verði fyrir valinu. Churchill sagði að lýðræðið væri versta stjórnkerfi sem fundið hefði verið upp, fyrir utan öll hin. Hann sagði jafnframt að stærstu mótrökin gegn lýðræði væru fimm mínútna spjall við hinn almenna kjósanda. Freistandi er að segja að Brexit undirstriki hversu stórt sannleikskorn var í ummælum Churchills. Bretar létu lýðskrumara plata sig og sitja nú eftir leiðtogalausir. Því miður er enginn Churchill í sjónmáli.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira