Sjúkraflug Forstjórar og framkvæmdastjórar heilbrigðisstofnana skrifar 21. janúar 2016 07:00 Saga sjúkraflugs á Íslandi er löng og viðburðarík. Í mars árið 2002 var þó brotið blað því þá hófst formleg vakt flugrekstraraðila, sjúkraflutningsmanna og lækna, sem síðan þá hefur að langmestu leyti sinnt sjúkraflugi með fastvængja vélum. Um tíma voru sérstakar flugvélar til staðar á Ísafirði og í Vestmannaeyjum en undanfarin ár hefur þetta, eftir útboð, eingöngu verið í höndum Mýflugs sem flugrekstraraðila. Sjúkraflutningsmenn hjá Slökkviliði Akureyrar hafa staðið vaktina ásamt læknum á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og Heilsugæslunni á Akureyri (nú Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN).Af hverju Akureyri? Þessi spurning er góðra gjalda verð og var mikið um þetta rætt þegar núverandi fyrirkomulag hófst og reyndar oft komið upp í umræðum síðan. Meginástæðan er einfaldlega sú að frá flugvellinum á Akureyri er um 45 mínútna flug til allra þeirra staða á landinu sem kunna að þurfa á sjúkraflugi að halda. Það má segja að Akureyrarflugvöllur sé nokkurs konar flugmiðja Íslands. Þá var einnig allmikil reynsla af sjúkraflugi innanlands og utan þegar til staðar á Akureyri þar sem læknar og sjúkraflutningsmenn fóru í útköll þó ekki væri skipulögð vakt.Af hverju flugvél? Þessi spurning kemur upp reglulega þegar fjallað er um sjúkraflug á Íslandi. Sumir telja að með því að fá fleiri þyrlur muni verða hægt að sinna öllu sjúkraflugi með þeim. Svo er alls ekki. Í raun og veru er núverandi þyrlukostur fyrst og fremst leitar- og björgunartæki og frábær sem slík. Takmarkanir á hraða, flughæð og skortur á jafnþrýstibúnaði gera hins vegar þyrlur að síðri valkosti þegar kemur að sjúkraflutningum. Þannig sinna þyrlur í dag einungis um fimmtungi sjúkraflutninga í lofti og þá aðallega með sjúklinga sem sóttir eru út á sjó eða í óbyggðir, að ótöldum slysum í þéttbýli þegar um styttri vegalengdir er að ræða.Fyrir hverja er sjúkraflugið? Til að skýra betur umfang sjúkraflugsins má nefna að á árinu 2015 var farið í 596 flug með 642 sjúklinga. Til samanburðar má geta þess að 2003, þegar fyrsta heila árið var starfrækt með núverandi fyrirkomulagi, var farið 271 flug með 285 sjúklinga. Sjúkraflugin eru flokkuð eftir bráðleika í 4 flokka, þ.e. F1–F4, og eru flokkar F1 og F2 að öllu jöfnu taldir vera þar sem tíminn skiptir öllu máli fyrir sjúkling, þ.e. að hann komist í rétt meðferðarúrræði án tafar því að annars geti hlotist af alvarlegur skaði eða andlát. Tölfræðilega séð er stærsti hluti sjúkraflugsins frá landsbyggðinni og til Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH). Eitthvað er um sjúkraflutninga aftur heim í hérað. Nánast öll sjúkraflug sem flokkast undir bráðatilfelli eru til LSH þó að nokkur séu til SAk. Þannig má segja að íbúar Norður- og Austurlands hafi mest gagn af sjúkrafluginu hvað varðar öryggi og að þróun undafarinna ára sýnir að sjúkraflugið er orðinn afar mikilvægur hluti heilbrigðisþjónustu þessara landshluta. Nýleg grein Þóris Sigmundssonar og samstarfsmanna í Læknablaðinu (1) sýnir svart á hvítu að fjarlægðin frá LSH hefur áhrif á þá þjónustu og meðferð sem íbúar Norður- og Austurlands fá. Vel skipulögð starfsemi sjúkraflugs er besti valkosturinn til þess að draga úr áhrifum þessarar fjarlægðar. Það er ekki fyrirsjáanlegt að mjög sérhæfð þjónusta, s.s. hjartaþræðingar og heila- og taugaskurðlækningar, muni standa til boða utan LSH.Lokaorð Af framansögðu er ljóst að sjúkraflug er mikilvægur öryggisþáttur í heilbrigðisþjónustu landsbyggðar og þá sérstaklega íbúa á Norður- og Austurlandi. Í mörgum tilfellum getur sá tími sem fer í að flytja sjúklinga í viðeigandi meðferðarúrræði skipt sköpum. Íbúar á landsbyggðinni búa nú þegar við aðstæður sem eru í sumum tilfellum síðri en íbúa höfuðborgarsvæðisins hvað þetta varðar. Stjórnvaldsákvarðanir sem enn auka á þetta misræmi eru ekki ásættanlegar. Undirritaðir í framkvæmdastjórnum heilbrigðisstofnananna á Norðurlandi hafa hagsmuna að gæta í þessu máli – hagsmuna skjólstæðinga okkar. Við skorum því á stjórnvöld að viðhalda núverandi notagildi Reykjavíkurflugvallar fyrir sjúkraflug þar til annar sambærilegur valkostur stendur til boða.Heimild:Læknablaðið 1 tbl. 102 árg. 2016. 11-17„Flutningstími og gæði meðferðar hjá sjúklingum með ST-hækkunar-hjartadrep á landsbyggðinni – fáir ná í kransæðavíkkun innan 120 mínútna.“ Höfundar: Þórir S. Sigmundsson læknir, Daníel Arnarson læknanemi, Arnar Rafnsson læknir, Viðar Magnússon læknir, Gunnar Þór Gunnarsson læknir og Gestur Þorgeirsson læknir.Bjarni S. Jónasson, forstjóri SAk Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSN Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar SAk Sigurður E Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga SAk Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga HSN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Saga sjúkraflugs á Íslandi er löng og viðburðarík. Í mars árið 2002 var þó brotið blað því þá hófst formleg vakt flugrekstraraðila, sjúkraflutningsmanna og lækna, sem síðan þá hefur að langmestu leyti sinnt sjúkraflugi með fastvængja vélum. Um tíma voru sérstakar flugvélar til staðar á Ísafirði og í Vestmannaeyjum en undanfarin ár hefur þetta, eftir útboð, eingöngu verið í höndum Mýflugs sem flugrekstraraðila. Sjúkraflutningsmenn hjá Slökkviliði Akureyrar hafa staðið vaktina ásamt læknum á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og Heilsugæslunni á Akureyri (nú Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN).Af hverju Akureyri? Þessi spurning er góðra gjalda verð og var mikið um þetta rætt þegar núverandi fyrirkomulag hófst og reyndar oft komið upp í umræðum síðan. Meginástæðan er einfaldlega sú að frá flugvellinum á Akureyri er um 45 mínútna flug til allra þeirra staða á landinu sem kunna að þurfa á sjúkraflugi að halda. Það má segja að Akureyrarflugvöllur sé nokkurs konar flugmiðja Íslands. Þá var einnig allmikil reynsla af sjúkraflugi innanlands og utan þegar til staðar á Akureyri þar sem læknar og sjúkraflutningsmenn fóru í útköll þó ekki væri skipulögð vakt.Af hverju flugvél? Þessi spurning kemur upp reglulega þegar fjallað er um sjúkraflug á Íslandi. Sumir telja að með því að fá fleiri þyrlur muni verða hægt að sinna öllu sjúkraflugi með þeim. Svo er alls ekki. Í raun og veru er núverandi þyrlukostur fyrst og fremst leitar- og björgunartæki og frábær sem slík. Takmarkanir á hraða, flughæð og skortur á jafnþrýstibúnaði gera hins vegar þyrlur að síðri valkosti þegar kemur að sjúkraflutningum. Þannig sinna þyrlur í dag einungis um fimmtungi sjúkraflutninga í lofti og þá aðallega með sjúklinga sem sóttir eru út á sjó eða í óbyggðir, að ótöldum slysum í þéttbýli þegar um styttri vegalengdir er að ræða.Fyrir hverja er sjúkraflugið? Til að skýra betur umfang sjúkraflugsins má nefna að á árinu 2015 var farið í 596 flug með 642 sjúklinga. Til samanburðar má geta þess að 2003, þegar fyrsta heila árið var starfrækt með núverandi fyrirkomulagi, var farið 271 flug með 285 sjúklinga. Sjúkraflugin eru flokkuð eftir bráðleika í 4 flokka, þ.e. F1–F4, og eru flokkar F1 og F2 að öllu jöfnu taldir vera þar sem tíminn skiptir öllu máli fyrir sjúkling, þ.e. að hann komist í rétt meðferðarúrræði án tafar því að annars geti hlotist af alvarlegur skaði eða andlát. Tölfræðilega séð er stærsti hluti sjúkraflugsins frá landsbyggðinni og til Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH). Eitthvað er um sjúkraflutninga aftur heim í hérað. Nánast öll sjúkraflug sem flokkast undir bráðatilfelli eru til LSH þó að nokkur séu til SAk. Þannig má segja að íbúar Norður- og Austurlands hafi mest gagn af sjúkrafluginu hvað varðar öryggi og að þróun undafarinna ára sýnir að sjúkraflugið er orðinn afar mikilvægur hluti heilbrigðisþjónustu þessara landshluta. Nýleg grein Þóris Sigmundssonar og samstarfsmanna í Læknablaðinu (1) sýnir svart á hvítu að fjarlægðin frá LSH hefur áhrif á þá þjónustu og meðferð sem íbúar Norður- og Austurlands fá. Vel skipulögð starfsemi sjúkraflugs er besti valkosturinn til þess að draga úr áhrifum þessarar fjarlægðar. Það er ekki fyrirsjáanlegt að mjög sérhæfð þjónusta, s.s. hjartaþræðingar og heila- og taugaskurðlækningar, muni standa til boða utan LSH.Lokaorð Af framansögðu er ljóst að sjúkraflug er mikilvægur öryggisþáttur í heilbrigðisþjónustu landsbyggðar og þá sérstaklega íbúa á Norður- og Austurlandi. Í mörgum tilfellum getur sá tími sem fer í að flytja sjúklinga í viðeigandi meðferðarúrræði skipt sköpum. Íbúar á landsbyggðinni búa nú þegar við aðstæður sem eru í sumum tilfellum síðri en íbúa höfuðborgarsvæðisins hvað þetta varðar. Stjórnvaldsákvarðanir sem enn auka á þetta misræmi eru ekki ásættanlegar. Undirritaðir í framkvæmdastjórnum heilbrigðisstofnananna á Norðurlandi hafa hagsmuna að gæta í þessu máli – hagsmuna skjólstæðinga okkar. Við skorum því á stjórnvöld að viðhalda núverandi notagildi Reykjavíkurflugvallar fyrir sjúkraflug þar til annar sambærilegur valkostur stendur til boða.Heimild:Læknablaðið 1 tbl. 102 árg. 2016. 11-17„Flutningstími og gæði meðferðar hjá sjúklingum með ST-hækkunar-hjartadrep á landsbyggðinni – fáir ná í kransæðavíkkun innan 120 mínútna.“ Höfundar: Þórir S. Sigmundsson læknir, Daníel Arnarson læknanemi, Arnar Rafnsson læknir, Viðar Magnússon læknir, Gunnar Þór Gunnarsson læknir og Gestur Þorgeirsson læknir.Bjarni S. Jónasson, forstjóri SAk Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSN Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar SAk Sigurður E Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga SAk Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga HSN
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun