Neytendasamtökin með þér úti í búð Teitur Atlason skrifar 20. október 2016 07:00 Um helgina verða kosningar í Neytendasamtökunum. Eftir þær mun kveða við nýjan tón því Jóhannes Gunnarsson hverfur úr eldlínu neytendamálanna og annar tekur við. Ég er í framboði til formanns og í þessari grein langar mig til að fara yfir áherslur mínar nái ég kjöri. Neytendasamtökin eiga að vera félagsskapur sem fer með þér út í búð. Þau eiga að vera með þér að raða í körfuna, standa við hliðina á þér í röðinni og fara með þér yfir merkingar og verðlag. Neytendasamtökin eiga að vera með þér í liði þegar þú ert í þínum daglegu verkum, að kaupa mjólk og brauð, bensín og keyra krakkana í tómstundir. Og þegar verðlag á nauðsynjavörum er allt of hátt eða merkingar á matnum í ruglinu (ekki sagt frá sykurinnihaldi eða eitthvað drullumall selt sem nautakjöt) þá eiga Neytendasamtökin að láta í sér heyra. Tala hátt og skýrt, og taka slaginn fyrir þig. Til þess að þetta sé svona þurfa Neytendasamtökin að halda fókus. Þau þurfa að einbeita sér að daglegum málefnum neytenda, að daglegum útgjöldum fjölskyldunnar. Og þau þurfa að gera eitt í einu en ekki dreifa kröftunum í allar áttir. Vissulega má segja að fjölmörg málefni varði neytendur og öll samfélagsmál séu neytendamál, því öll erum við neytendur. Þannig mætti færa rök fyrir því að umhverfismálin og heilbrigðismálin séu neytendamál, íslenska krónan og framtíð áliðnaðarins og staðsetning nýs spítala séu beint og óbeint neytendamál, og þess vegna eigi Neytendasamtökin að beina sjónum sínum að þeim. Ég er ekki sammála þessu. Vissulega eru hin almennu þjóðfélagsmál mikilvæg fyrir okkur öll. En til þess að Neytendasamtökin geti skipt máli og gegnt mikilvægu hlutverki fyrir okkur, þá þurfa þau að halda fókus. Það er ákveðin verkaskipting í samfélaginu okkar. Neytendasamtökin eru ekki stjórnmálaflokkur og þau eiga ekki að eyða öllum kröftum sínum í málefni sem varða almenna hagstjórn, kjarasamninga eða umhverfisstefnu. Við getum og eigum að hafa skoðun á þessum og öllum öðrum samfélagsmálum, en við verðum líka að passa okkur á því að allir séu að grufla í öllu, eins og afi minn sagði stundum.Trú upphaflegum tilgangi Mín skoðun er sú að Neytendasamtökin eigi að vera trú hinum upphaflega tilgangi sínum, þ.e. að passa upp á verðlag í landinu, berjast fyrir bættum rétti neytenda og stuðla að betri vörumerkingum og ryðja fram rás fyrir samkeppni þar sem fákeppni ríkir. Í gegnum þetta grundvallarstarf getum við haft jákvæð áhrif á líf venjulegs fólks og fjölskyldna í landinu. Það er sannarlega af nógu að taka. Upplýstur neytandi er upplýstur borgari og þessir tveir eru byggingarefni allra almennilegra samfélaga. Við eigum að sjálfsögðu að álykta um dýravernd, hagstjórn, heilbrigðismál, eða staðsetningu nýs spítala, en þetta ættu ekki að vera kjarnamál Neytendasamtakanna. Tæknibylting snjallsímanna opnar fyrir okkur ótrúleg tækifæri. Upplýsingar um vöru er hægt að kalla fram með strikamerkjaskanna sem eru í öllum snjallsímum. Styrkur Neytendasamtakanna mun samt aldrei liggja í appi eða í gagnvirkri vefsíðu. Hann liggur í samstöðu hinna mörgu og einbeittum vilja til að knýja fram hið rétta. Vettvangur Neytendasamtakanna er ekki fyrir framan skjáinn heldur fyrir framan afgreiðsluborðið. Ég tel það eðlilegan þátt í vinnuskyldu formanns Neytendasamtakanna að vera sýnilegur á vettvangi okkar daglegu viðskipta. Hann ætti að kíkja við í Bónus. Rölta um í Krónunni. Hann á að mæta í tryggingafélagið og krefjast útskýringa á undarlegri hækkun milli mánaða. Hann á að skoða, kanna, spyrja, sýna sig, vera til staðar, láta í sér heyra, spjalla við fólk og spyrna við fæti þegar þurfa þykir. Neytendasamtökin þurfa að finna til máttar síns og vera tilbúin að taka slagina þegar þeir koma. Í þeirri viðleitni eigum við að vera reiðubúin að ganga eins langt og þurfa þykir. Gerum eitt í einu. Fókuserum á aðalatriðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Um helgina verða kosningar í Neytendasamtökunum. Eftir þær mun kveða við nýjan tón því Jóhannes Gunnarsson hverfur úr eldlínu neytendamálanna og annar tekur við. Ég er í framboði til formanns og í þessari grein langar mig til að fara yfir áherslur mínar nái ég kjöri. Neytendasamtökin eiga að vera félagsskapur sem fer með þér út í búð. Þau eiga að vera með þér að raða í körfuna, standa við hliðina á þér í röðinni og fara með þér yfir merkingar og verðlag. Neytendasamtökin eiga að vera með þér í liði þegar þú ert í þínum daglegu verkum, að kaupa mjólk og brauð, bensín og keyra krakkana í tómstundir. Og þegar verðlag á nauðsynjavörum er allt of hátt eða merkingar á matnum í ruglinu (ekki sagt frá sykurinnihaldi eða eitthvað drullumall selt sem nautakjöt) þá eiga Neytendasamtökin að láta í sér heyra. Tala hátt og skýrt, og taka slaginn fyrir þig. Til þess að þetta sé svona þurfa Neytendasamtökin að halda fókus. Þau þurfa að einbeita sér að daglegum málefnum neytenda, að daglegum útgjöldum fjölskyldunnar. Og þau þurfa að gera eitt í einu en ekki dreifa kröftunum í allar áttir. Vissulega má segja að fjölmörg málefni varði neytendur og öll samfélagsmál séu neytendamál, því öll erum við neytendur. Þannig mætti færa rök fyrir því að umhverfismálin og heilbrigðismálin séu neytendamál, íslenska krónan og framtíð áliðnaðarins og staðsetning nýs spítala séu beint og óbeint neytendamál, og þess vegna eigi Neytendasamtökin að beina sjónum sínum að þeim. Ég er ekki sammála þessu. Vissulega eru hin almennu þjóðfélagsmál mikilvæg fyrir okkur öll. En til þess að Neytendasamtökin geti skipt máli og gegnt mikilvægu hlutverki fyrir okkur, þá þurfa þau að halda fókus. Það er ákveðin verkaskipting í samfélaginu okkar. Neytendasamtökin eru ekki stjórnmálaflokkur og þau eiga ekki að eyða öllum kröftum sínum í málefni sem varða almenna hagstjórn, kjarasamninga eða umhverfisstefnu. Við getum og eigum að hafa skoðun á þessum og öllum öðrum samfélagsmálum, en við verðum líka að passa okkur á því að allir séu að grufla í öllu, eins og afi minn sagði stundum.Trú upphaflegum tilgangi Mín skoðun er sú að Neytendasamtökin eigi að vera trú hinum upphaflega tilgangi sínum, þ.e. að passa upp á verðlag í landinu, berjast fyrir bættum rétti neytenda og stuðla að betri vörumerkingum og ryðja fram rás fyrir samkeppni þar sem fákeppni ríkir. Í gegnum þetta grundvallarstarf getum við haft jákvæð áhrif á líf venjulegs fólks og fjölskyldna í landinu. Það er sannarlega af nógu að taka. Upplýstur neytandi er upplýstur borgari og þessir tveir eru byggingarefni allra almennilegra samfélaga. Við eigum að sjálfsögðu að álykta um dýravernd, hagstjórn, heilbrigðismál, eða staðsetningu nýs spítala, en þetta ættu ekki að vera kjarnamál Neytendasamtakanna. Tæknibylting snjallsímanna opnar fyrir okkur ótrúleg tækifæri. Upplýsingar um vöru er hægt að kalla fram með strikamerkjaskanna sem eru í öllum snjallsímum. Styrkur Neytendasamtakanna mun samt aldrei liggja í appi eða í gagnvirkri vefsíðu. Hann liggur í samstöðu hinna mörgu og einbeittum vilja til að knýja fram hið rétta. Vettvangur Neytendasamtakanna er ekki fyrir framan skjáinn heldur fyrir framan afgreiðsluborðið. Ég tel það eðlilegan þátt í vinnuskyldu formanns Neytendasamtakanna að vera sýnilegur á vettvangi okkar daglegu viðskipta. Hann ætti að kíkja við í Bónus. Rölta um í Krónunni. Hann á að mæta í tryggingafélagið og krefjast útskýringa á undarlegri hækkun milli mánaða. Hann á að skoða, kanna, spyrja, sýna sig, vera til staðar, láta í sér heyra, spjalla við fólk og spyrna við fæti þegar þurfa þykir. Neytendasamtökin þurfa að finna til máttar síns og vera tilbúin að taka slagina þegar þeir koma. Í þeirri viðleitni eigum við að vera reiðubúin að ganga eins langt og þurfa þykir. Gerum eitt í einu. Fókuserum á aðalatriðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun