Neytendasamtökin með þér úti í búð Teitur Atlason skrifar 20. október 2016 07:00 Um helgina verða kosningar í Neytendasamtökunum. Eftir þær mun kveða við nýjan tón því Jóhannes Gunnarsson hverfur úr eldlínu neytendamálanna og annar tekur við. Ég er í framboði til formanns og í þessari grein langar mig til að fara yfir áherslur mínar nái ég kjöri. Neytendasamtökin eiga að vera félagsskapur sem fer með þér út í búð. Þau eiga að vera með þér að raða í körfuna, standa við hliðina á þér í röðinni og fara með þér yfir merkingar og verðlag. Neytendasamtökin eiga að vera með þér í liði þegar þú ert í þínum daglegu verkum, að kaupa mjólk og brauð, bensín og keyra krakkana í tómstundir. Og þegar verðlag á nauðsynjavörum er allt of hátt eða merkingar á matnum í ruglinu (ekki sagt frá sykurinnihaldi eða eitthvað drullumall selt sem nautakjöt) þá eiga Neytendasamtökin að láta í sér heyra. Tala hátt og skýrt, og taka slaginn fyrir þig. Til þess að þetta sé svona þurfa Neytendasamtökin að halda fókus. Þau þurfa að einbeita sér að daglegum málefnum neytenda, að daglegum útgjöldum fjölskyldunnar. Og þau þurfa að gera eitt í einu en ekki dreifa kröftunum í allar áttir. Vissulega má segja að fjölmörg málefni varði neytendur og öll samfélagsmál séu neytendamál, því öll erum við neytendur. Þannig mætti færa rök fyrir því að umhverfismálin og heilbrigðismálin séu neytendamál, íslenska krónan og framtíð áliðnaðarins og staðsetning nýs spítala séu beint og óbeint neytendamál, og þess vegna eigi Neytendasamtökin að beina sjónum sínum að þeim. Ég er ekki sammála þessu. Vissulega eru hin almennu þjóðfélagsmál mikilvæg fyrir okkur öll. En til þess að Neytendasamtökin geti skipt máli og gegnt mikilvægu hlutverki fyrir okkur, þá þurfa þau að halda fókus. Það er ákveðin verkaskipting í samfélaginu okkar. Neytendasamtökin eru ekki stjórnmálaflokkur og þau eiga ekki að eyða öllum kröftum sínum í málefni sem varða almenna hagstjórn, kjarasamninga eða umhverfisstefnu. Við getum og eigum að hafa skoðun á þessum og öllum öðrum samfélagsmálum, en við verðum líka að passa okkur á því að allir séu að grufla í öllu, eins og afi minn sagði stundum.Trú upphaflegum tilgangi Mín skoðun er sú að Neytendasamtökin eigi að vera trú hinum upphaflega tilgangi sínum, þ.e. að passa upp á verðlag í landinu, berjast fyrir bættum rétti neytenda og stuðla að betri vörumerkingum og ryðja fram rás fyrir samkeppni þar sem fákeppni ríkir. Í gegnum þetta grundvallarstarf getum við haft jákvæð áhrif á líf venjulegs fólks og fjölskyldna í landinu. Það er sannarlega af nógu að taka. Upplýstur neytandi er upplýstur borgari og þessir tveir eru byggingarefni allra almennilegra samfélaga. Við eigum að sjálfsögðu að álykta um dýravernd, hagstjórn, heilbrigðismál, eða staðsetningu nýs spítala, en þetta ættu ekki að vera kjarnamál Neytendasamtakanna. Tæknibylting snjallsímanna opnar fyrir okkur ótrúleg tækifæri. Upplýsingar um vöru er hægt að kalla fram með strikamerkjaskanna sem eru í öllum snjallsímum. Styrkur Neytendasamtakanna mun samt aldrei liggja í appi eða í gagnvirkri vefsíðu. Hann liggur í samstöðu hinna mörgu og einbeittum vilja til að knýja fram hið rétta. Vettvangur Neytendasamtakanna er ekki fyrir framan skjáinn heldur fyrir framan afgreiðsluborðið. Ég tel það eðlilegan þátt í vinnuskyldu formanns Neytendasamtakanna að vera sýnilegur á vettvangi okkar daglegu viðskipta. Hann ætti að kíkja við í Bónus. Rölta um í Krónunni. Hann á að mæta í tryggingafélagið og krefjast útskýringa á undarlegri hækkun milli mánaða. Hann á að skoða, kanna, spyrja, sýna sig, vera til staðar, láta í sér heyra, spjalla við fólk og spyrna við fæti þegar þurfa þykir. Neytendasamtökin þurfa að finna til máttar síns og vera tilbúin að taka slagina þegar þeir koma. Í þeirri viðleitni eigum við að vera reiðubúin að ganga eins langt og þurfa þykir. Gerum eitt í einu. Fókuserum á aðalatriðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Um helgina verða kosningar í Neytendasamtökunum. Eftir þær mun kveða við nýjan tón því Jóhannes Gunnarsson hverfur úr eldlínu neytendamálanna og annar tekur við. Ég er í framboði til formanns og í þessari grein langar mig til að fara yfir áherslur mínar nái ég kjöri. Neytendasamtökin eiga að vera félagsskapur sem fer með þér út í búð. Þau eiga að vera með þér að raða í körfuna, standa við hliðina á þér í röðinni og fara með þér yfir merkingar og verðlag. Neytendasamtökin eiga að vera með þér í liði þegar þú ert í þínum daglegu verkum, að kaupa mjólk og brauð, bensín og keyra krakkana í tómstundir. Og þegar verðlag á nauðsynjavörum er allt of hátt eða merkingar á matnum í ruglinu (ekki sagt frá sykurinnihaldi eða eitthvað drullumall selt sem nautakjöt) þá eiga Neytendasamtökin að láta í sér heyra. Tala hátt og skýrt, og taka slaginn fyrir þig. Til þess að þetta sé svona þurfa Neytendasamtökin að halda fókus. Þau þurfa að einbeita sér að daglegum málefnum neytenda, að daglegum útgjöldum fjölskyldunnar. Og þau þurfa að gera eitt í einu en ekki dreifa kröftunum í allar áttir. Vissulega má segja að fjölmörg málefni varði neytendur og öll samfélagsmál séu neytendamál, því öll erum við neytendur. Þannig mætti færa rök fyrir því að umhverfismálin og heilbrigðismálin séu neytendamál, íslenska krónan og framtíð áliðnaðarins og staðsetning nýs spítala séu beint og óbeint neytendamál, og þess vegna eigi Neytendasamtökin að beina sjónum sínum að þeim. Ég er ekki sammála þessu. Vissulega eru hin almennu þjóðfélagsmál mikilvæg fyrir okkur öll. En til þess að Neytendasamtökin geti skipt máli og gegnt mikilvægu hlutverki fyrir okkur, þá þurfa þau að halda fókus. Það er ákveðin verkaskipting í samfélaginu okkar. Neytendasamtökin eru ekki stjórnmálaflokkur og þau eiga ekki að eyða öllum kröftum sínum í málefni sem varða almenna hagstjórn, kjarasamninga eða umhverfisstefnu. Við getum og eigum að hafa skoðun á þessum og öllum öðrum samfélagsmálum, en við verðum líka að passa okkur á því að allir séu að grufla í öllu, eins og afi minn sagði stundum.Trú upphaflegum tilgangi Mín skoðun er sú að Neytendasamtökin eigi að vera trú hinum upphaflega tilgangi sínum, þ.e. að passa upp á verðlag í landinu, berjast fyrir bættum rétti neytenda og stuðla að betri vörumerkingum og ryðja fram rás fyrir samkeppni þar sem fákeppni ríkir. Í gegnum þetta grundvallarstarf getum við haft jákvæð áhrif á líf venjulegs fólks og fjölskyldna í landinu. Það er sannarlega af nógu að taka. Upplýstur neytandi er upplýstur borgari og þessir tveir eru byggingarefni allra almennilegra samfélaga. Við eigum að sjálfsögðu að álykta um dýravernd, hagstjórn, heilbrigðismál, eða staðsetningu nýs spítala, en þetta ættu ekki að vera kjarnamál Neytendasamtakanna. Tæknibylting snjallsímanna opnar fyrir okkur ótrúleg tækifæri. Upplýsingar um vöru er hægt að kalla fram með strikamerkjaskanna sem eru í öllum snjallsímum. Styrkur Neytendasamtakanna mun samt aldrei liggja í appi eða í gagnvirkri vefsíðu. Hann liggur í samstöðu hinna mörgu og einbeittum vilja til að knýja fram hið rétta. Vettvangur Neytendasamtakanna er ekki fyrir framan skjáinn heldur fyrir framan afgreiðsluborðið. Ég tel það eðlilegan þátt í vinnuskyldu formanns Neytendasamtakanna að vera sýnilegur á vettvangi okkar daglegu viðskipta. Hann ætti að kíkja við í Bónus. Rölta um í Krónunni. Hann á að mæta í tryggingafélagið og krefjast útskýringa á undarlegri hækkun milli mánaða. Hann á að skoða, kanna, spyrja, sýna sig, vera til staðar, láta í sér heyra, spjalla við fólk og spyrna við fæti þegar þurfa þykir. Neytendasamtökin þurfa að finna til máttar síns og vera tilbúin að taka slagina þegar þeir koma. Í þeirri viðleitni eigum við að vera reiðubúin að ganga eins langt og þurfa þykir. Gerum eitt í einu. Fókuserum á aðalatriðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar