Íslendingar eru Evrópumeistarar í yfirvinnu ingvar haraldsson skrifar 11. maí 2015 14:27 Iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnustundir í mánuði en kollegar þeirra í Evrópu. vísir/vilhelm Íslendingar vinna langmesta yfirvinnu allra Evrópuþjóð samkvæmt könnun Eurostat. Að meðaltal vinna Íslendingar 14 klukkutíma í mánuði í yfirvinnu en næsta þjóð á eftir er Malta, með 10 yfirvinnustundir í mánuði. Ósérhæfðir starfsmenn, og sérstaklega iðnaðarmenn, vinna enn fleiri yfirvinnutíma. Íslenskir iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnutíma á mánuði en kollegar þeirra innan Evrópusambandsins samkvæmt því sem fram kemur í Markaðspunktum Arion banka. Þar er bent á að hér á landi hafi framleiðni lengi verið lægri en í hjá öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar bæti sér það upp með löngum vinnutíma og mikilli atvinnuþátttöku.Styttri vinnudagur, minna stress Rannsóknir hafa bent til þess að framleiðni geti minnkað um 10% til 15% sé unnar 10 til 20 stundir umfram 40 stunda vinnuviku. Þá hefur stytting vinnutíma verið sögð fækka fjarvistum, auka tryggð starfsmanna, draga úr stressi og þreytu, auk þess að bæta nýtingu vinnutíma. Einnig geti styttri yfirvinnutími þýtt að fyrirtæki geti frekar laðað að sér öfluga starfsmenn og dregið úr eftirliti með starfsmönnum þar sem vinnutíminn er styttri. Arion banki bendir einnig á að sé of mikill munur á dagvinnu- og yfirvinnutaxta geti skapast hvatar fyrir starfsfólk til að sækja frekar í yfirvinnu í þeim tilgangi að hækka heildartekjur sínar. Á Íslandi er algengt að yfirvinnuálag sé 60-70% ofan á dagvinnulaun.Íslendingar vinna meiri yfirvinnu en aðrar Evrópuþjóðir.mynd/arion bankiVerkföll gætu dregið úr hagvexti Í greiningu bankans er bent á að dragist verkföll á langinn gæti það orðið gífurlega skaðlegt fyrir efnahagslífið og dregið verulega úr hagvexti á þessu ári. „Það er því okkar von að aðilar vinnumarkaðarins horfi með opnum huga til lausna og íhugi vandlega hvort að breytingar á fyrirkomulagi yfirvinnu séu öllum til hagsbóta og þannig þáttur í að ná sátt á vinnumarkaði,“ segir í greiningunni. Þá er einnig bent á að annað en endurskoðun á yfirvinnu sem gæti aukið framleiðni. T.d. bendi rannsóknir til þess að menntun, fjárfesting í upplýsingatækni, sterkt fjármálakerfi og erlend fjárfesting geti aukið framleiðni vinnuafls. Einnig megi velta fyrir sér hlutfallslega lág framlög til rannsóknar- og þróunarmála (1,9% af landsframleiðslu árið 2013), sem er undir meðaltali OECD (2,4% af landsframleiðslu 2013), standi framleiðni vexti fyrir þrifum. Tengdar fréttir Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Íslendingar vinna langmesta yfirvinnu allra Evrópuþjóð samkvæmt könnun Eurostat. Að meðaltal vinna Íslendingar 14 klukkutíma í mánuði í yfirvinnu en næsta þjóð á eftir er Malta, með 10 yfirvinnustundir í mánuði. Ósérhæfðir starfsmenn, og sérstaklega iðnaðarmenn, vinna enn fleiri yfirvinnutíma. Íslenskir iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnutíma á mánuði en kollegar þeirra innan Evrópusambandsins samkvæmt því sem fram kemur í Markaðspunktum Arion banka. Þar er bent á að hér á landi hafi framleiðni lengi verið lægri en í hjá öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar bæti sér það upp með löngum vinnutíma og mikilli atvinnuþátttöku.Styttri vinnudagur, minna stress Rannsóknir hafa bent til þess að framleiðni geti minnkað um 10% til 15% sé unnar 10 til 20 stundir umfram 40 stunda vinnuviku. Þá hefur stytting vinnutíma verið sögð fækka fjarvistum, auka tryggð starfsmanna, draga úr stressi og þreytu, auk þess að bæta nýtingu vinnutíma. Einnig geti styttri yfirvinnutími þýtt að fyrirtæki geti frekar laðað að sér öfluga starfsmenn og dregið úr eftirliti með starfsmönnum þar sem vinnutíminn er styttri. Arion banki bendir einnig á að sé of mikill munur á dagvinnu- og yfirvinnutaxta geti skapast hvatar fyrir starfsfólk til að sækja frekar í yfirvinnu í þeim tilgangi að hækka heildartekjur sínar. Á Íslandi er algengt að yfirvinnuálag sé 60-70% ofan á dagvinnulaun.Íslendingar vinna meiri yfirvinnu en aðrar Evrópuþjóðir.mynd/arion bankiVerkföll gætu dregið úr hagvexti Í greiningu bankans er bent á að dragist verkföll á langinn gæti það orðið gífurlega skaðlegt fyrir efnahagslífið og dregið verulega úr hagvexti á þessu ári. „Það er því okkar von að aðilar vinnumarkaðarins horfi með opnum huga til lausna og íhugi vandlega hvort að breytingar á fyrirkomulagi yfirvinnu séu öllum til hagsbóta og þannig þáttur í að ná sátt á vinnumarkaði,“ segir í greiningunni. Þá er einnig bent á að annað en endurskoðun á yfirvinnu sem gæti aukið framleiðni. T.d. bendi rannsóknir til þess að menntun, fjárfesting í upplýsingatækni, sterkt fjármálakerfi og erlend fjárfesting geti aukið framleiðni vinnuafls. Einnig megi velta fyrir sér hlutfallslega lág framlög til rannsóknar- og þróunarmála (1,9% af landsframleiðslu árið 2013), sem er undir meðaltali OECD (2,4% af landsframleiðslu 2013), standi framleiðni vexti fyrir þrifum.
Tengdar fréttir Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54