Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 17:45 Saksóknarateymið sem sækir málið gegn Kaupþingsmönnum fyrir hönd embættis sérstaks saksóknara. Fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Noregi, Jan Petter Sissener, kvaðst fyrir dómi í dag hafa hætt störfum hjá bankanum í febrúar 2008 vegna óánægju með ársreikning bankans fyrir árið 2007. Sissener bar vitni í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Sissener sagðist hafa spurt stjórnendur bankans út í ýmislegt í kjölfar ársreikningsins en fengið ófullnægjandi svör við spurningum sínum. „Ég er ekki í vafa um það að bankinn leit á þetta sem brot á trygglyndi og það má segja að það hafi verið rétt. Ef maður treystir ekki ársreikningum fyrirtækisins þá er það skortur á trygglyndi,” sagði Sissener.Mikil kaup eigin viðskipta „óásættanleg” Saksóknari spurði Sissener svo út í viðskipti bankans með eigin hlutabréf og sagðist hann hafa óskað eftir áliti breskrar lögfræðistofu á vegna mikilla kaupa bankans í sjálfum sér. „Niðurstaða þeirra var sú að þetta væri með öllu óásættanlegt í alþjóðlegu tilliti og að ég ætti að ræða þetta við Helga Sigurðsson [yfirlögfræðing Kauþings] og Hreiðar Má. Ég lagði til að þessi kaup yrðu stöðvuð og eftir heitar umræður í viku stöðvuðu þeir þessa markaðsvakt. Svo skilst mér að þeta hafi farið í gang hjá Glitni og nú hef ég síðan haft fregnir af því að þetta fór aftur í gang hjá Kaupþingi.” Undir lok skýrslutökunnar kom fram að Sissener hefur staðið í málaferlum við Kaupþing vegna starfsloka hans.Skynjaði óánægju vegna mikilla kaupa eigin viðskipta í bankanum Birna Jenna Jónsdóttir, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings, bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Hlutverk hennar innan deildarinnar var að vera með viðskiptavakt í skuldabréfum og kvaðst hún ekki hafa þekkt stefnu bankans varðandi kaup og sölu í sjálfum sér. Saksóknari spurði hana þá hvort hún vissi eitthvað um afskipti yfirmanna af viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Birna sagði að Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta og einn af ákærðu í málinu, hefði fengið símtöl en hún vissi ekki frá hverjum né hversu oft. Aðspurð hvort hún hafi skynjað að starfsmenn eigin viðskipta hafi verið óánægðir með mikil kaup í Kaupþingi sagði Birna: „Já, ég skynjaði það undir lokin að það var óánægja með hvað það var keypt mikið. [...] Ég sá það á Birni, ég þekki hann vel.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Noregi, Jan Petter Sissener, kvaðst fyrir dómi í dag hafa hætt störfum hjá bankanum í febrúar 2008 vegna óánægju með ársreikning bankans fyrir árið 2007. Sissener bar vitni í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Sissener sagðist hafa spurt stjórnendur bankans út í ýmislegt í kjölfar ársreikningsins en fengið ófullnægjandi svör við spurningum sínum. „Ég er ekki í vafa um það að bankinn leit á þetta sem brot á trygglyndi og það má segja að það hafi verið rétt. Ef maður treystir ekki ársreikningum fyrirtækisins þá er það skortur á trygglyndi,” sagði Sissener.Mikil kaup eigin viðskipta „óásættanleg” Saksóknari spurði Sissener svo út í viðskipti bankans með eigin hlutabréf og sagðist hann hafa óskað eftir áliti breskrar lögfræðistofu á vegna mikilla kaupa bankans í sjálfum sér. „Niðurstaða þeirra var sú að þetta væri með öllu óásættanlegt í alþjóðlegu tilliti og að ég ætti að ræða þetta við Helga Sigurðsson [yfirlögfræðing Kauþings] og Hreiðar Má. Ég lagði til að þessi kaup yrðu stöðvuð og eftir heitar umræður í viku stöðvuðu þeir þessa markaðsvakt. Svo skilst mér að þeta hafi farið í gang hjá Glitni og nú hef ég síðan haft fregnir af því að þetta fór aftur í gang hjá Kaupþingi.” Undir lok skýrslutökunnar kom fram að Sissener hefur staðið í málaferlum við Kaupþing vegna starfsloka hans.Skynjaði óánægju vegna mikilla kaupa eigin viðskipta í bankanum Birna Jenna Jónsdóttir, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings, bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Hlutverk hennar innan deildarinnar var að vera með viðskiptavakt í skuldabréfum og kvaðst hún ekki hafa þekkt stefnu bankans varðandi kaup og sölu í sjálfum sér. Saksóknari spurði hana þá hvort hún vissi eitthvað um afskipti yfirmanna af viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Birna sagði að Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta og einn af ákærðu í málinu, hefði fengið símtöl en hún vissi ekki frá hverjum né hversu oft. Aðspurð hvort hún hafi skynjað að starfsmenn eigin viðskipta hafi verið óánægðir með mikil kaup í Kaupþingi sagði Birna: „Já, ég skynjaði það undir lokin að það var óánægja með hvað það var keypt mikið. [...] Ég sá það á Birni, ég þekki hann vel.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59