Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr heimildarmyndinni Íslenska krónan Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. mars 2015 14:46 Stillur úr myndinni. Heimildarmyndin Íslenska krónan verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi sunnudag. Í myndinni er farið um víðan völl og rætt við fjölda málsmetandi manna um íslensku krónuna. Íslenska krónan er seld á sama markaði og Bandaríkjadalur, evran og jenið. Þessir gjaldmiðlar þjóna hver og einn hundruðum milljóna meðan Íslendingar eru álíka margir og búa í Bakersfield í Bandaríkjunum, Akita í Japan og Bielefeld í Þýskalandi. Í Íslensku krónunni er saga einnar minnstu myntar í heimi sögð á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Áhorfendur eru kynntir fyrir nokkrum lykilhugtökum í hagfræðinni og vendipunktum í peningasögunni áður en viðmælendur ræða kosti og galla þess að halda úti eigin gjaldmiðli, gæði íslenskrar hagstjórnar, möguleikann á upptöku evru eða annarra gjaldmiðla, gjaldeyri á netöld og tengsl þjóðarsálarinnar við gjaldmiðilinn, svo fátt eitt sé nefnt. Í einu orði má segja að myndin fáist við svofellda „gallabuxnahagfræði“, þ.e. hagfræði sem er miðlað á einfaldan hátt og á jafningjagrundvelli. Meðal viðmælenda eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur auk fjölda annarra sérfræðinga og leikmanna sem eiga það öll sameiginlegt að nota krónuna á hverjum degi til að borga fyrir nauðsynjar. Vinnsla myndarinnar hófst fyrir sjö árum, vorið 2008, og hefur því staðið yfir á róstursömum tímum í hagsögu landsins: gegnum bankahrun, búsáhaldabyltingu og gjaldeyrishöft. Þessar sviptingar eru þó ekki í forgrunni þótt auðvitað verði saga krónunnar ekki sögð án þess að minnast á þær. Leikstjóri myndarinnar er Garðar Stefánsson og hann skrifaði einnig handritið ásamt framleiðandanum Atla Bollasyni. Myndataka var í höndum Árna Filippussonar, Bjarna Felix Bjarnasonar og Aðalsteins Stefánssonar. Eva Lind Höskuldsdóttir klippti og Árni Guðjónsson sá um tónlist. Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Heimildarmyndin Íslenska krónan verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi sunnudag. Í myndinni er farið um víðan völl og rætt við fjölda málsmetandi manna um íslensku krónuna. Íslenska krónan er seld á sama markaði og Bandaríkjadalur, evran og jenið. Þessir gjaldmiðlar þjóna hver og einn hundruðum milljóna meðan Íslendingar eru álíka margir og búa í Bakersfield í Bandaríkjunum, Akita í Japan og Bielefeld í Þýskalandi. Í Íslensku krónunni er saga einnar minnstu myntar í heimi sögð á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Áhorfendur eru kynntir fyrir nokkrum lykilhugtökum í hagfræðinni og vendipunktum í peningasögunni áður en viðmælendur ræða kosti og galla þess að halda úti eigin gjaldmiðli, gæði íslenskrar hagstjórnar, möguleikann á upptöku evru eða annarra gjaldmiðla, gjaldeyri á netöld og tengsl þjóðarsálarinnar við gjaldmiðilinn, svo fátt eitt sé nefnt. Í einu orði má segja að myndin fáist við svofellda „gallabuxnahagfræði“, þ.e. hagfræði sem er miðlað á einfaldan hátt og á jafningjagrundvelli. Meðal viðmælenda eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur auk fjölda annarra sérfræðinga og leikmanna sem eiga það öll sameiginlegt að nota krónuna á hverjum degi til að borga fyrir nauðsynjar. Vinnsla myndarinnar hófst fyrir sjö árum, vorið 2008, og hefur því staðið yfir á róstursömum tímum í hagsögu landsins: gegnum bankahrun, búsáhaldabyltingu og gjaldeyrishöft. Þessar sviptingar eru þó ekki í forgrunni þótt auðvitað verði saga krónunnar ekki sögð án þess að minnast á þær. Leikstjóri myndarinnar er Garðar Stefánsson og hann skrifaði einnig handritið ásamt framleiðandanum Atla Bollasyni. Myndataka var í höndum Árna Filippussonar, Bjarna Felix Bjarnasonar og Aðalsteins Stefánssonar. Eva Lind Höskuldsdóttir klippti og Árni Guðjónsson sá um tónlist.
Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira