Grundvallarspurningar um RÚV Stjórnarmaðurinn skrifar 11. mars 2015 10:15 Morgunblaðið fjallaði í vikubyrjun um málefni Ríkisútvarpsins og kvað leiðarahöfundur nokkuð fast að orði. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort ekki kæmi til greina að ríkið semdi við Bylgjuna um að gegna því öryggishlutverki sem hingað til hefur hvílt á herðum RÚV. Benti hann á þá staðreynd að Bylgjan hefur meiri hlustun en útvarpsrásir RÚV. Ritstjóri Morgunblaðsins veltir þarna upp grundvallarspurningu um RÚV. Það er ágætis tilbreyting, en umræðan hefur oftar en ekki litast af pólitík, sem verður til þess að tími vinnst ekki til að ræða grundvallaratriði um stöðu ríkisútvarps í nútímasamfélagi. Hvað öryggishlutverkið varðar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins, að aðrar lausnir séu raunhæfar. Þannig mætti hugsa sér eins og hann gerir að ríkið semdi við einkareknu miðlana um að gegna þessu hlutverki, en einnig mætti skoða hvort ekki er hægt að leggja skyldur í þessum efnum á fjölmiðla við veitingu t.d. útvarpsleyfa. Síðast en ekki síst má spyrja hvort lögboða sé nokkuð þörf í þessum efnum, enda er ekki hægt að segja að einkareknu miðlarnir láti sitt eftir liggja þegar kemur að umfjöllun um náttúruhamfarir eða álíka viðburði. Undanfarin ár hefur umræða um RÚV oftar en ekki snúist um bága fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Á sama tíma hefur verið ákall eftir auknu vægi innlendrar dagskrárgerðar hjá stofnuninni, á kostnað erlends skemmtiefnis. Fólk leyfir sér að horfa fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla á innlendu efni frá grunni er margfalt dýrari en innkaup á erlendu efni. Því er ljóst að RÚV getur ekki bæði haldið núverandi formi, þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum miðlum, og um leið aukið stórkostlega vægi innlendrar framleiðslu. Kall eftir aukinni áherslu á innlenda dagskrárgerð er því um leið kall eftir breyttu hlutverki stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er líka á auglýsingamarkaði, og étur þar mikilvægar tekjur fyrir einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum. Það er ekki hlutverk hins opinbera að leggja stein í götu einkaaðila. Stjórnarmaðurinn er ekki andstæðingur ríkisrekinna fjölmiðla. Þvert á móti telur hann þá í aðstöðu til að sinna umfjöllunarefnum sem annars er hætt við að falli milli skips og bryggju, má þar nefna heimildarmyndir um ýmis málefni og fréttatengda umfjöllun, sbr. BBC í Bretlandi. Íslendingar verða hins vegar að gera upp við sig hvernig ríkisútvarp þeir vilja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Morgunblaðið fjallaði í vikubyrjun um málefni Ríkisútvarpsins og kvað leiðarahöfundur nokkuð fast að orði. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort ekki kæmi til greina að ríkið semdi við Bylgjuna um að gegna því öryggishlutverki sem hingað til hefur hvílt á herðum RÚV. Benti hann á þá staðreynd að Bylgjan hefur meiri hlustun en útvarpsrásir RÚV. Ritstjóri Morgunblaðsins veltir þarna upp grundvallarspurningu um RÚV. Það er ágætis tilbreyting, en umræðan hefur oftar en ekki litast af pólitík, sem verður til þess að tími vinnst ekki til að ræða grundvallaratriði um stöðu ríkisútvarps í nútímasamfélagi. Hvað öryggishlutverkið varðar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins, að aðrar lausnir séu raunhæfar. Þannig mætti hugsa sér eins og hann gerir að ríkið semdi við einkareknu miðlana um að gegna þessu hlutverki, en einnig mætti skoða hvort ekki er hægt að leggja skyldur í þessum efnum á fjölmiðla við veitingu t.d. útvarpsleyfa. Síðast en ekki síst má spyrja hvort lögboða sé nokkuð þörf í þessum efnum, enda er ekki hægt að segja að einkareknu miðlarnir láti sitt eftir liggja þegar kemur að umfjöllun um náttúruhamfarir eða álíka viðburði. Undanfarin ár hefur umræða um RÚV oftar en ekki snúist um bága fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Á sama tíma hefur verið ákall eftir auknu vægi innlendrar dagskrárgerðar hjá stofnuninni, á kostnað erlends skemmtiefnis. Fólk leyfir sér að horfa fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla á innlendu efni frá grunni er margfalt dýrari en innkaup á erlendu efni. Því er ljóst að RÚV getur ekki bæði haldið núverandi formi, þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum miðlum, og um leið aukið stórkostlega vægi innlendrar framleiðslu. Kall eftir aukinni áherslu á innlenda dagskrárgerð er því um leið kall eftir breyttu hlutverki stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er líka á auglýsingamarkaði, og étur þar mikilvægar tekjur fyrir einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum. Það er ekki hlutverk hins opinbera að leggja stein í götu einkaaðila. Stjórnarmaðurinn er ekki andstæðingur ríkisrekinna fjölmiðla. Þvert á móti telur hann þá í aðstöðu til að sinna umfjöllunarefnum sem annars er hætt við að falli milli skips og bryggju, má þar nefna heimildarmyndir um ýmis málefni og fréttatengda umfjöllun, sbr. BBC í Bretlandi. Íslendingar verða hins vegar að gera upp við sig hvernig ríkisútvarp þeir vilja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira