Enn mikil samþjöppun á matvörumarkaði Linda Blöndal skrifar 11. mars 2015 19:30 Samþjöppun á matvörumarkaði fer minnkandi en er enn mjög mikil segir í nýrri skýrslu samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda og að enn sé rannsakað hvort mögulega sé verið að brjóta lög í viðskiptaháttum verslana og birgja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hafnaði því því alfarið í dag að verslunin skilaði ekki ábata til neytenda. Hann bendir á að verslanir hafi tekið á sig tap frá árið 2008 eftir hrunið og það tímabil verði að taka með í reikninginn. Samkeppniseftirlitið skoðar tímabilið frá 2011. Hagar enn langstærstir Í skýrslunni kemur fram að markaðshlutdeild Haga sem rekur Bónus og Hagkaup er langmest eða tæp fimmtíu prósent og Bónus þar af með 39 prósent. Næst kemur Kaupáss sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval og Krónan er þar fyrirferðamest. Verslanir 10-11 og Iceland hafa 6 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði, Fjarðarkaup og Víðir taka þá einungis á bilinu eins til þriggja prósenta hlut af markaðnum og aðrir enn minna. Ábendingum ekki tekið Samkeppniseftirlitið segir líka að matvörufyrirtæki hafi látið hjá líða að fylgja leiðbeiningum þess. Nefna má að árið 2012 kom í ljós að birgjar mismunuðu verslunum, seldu til minni verlslana vörur á allt að 16 prósenta hærra verði en til hinna stærri. Málið enn í rannsókn hjá eftirlitinu um hvort verið sé að brjóta samkeppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki breyst nógu mikið og þarna kann að vera falinn stór vandi í þessari samkeppni. Að þarna sé skekkja sem verði til þess að það sé mjög erfitt fyrir minni aðila og nýrri að komast inn á markaðinn.“ Ekki hlustað á tilmæli Páll Gunnar segir að tillögur til úrbóta í nýju skýrslunni, til verslana og stjórnvalda, séu margar þær sömu og settar voru fram í skýrslunni á undan árið 2012. „Við höfum fært fram leiðbeiningar, bæði til aðila á markaði og stjórnvalda um það sem betur mætti fara en því miður hefur ekki alltaf verið hlustað á það,“ sagði Páll Gunnar og vísar meðal annars til þess að tollkvótar og fleira skekki samkeppnismarkað á matvælamarkaði. Engir skriflegir samningar er alvarlegt Einnig kemur fram að algengt sé að viðskiptasamningar birgja og verslana séu ekki skriflegir, eins og kom fram í síðstu skýrslu eftirlitsins frá 2012. Aðspurður hvort það sé ekki alvarlegt að ekki séu gerðir skriflegir samningar á milli birgja og verslana segir Páll Gunnar svo vera. „Sérstaklega í því ljósi að árið 2002 voru settar leiðbeinandi reglur af hálfu samkeppnisyfirvalda og sérstaklega nefnt að það sé ófrávíkjanlegt að gera skriflega samninga. Svo höfum við tekið stöðuna síðan og séð að það er ekki verið að fara að þessum tilmælum og það er auðvitað alvarlegt,“ sagði Páll Gunnar. Samkeppnismál Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Samþjöppun á matvörumarkaði fer minnkandi en er enn mjög mikil segir í nýrri skýrslu samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda og að enn sé rannsakað hvort mögulega sé verið að brjóta lög í viðskiptaháttum verslana og birgja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hafnaði því því alfarið í dag að verslunin skilaði ekki ábata til neytenda. Hann bendir á að verslanir hafi tekið á sig tap frá árið 2008 eftir hrunið og það tímabil verði að taka með í reikninginn. Samkeppniseftirlitið skoðar tímabilið frá 2011. Hagar enn langstærstir Í skýrslunni kemur fram að markaðshlutdeild Haga sem rekur Bónus og Hagkaup er langmest eða tæp fimmtíu prósent og Bónus þar af með 39 prósent. Næst kemur Kaupáss sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval og Krónan er þar fyrirferðamest. Verslanir 10-11 og Iceland hafa 6 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði, Fjarðarkaup og Víðir taka þá einungis á bilinu eins til þriggja prósenta hlut af markaðnum og aðrir enn minna. Ábendingum ekki tekið Samkeppniseftirlitið segir líka að matvörufyrirtæki hafi látið hjá líða að fylgja leiðbeiningum þess. Nefna má að árið 2012 kom í ljós að birgjar mismunuðu verslunum, seldu til minni verlslana vörur á allt að 16 prósenta hærra verði en til hinna stærri. Málið enn í rannsókn hjá eftirlitinu um hvort verið sé að brjóta samkeppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki breyst nógu mikið og þarna kann að vera falinn stór vandi í þessari samkeppni. Að þarna sé skekkja sem verði til þess að það sé mjög erfitt fyrir minni aðila og nýrri að komast inn á markaðinn.“ Ekki hlustað á tilmæli Páll Gunnar segir að tillögur til úrbóta í nýju skýrslunni, til verslana og stjórnvalda, séu margar þær sömu og settar voru fram í skýrslunni á undan árið 2012. „Við höfum fært fram leiðbeiningar, bæði til aðila á markaði og stjórnvalda um það sem betur mætti fara en því miður hefur ekki alltaf verið hlustað á það,“ sagði Páll Gunnar og vísar meðal annars til þess að tollkvótar og fleira skekki samkeppnismarkað á matvælamarkaði. Engir skriflegir samningar er alvarlegt Einnig kemur fram að algengt sé að viðskiptasamningar birgja og verslana séu ekki skriflegir, eins og kom fram í síðstu skýrslu eftirlitsins frá 2012. Aðspurður hvort það sé ekki alvarlegt að ekki séu gerðir skriflegir samningar á milli birgja og verslana segir Páll Gunnar svo vera. „Sérstaklega í því ljósi að árið 2002 voru settar leiðbeinandi reglur af hálfu samkeppnisyfirvalda og sérstaklega nefnt að það sé ófrávíkjanlegt að gera skriflega samninga. Svo höfum við tekið stöðuna síðan og séð að það er ekki verið að fara að þessum tilmælum og það er auðvitað alvarlegt,“ sagði Páll Gunnar.
Samkeppnismál Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira