Fjárlögin og fólkið Páll Valur Björnsson skrifar 24. september 2015 08:00 Á vordögum skrifaði ég greinar hér í Fréttablaðið sem fjölluðu um samfélag án aðgreiningar og jöfn tækifæri fólks og um ýmislegt sem þarf að gera til að það megi verða í verki en ekki bara í orði. Greinar þessar skrifaði ég eftir að ég hafði heimsótt samtök og stofnanir sem vinna að málefnum barna, fatlaðs fólks og einnig fanga. Til að varpa ljósi á stöðu þessara mála lagði ég einnig fyrirspurnir fyrir innanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra um þessi mál. Það er skemmst frá því að segja að þær upplýsingar sem ég fékk í þessum heimsóknum og þau svör sem ég fékk frá hæstvirtum ráðherrum sýna svo ekki verður um villst að við stöndum okkur illa í að byggja hér upp samfélag án aðgreiningar. Það er því miður alls ekki að tilefnislausu að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna taldi óhjákvæmilegt árið 2011 að gera alvarlegar athugasemdir við íslensk stjórnvöld vegna allt of langra biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og skyldar raskanir. Þrátt fyrir það er staðan þannig í dag að um 400 börn bíða greiningar og biðtíminn bara lengist og er kominn upp í 12-16 mánuði en greining á vanda hvers og eins barns er forsenda þess að það fái viðeigandi stuðning og þjálfun. Eitt ár er langur tími í lífi barns og það er algerlega ólíðandi og óásættanlegt að íslensk börn þurfi að bíða svo lengi sem raun ber vitni þar sem hver dagur, svo ekki sé talað um hver mánuður, sem líður skerðir mjög tækifæri barns til náms og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem því fylgir sem og lífsgæði barnsins og aðstandenda þess afar mikið. Það er því brýn nauðsyn að börnin fái úrlausn sinna mála eins fljótt og kostur er. Svör innanríkisráherra við fyrirspurn minni sem varðaði m.a. það hvað ætla mætti að margir þeirra sem afplána refsingu í fangelsi séu með ofvirkni og athyglisbrest eða skyldar raskanir benda til þess að þeir einstaklingar sem ekki fá fullnægjandi greiningar og aðstoð strax á unga aldri séu í mun meiri áhættu en aðrir að lenda í fangelsi. Í svari ráðherrans kemur fram að rannsóknir sýna að helmingur (50%) fanga uppfyllti skimunarviðmið fyrir athyglisbrest og ofvirkni í æsku og rúmur helmingur af þeim hópi, eða 60%, sýndi enn slík einkenni þegar þeir tóku þátt í rannsókn. Einnig kom í ljós að marktækt fleiri fangar sem uppfylltu þau skimunarviðmið greindust með félagskvíða, vímuefnavanda og andfélagslega persónuleikaröskun en hinir sem ekki uppfylltu skimunarviðmið. Það er ekki síður athyglisvert og raunar furðulegt að til þess að sinna öllum þessum einstaklingum sem lenda út af sporinu og enda í fangelsi og þurfa svo sannarlega á hjálp að halda til þess að bæta líf sitt eru tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, 1 námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi. Sjö sérfræðingar sem sinna 600 manneskjum!! Ríkisstjórnin stærir sig nú af betri ríkisbúskap og að fjárhagslegt svigrúm til að þjóna fólkinu í landinu hafi aukist og að aldrei hafi meiru verið varið til velferðarmála en einmitt nú. Það má hugsanlega til sanns vegar færa en það eru gífurleg vonbrigði fyrir alla þá sem að þessum málflokkum starfa að ekki sé nú, þegar svigrúm eykst, lagt til það fé sem þarf til þess að vinna á þessum skammarlegu biðlistum. Það er alveg borðleggjandi að með því að taka á þessum vanda á fyrstu stigum og leggja það fjármagn í þessa málaflokka sem til þarf erum við að fjárfesta til framtíðar. Og eru virkilega mörg verkefni mikilvægari nú ef svigrúm skapast en að stuðla að því að börn og ungmenni fái þá þjónustu sem við getum veitt þeim og stuðning til að þau geti stundað nám og notið þeirra tækifæra sem lífið býður upp á? Með því að gera það sem okkur ber í þessum málum erum við ekki eingöngu að auka lífsgæði þessara mörgu einstaklinga sem á þessari þjónustu þurfa að halda heldur allra aðstandenda þeirra og samfélagsins alls. Þannig búum við til samfélag án aðgreiningar í verki en ekki bara í orði og þannig fjárfestum við í ungu fólki, lífsgæðum þess og jöfnum tækifærum í nútíð og í framtíð. Ávinningurinn er svo augljós og svo mikill fyrir okkur öll. Betra samfélag og bættur efnahagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum skrifaði ég greinar hér í Fréttablaðið sem fjölluðu um samfélag án aðgreiningar og jöfn tækifæri fólks og um ýmislegt sem þarf að gera til að það megi verða í verki en ekki bara í orði. Greinar þessar skrifaði ég eftir að ég hafði heimsótt samtök og stofnanir sem vinna að málefnum barna, fatlaðs fólks og einnig fanga. Til að varpa ljósi á stöðu þessara mála lagði ég einnig fyrirspurnir fyrir innanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra um þessi mál. Það er skemmst frá því að segja að þær upplýsingar sem ég fékk í þessum heimsóknum og þau svör sem ég fékk frá hæstvirtum ráðherrum sýna svo ekki verður um villst að við stöndum okkur illa í að byggja hér upp samfélag án aðgreiningar. Það er því miður alls ekki að tilefnislausu að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna taldi óhjákvæmilegt árið 2011 að gera alvarlegar athugasemdir við íslensk stjórnvöld vegna allt of langra biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og skyldar raskanir. Þrátt fyrir það er staðan þannig í dag að um 400 börn bíða greiningar og biðtíminn bara lengist og er kominn upp í 12-16 mánuði en greining á vanda hvers og eins barns er forsenda þess að það fái viðeigandi stuðning og þjálfun. Eitt ár er langur tími í lífi barns og það er algerlega ólíðandi og óásættanlegt að íslensk börn þurfi að bíða svo lengi sem raun ber vitni þar sem hver dagur, svo ekki sé talað um hver mánuður, sem líður skerðir mjög tækifæri barns til náms og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem því fylgir sem og lífsgæði barnsins og aðstandenda þess afar mikið. Það er því brýn nauðsyn að börnin fái úrlausn sinna mála eins fljótt og kostur er. Svör innanríkisráherra við fyrirspurn minni sem varðaði m.a. það hvað ætla mætti að margir þeirra sem afplána refsingu í fangelsi séu með ofvirkni og athyglisbrest eða skyldar raskanir benda til þess að þeir einstaklingar sem ekki fá fullnægjandi greiningar og aðstoð strax á unga aldri séu í mun meiri áhættu en aðrir að lenda í fangelsi. Í svari ráðherrans kemur fram að rannsóknir sýna að helmingur (50%) fanga uppfyllti skimunarviðmið fyrir athyglisbrest og ofvirkni í æsku og rúmur helmingur af þeim hópi, eða 60%, sýndi enn slík einkenni þegar þeir tóku þátt í rannsókn. Einnig kom í ljós að marktækt fleiri fangar sem uppfylltu þau skimunarviðmið greindust með félagskvíða, vímuefnavanda og andfélagslega persónuleikaröskun en hinir sem ekki uppfylltu skimunarviðmið. Það er ekki síður athyglisvert og raunar furðulegt að til þess að sinna öllum þessum einstaklingum sem lenda út af sporinu og enda í fangelsi og þurfa svo sannarlega á hjálp að halda til þess að bæta líf sitt eru tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, 1 námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi. Sjö sérfræðingar sem sinna 600 manneskjum!! Ríkisstjórnin stærir sig nú af betri ríkisbúskap og að fjárhagslegt svigrúm til að þjóna fólkinu í landinu hafi aukist og að aldrei hafi meiru verið varið til velferðarmála en einmitt nú. Það má hugsanlega til sanns vegar færa en það eru gífurleg vonbrigði fyrir alla þá sem að þessum málflokkum starfa að ekki sé nú, þegar svigrúm eykst, lagt til það fé sem þarf til þess að vinna á þessum skammarlegu biðlistum. Það er alveg borðleggjandi að með því að taka á þessum vanda á fyrstu stigum og leggja það fjármagn í þessa málaflokka sem til þarf erum við að fjárfesta til framtíðar. Og eru virkilega mörg verkefni mikilvægari nú ef svigrúm skapast en að stuðla að því að börn og ungmenni fái þá þjónustu sem við getum veitt þeim og stuðning til að þau geti stundað nám og notið þeirra tækifæra sem lífið býður upp á? Með því að gera það sem okkur ber í þessum málum erum við ekki eingöngu að auka lífsgæði þessara mörgu einstaklinga sem á þessari þjónustu þurfa að halda heldur allra aðstandenda þeirra og samfélagsins alls. Þannig búum við til samfélag án aðgreiningar í verki en ekki bara í orði og þannig fjárfestum við í ungu fólki, lífsgæðum þess og jöfnum tækifærum í nútíð og í framtíð. Ávinningurinn er svo augljós og svo mikill fyrir okkur öll. Betra samfélag og bættur efnahagur.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun