Dómur er fallinn Áslaug Agnarsdóttir skrifar 24. september 2015 08:00 Dómur er fallinn. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á Fanney Björk Ásbjörnsdóttir ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu-C. Þar með hafa mannréttindi verið fótum troðin á Íslandi. Héraðsdómur hefur orðið sér til skammar. Í dag skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Einu sinni áttum við gott heilbrigðiskerfi. Sjúklingum var ekki mismunað og allir fengu þá meðferð sem þeir þurftu á að halda. Svona mál hefði ekki þurft að fara fyrir dómstóla og það hefði þótt sjálfsagt að Fanney fengi þau lyf sem hún þyrfti, óháð kostnaði. Lifrarbólga-C er ekkert grín. Samkvæmt upplýsingum á síðu landlæknisembættisins fá um það bil 80% þeirra sem smitast af lifrarbólgu-C viðvarandi lifrarbólgu og hluti þeirra fær eftir mörg ár skorpulifur og lifrarkrabbamein. Sjúklingurinn getur smitað aðra á meðan veiran er til staðar. Þetta er alvarlegur sjúkdómur og það er því allra hagur, sjúklingsins og samfélagsins, að þeir sem hafa smitast af lifrarbólgu-C fái að fara í meðferð. Nú er komið nýtt lyf til sögunnar, lyf sem Fanney óskar eftir að fá. Þetta lyf heitir Harvoni og er ætlað til inntöku í 12 vikur. Það hefur sáralitlar aukaverkanir og batalíkur eftir meðferð eru yfir 90%. Gamla meðferðin sem íslenskum sjúklingum hefur boðist til þessa hefur falist í 24 eða 48 vikna meðferð með sprautum og pillum, miklum aukaverkunum og mun minni líkum á bata. Fanney hefur prófað þessa aðferð og hún heppnaðist ekki. Ég fékk að fara tvisvar í slíka meðferð sem varði í 48 vikur í bæði skiptin. Aukaverkanir voru miklar og um tíma meðan á meðferðinni stóð var ég óvinnufær. Í fyrra skiptið voru batalíkur um 50% og lyfin dugðu ekki til að drepa veiruna. Í seinna skiptið bættist annað lyf við og batalíkur færðust upp í um 70% og þá var ég heppin því í lok meðferðar mældist veiran ekki lengur. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna sjúklingi er neitað um mun mannúðlegri og styttri meðferð, sem er jafnframt mun líklegra að leiði til bata. Sagt er að lyfið sé of dýrt til að hægt sé að láta Fanneyju hafa það. Meðferðin mun kosta 9-10 milljónir. Mér reiknaðist svo til að mín meðferð hafi kostað um 6 milljónir og þar sem ég þurfti að fara tvisvar í meðferð var kostnaðurinn alls um 12 milljónir þegar upp er staðið. Er heil brú í þessu? Þeir sem smitast af lifrarbólgu-C verða fyrir miklum fordómum. Þessi sjúkdómur er algengur meðal fíkla og þeir smitast gjarnan með því að nota sprautur hver annars. En hægt er að smitast eftir öðrum leiðum, næstalgengasta smitleiðin er við blóðgjöf. Er það einmitt þannig sem Fanney smitaðist. Hún fékk blóðgjöf eftir barnsburð á sjúkrahúsi hérlendis. En það er ekki það sem skiptir höfuðmáli. Að mínu mati á ekki að skipta máli hvernig menn smitast. Allir ættu að eiga rétt á þeirri meðferð sem er tiltæk, já, allir, óháð kostnaði. Sjúku fólki á ekki að mismuna. Íslenskt samfélag hlýtur að geta séð um sína sjúku. Ef það er ekki hægt getum við ekki verið stolt af að tilheyra því. Ef það er ekki hægt erum við augljóslega ekki að forgangsraða rétt. Ef það er ekki hægt getum við ekki talið okkur til þjóða þar sem mannréttindi eru virt. Baráttukveðjur til Fanneyjar og allra þeirra sem bíða eftir nýja lyfinu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Dómur er fallinn. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á Fanney Björk Ásbjörnsdóttir ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu-C. Þar með hafa mannréttindi verið fótum troðin á Íslandi. Héraðsdómur hefur orðið sér til skammar. Í dag skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Einu sinni áttum við gott heilbrigðiskerfi. Sjúklingum var ekki mismunað og allir fengu þá meðferð sem þeir þurftu á að halda. Svona mál hefði ekki þurft að fara fyrir dómstóla og það hefði þótt sjálfsagt að Fanney fengi þau lyf sem hún þyrfti, óháð kostnaði. Lifrarbólga-C er ekkert grín. Samkvæmt upplýsingum á síðu landlæknisembættisins fá um það bil 80% þeirra sem smitast af lifrarbólgu-C viðvarandi lifrarbólgu og hluti þeirra fær eftir mörg ár skorpulifur og lifrarkrabbamein. Sjúklingurinn getur smitað aðra á meðan veiran er til staðar. Þetta er alvarlegur sjúkdómur og það er því allra hagur, sjúklingsins og samfélagsins, að þeir sem hafa smitast af lifrarbólgu-C fái að fara í meðferð. Nú er komið nýtt lyf til sögunnar, lyf sem Fanney óskar eftir að fá. Þetta lyf heitir Harvoni og er ætlað til inntöku í 12 vikur. Það hefur sáralitlar aukaverkanir og batalíkur eftir meðferð eru yfir 90%. Gamla meðferðin sem íslenskum sjúklingum hefur boðist til þessa hefur falist í 24 eða 48 vikna meðferð með sprautum og pillum, miklum aukaverkunum og mun minni líkum á bata. Fanney hefur prófað þessa aðferð og hún heppnaðist ekki. Ég fékk að fara tvisvar í slíka meðferð sem varði í 48 vikur í bæði skiptin. Aukaverkanir voru miklar og um tíma meðan á meðferðinni stóð var ég óvinnufær. Í fyrra skiptið voru batalíkur um 50% og lyfin dugðu ekki til að drepa veiruna. Í seinna skiptið bættist annað lyf við og batalíkur færðust upp í um 70% og þá var ég heppin því í lok meðferðar mældist veiran ekki lengur. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna sjúklingi er neitað um mun mannúðlegri og styttri meðferð, sem er jafnframt mun líklegra að leiði til bata. Sagt er að lyfið sé of dýrt til að hægt sé að láta Fanneyju hafa það. Meðferðin mun kosta 9-10 milljónir. Mér reiknaðist svo til að mín meðferð hafi kostað um 6 milljónir og þar sem ég þurfti að fara tvisvar í meðferð var kostnaðurinn alls um 12 milljónir þegar upp er staðið. Er heil brú í þessu? Þeir sem smitast af lifrarbólgu-C verða fyrir miklum fordómum. Þessi sjúkdómur er algengur meðal fíkla og þeir smitast gjarnan með því að nota sprautur hver annars. En hægt er að smitast eftir öðrum leiðum, næstalgengasta smitleiðin er við blóðgjöf. Er það einmitt þannig sem Fanney smitaðist. Hún fékk blóðgjöf eftir barnsburð á sjúkrahúsi hérlendis. En það er ekki það sem skiptir höfuðmáli. Að mínu mati á ekki að skipta máli hvernig menn smitast. Allir ættu að eiga rétt á þeirri meðferð sem er tiltæk, já, allir, óháð kostnaði. Sjúku fólki á ekki að mismuna. Íslenskt samfélag hlýtur að geta séð um sína sjúku. Ef það er ekki hægt getum við ekki verið stolt af að tilheyra því. Ef það er ekki hægt erum við augljóslega ekki að forgangsraða rétt. Ef það er ekki hægt getum við ekki talið okkur til þjóða þar sem mannréttindi eru virt. Baráttukveðjur til Fanneyjar og allra þeirra sem bíða eftir nýja lyfinu!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun