Ekki setja áfengisiðnaðinn undir stýrið Hafsteinn Freyr Hafsteinsson skrifar 13. mars 2015 07:00 Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar. Engu að síður hafið þið öll vopnin í hendi ykkar til að láta ekki undan. Það eru til að mynda mjög góð efnahagsleg rök fyrir því að fella frumvarpið. Verði frumvarpið samþykkt og slaki gefinn í áfengisstefnuna með þessum afgerandi hætti, mun neyslan sannanlega aukast til muna og kostnaður ríkisins af þeim sökum líka. Skattfénu verður verr ráðstafað. Bretar eru að vakna upp við þessa bláköldu staðreynd, þar er kostnaður heilbrigðiskerfisins af áfengistengdum vandamálum gríðarlegur og vaxandi. Lancet skrifaði ítarlega um þetta í desember sl. undir yfirskriftinni: „Addressing liver disease in the UK: a blueprint for attaining excellence in health care and reducing premature mortality from lifestyle issues of excess consumption of alcohol, obesity, and viral hepatitis“. Bresk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með áfengisstefnu sína. Þar hefur áfengisiðnaðurinn komið sér vel fyrir. Dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma sem tengdir eru áfengisdrykkju í Bretlandi er á stöðugri uppleið og er í nánu sambandi við aukna áfengisdrykkju. Lancet nefnir tvo lykilþætti sem stefnumarkandi stjórnvöld ættu sérstaklega að hafa í huga. Annars vegar að áfengi veldur ótímabærum forðanlegum dauðsföllum og er stærsti áhættuþáttur dauðsfalla hjá körlum yngri en 60 ára. Hins vegar að sterk félagsleg tengsl við áfengistengd dauðsföll, þar sem hinir efnaminni í þjóðfélaginu bera stærstu byrðina, gera áfengi einn af lykilþáttum í ójafnræði innan heilbrigðiskerfisins. Lancet fer engum vettlingatökum um áfengisiðnaðinn í greininni og ákallar stjórnvöld: „Sannanir fyrir því hvernig draga má úr líkamlegum afleiðingum áfengis, sérstaklega lifrarsjúkdómum, eru gríðarlega miklar (overwhelming), og til að mæta ríkjandi áhrifum áfengisiðnaðarins er þörf á sterkari leiðsögn og gjörðum stjórnvalda.“ Að vísu kall til breskra stjórnvalda sem sitja uppi með dýrkeyptar afleiðingar 30 ára frjálslyndrar áfengisstefnu, fyrir löngu komin í gíslingu iðnaðarins, en get ekki séð að þetta eigi ekki líka við um ykkur, nú þegar Alþingi finnst tímabært að kollvarpa íslensku áfengisstefnunni. Því með því að samþykkja þetta frumvarp eruð þið að fara með okkur beina leið þangað sem Bretar og fleiri þjóðir sitja nú með sitt áfengisvandamál. Beina leið inn í frekari vandræði og aukna eyðslu á skattfé landsmanna. Þið standið undir miklum þrýstingi frá áfengisiðnaðinum með þessu frumvarpi. Það er óþarfi að láta hann stýra ykkur út í þessa vegferð. Haldið sjó, segið nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar. Engu að síður hafið þið öll vopnin í hendi ykkar til að láta ekki undan. Það eru til að mynda mjög góð efnahagsleg rök fyrir því að fella frumvarpið. Verði frumvarpið samþykkt og slaki gefinn í áfengisstefnuna með þessum afgerandi hætti, mun neyslan sannanlega aukast til muna og kostnaður ríkisins af þeim sökum líka. Skattfénu verður verr ráðstafað. Bretar eru að vakna upp við þessa bláköldu staðreynd, þar er kostnaður heilbrigðiskerfisins af áfengistengdum vandamálum gríðarlegur og vaxandi. Lancet skrifaði ítarlega um þetta í desember sl. undir yfirskriftinni: „Addressing liver disease in the UK: a blueprint for attaining excellence in health care and reducing premature mortality from lifestyle issues of excess consumption of alcohol, obesity, and viral hepatitis“. Bresk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með áfengisstefnu sína. Þar hefur áfengisiðnaðurinn komið sér vel fyrir. Dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma sem tengdir eru áfengisdrykkju í Bretlandi er á stöðugri uppleið og er í nánu sambandi við aukna áfengisdrykkju. Lancet nefnir tvo lykilþætti sem stefnumarkandi stjórnvöld ættu sérstaklega að hafa í huga. Annars vegar að áfengi veldur ótímabærum forðanlegum dauðsföllum og er stærsti áhættuþáttur dauðsfalla hjá körlum yngri en 60 ára. Hins vegar að sterk félagsleg tengsl við áfengistengd dauðsföll, þar sem hinir efnaminni í þjóðfélaginu bera stærstu byrðina, gera áfengi einn af lykilþáttum í ójafnræði innan heilbrigðiskerfisins. Lancet fer engum vettlingatökum um áfengisiðnaðinn í greininni og ákallar stjórnvöld: „Sannanir fyrir því hvernig draga má úr líkamlegum afleiðingum áfengis, sérstaklega lifrarsjúkdómum, eru gríðarlega miklar (overwhelming), og til að mæta ríkjandi áhrifum áfengisiðnaðarins er þörf á sterkari leiðsögn og gjörðum stjórnvalda.“ Að vísu kall til breskra stjórnvalda sem sitja uppi með dýrkeyptar afleiðingar 30 ára frjálslyndrar áfengisstefnu, fyrir löngu komin í gíslingu iðnaðarins, en get ekki séð að þetta eigi ekki líka við um ykkur, nú þegar Alþingi finnst tímabært að kollvarpa íslensku áfengisstefnunni. Því með því að samþykkja þetta frumvarp eruð þið að fara með okkur beina leið þangað sem Bretar og fleiri þjóðir sitja nú með sitt áfengisvandamál. Beina leið inn í frekari vandræði og aukna eyðslu á skattfé landsmanna. Þið standið undir miklum þrýstingi frá áfengisiðnaðinum með þessu frumvarpi. Það er óþarfi að láta hann stýra ykkur út í þessa vegferð. Haldið sjó, segið nei.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar