Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. október 2015 19:30 Veitingaleyfi Nam tilheyrði áður ferðaskrifstofunni Around Iceland sem hafði leyfi fyrir litlu kaffihúsi í rými staðarins með því skilyrði að það sæist ekki frá götu. Vísir/Anton Eigendur Nam á Laugavegi hafa staðið í stappi við Reykjavíkurborg síðan snemma í sumar. Staðurinn stendur klár en getur ekki opnað vegna vandræða með veitingaleyfið. Þannig er mál með vexti að staðurinn má ekki sjást frá götu samkvæmt skilyrði í veitingaleyfi rýmisins sem tilheyrir Around Iceland, ferðaskrifstofu í sama rými. Ferðaskrifstofan var með kaffihús í rýminu en leigði leyfið til Nam. Skilyrðið er sett vegna ákvæða í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 um að veitingarekstur megi ekki fara yfir 30 prósent hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði.Emil hlakkaði mikið til að opna Nam á Laugavegi.VísirAlls kyns tillögur á lofti en ekkert gengur Eigendur staðarins funduðu með skipulagsstjóra síðastliðinn mánudag og var þeim gert grein fyrir því að mál þeirra yrði meðhöndlað sem ný umsókn um veitingaleyfi. „Við reyndum að andmæla því þar sem við erum þegar með rekstrar- og veitingaleyfi og það er í gildi næstu tíu árin. En þeir sögðust meðhöndla þetta sem nýja umsókn og að þarna ætti ekki að vera matur,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eigandanna.Sjá einnig: Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna Reykjavíkurborg virðist því standa fast á þeirri skoðun að þarna eigi aðeins að standa verslun. Hann segist hafa verið bjartsýnn og vonað það besta allan tímann en eftir fundinn á mánudag varð hann aðeins svartsýnni. Hann segist hafa lagt fram alls kyns tillögur til þess að uppfylla skilyrðið í veitingaleyfinu sem kveður á um að staðurinn megi ekki sjást frá götu og verði að vera innarlega í rýminu.Nam stendur við Laugaveg 18b, rýmið hefur veitingaleyfi og eigendur töldu það nægja.Mynd/Facebook síða Nam„Þeim fannst það ekki nóg. Við höfum verið að íhuga að færa staðinn innar og skoðað ýmsa möguleika. Meira að segja höfum við velt því fyrir okkur að fara með hann alveg innst, byggja leynivegg í kringum hann og fela þetta. Ég er búinn að láta teikna þetta og allt. Þetta lagði ég til á fundinum í síðustu viku en þeir sögðust ekkert geta sagt í rauninni.“Annar fundur næsta þriðjudag Skiltin á húsinu og merkingarnar í glugganum hafa aldrei verið til umræðu að sögn Emils. „Þeir hafa aldrei agnúast út í það í sjálfu sér. Verslanir í landinu mega skreyta glugga sína alveg eins og þeim sýnist, ef eigendur vilja auglýsa verslun sem er neðar í götunni mega þeir það. Eins ef þeir vilja auglýsa veitingastað sem er innar í rýminu.“ Hinsvegar segir Emil það sjálfsögðu ekki passa að hafa skilti og merkingar út á götuna ef stemningin verður að hafa Nam á Laugavegi einskonar leynistað. Emil hefur verið kallaður á fund næsta þriðjudag og vonar hann að hann fái jákvæðar fréttir. „Ég vona að þeir séu að leita lausna með okkur. Það hefur reyndar ekki verið upplifun síðustu mánuða en ég veit ekkert hvað kemur út úr næsta fundi. Við vonum bara það besta.“ Tengdar fréttir Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Eigendur Nam á Laugavegi hafa staðið í stappi við Reykjavíkurborg síðan snemma í sumar. Staðurinn stendur klár en getur ekki opnað vegna vandræða með veitingaleyfið. Þannig er mál með vexti að staðurinn má ekki sjást frá götu samkvæmt skilyrði í veitingaleyfi rýmisins sem tilheyrir Around Iceland, ferðaskrifstofu í sama rými. Ferðaskrifstofan var með kaffihús í rýminu en leigði leyfið til Nam. Skilyrðið er sett vegna ákvæða í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 um að veitingarekstur megi ekki fara yfir 30 prósent hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði.Emil hlakkaði mikið til að opna Nam á Laugavegi.VísirAlls kyns tillögur á lofti en ekkert gengur Eigendur staðarins funduðu með skipulagsstjóra síðastliðinn mánudag og var þeim gert grein fyrir því að mál þeirra yrði meðhöndlað sem ný umsókn um veitingaleyfi. „Við reyndum að andmæla því þar sem við erum þegar með rekstrar- og veitingaleyfi og það er í gildi næstu tíu árin. En þeir sögðust meðhöndla þetta sem nýja umsókn og að þarna ætti ekki að vera matur,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eigandanna.Sjá einnig: Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna Reykjavíkurborg virðist því standa fast á þeirri skoðun að þarna eigi aðeins að standa verslun. Hann segist hafa verið bjartsýnn og vonað það besta allan tímann en eftir fundinn á mánudag varð hann aðeins svartsýnni. Hann segist hafa lagt fram alls kyns tillögur til þess að uppfylla skilyrðið í veitingaleyfinu sem kveður á um að staðurinn megi ekki sjást frá götu og verði að vera innarlega í rýminu.Nam stendur við Laugaveg 18b, rýmið hefur veitingaleyfi og eigendur töldu það nægja.Mynd/Facebook síða Nam„Þeim fannst það ekki nóg. Við höfum verið að íhuga að færa staðinn innar og skoðað ýmsa möguleika. Meira að segja höfum við velt því fyrir okkur að fara með hann alveg innst, byggja leynivegg í kringum hann og fela þetta. Ég er búinn að láta teikna þetta og allt. Þetta lagði ég til á fundinum í síðustu viku en þeir sögðust ekkert geta sagt í rauninni.“Annar fundur næsta þriðjudag Skiltin á húsinu og merkingarnar í glugganum hafa aldrei verið til umræðu að sögn Emils. „Þeir hafa aldrei agnúast út í það í sjálfu sér. Verslanir í landinu mega skreyta glugga sína alveg eins og þeim sýnist, ef eigendur vilja auglýsa verslun sem er neðar í götunni mega þeir það. Eins ef þeir vilja auglýsa veitingastað sem er innar í rýminu.“ Hinsvegar segir Emil það sjálfsögðu ekki passa að hafa skilti og merkingar út á götuna ef stemningin verður að hafa Nam á Laugavegi einskonar leynistað. Emil hefur verið kallaður á fund næsta þriðjudag og vonar hann að hann fái jákvæðar fréttir. „Ég vona að þeir séu að leita lausna með okkur. Það hefur reyndar ekki verið upplifun síðustu mánuða en ég veit ekkert hvað kemur út úr næsta fundi. Við vonum bara það besta.“
Tengdar fréttir Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00
Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30