Viðskipti innlent

Fær leyfi til að vinna að afnámi hafta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður stefndi lengi að því að verða fræðimaður og fór því í doktorsnám en endaði í fjármálageiranum.
Sigurður stefndi lengi að því að verða fræðimaður og fór því í doktorsnám en endaði í fjármálageiranum. Vísir/Valli
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum sínum frá 15. janúar að telja. Á meðan á leyfi Sigurðar stendur mun hann vinna fyrir stjórnvöld að losun fjármagnshafta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MP banka.

Sigurður mun koma aftur til starfa hjá MP banka að leyfi loknu, en þangað til mun Tryggvi Tryggvason leiða eignastýringarsvið MP banka.

 „Afnám gjaldeyrishafta er brýnt úrlausnarefni og mikilvægt að hæfustu sérfræðingar sem völ er á vinni að því verkefni. Það er ánægjulegt að leitað sé til sérfræðinga MP banka um að taka að sér þjóðhagslega mikilvæg verkefni á borð við þetta“, segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka.


Tengdar fréttir

Biskupssonur með stangveiðidellu

Stærðfræðingurinn Sigurður Hannesson hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðu síðustu misseri. Hann var einn af stofnendum InDefence-hópsins og hefur þar að auki verið einn helsti ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra.

Formaður sérfræðingahóps: Skuldatillögum skilað í næstu viku

Sigurður Hannesson, formaður sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar um skuldavanda heimilanna, segir að hópurinn sé nú að leggja lokahönd á tillögur varðandi niðurfærslu skulda. Hópurinn mun skila tillögum til ríkisstjórnarinnar í næstu viku.

Svipmynd Markaðarins: Starfaði hjá AGS í Washington D.C.

Lilja D. Alfreðsdóttir var nýverið ráðin verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu á grundvelli vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands. Hún er með meistaragráðu frá Columbia University og BA í stjórnmálafræði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×