Ósamhverfar verðbreytingar olíu Stjórnarmaðurinn skrifar 7. janúar 2015 09:00 Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markaðurinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Árið 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síðustu sex mánuðum. Hagur fyrirtækja, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélaganna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. Að sama skapi hefur rekstur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af markaðsvirði sínu. Það skýtur því ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á eldsneytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafnvel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði eldsneytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. Það virðist þó ekki vera raunin. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verðbreytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Rekstur olíufélaganna á Íslandi gæti því vænkast umtalsvert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markaðurinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Árið 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síðustu sex mánuðum. Hagur fyrirtækja, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélaganna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. Að sama skapi hefur rekstur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af markaðsvirði sínu. Það skýtur því ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á eldsneytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafnvel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði eldsneytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. Það virðist þó ekki vera raunin. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verðbreytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Rekstur olíufélaganna á Íslandi gæti því vænkast umtalsvert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent