95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall ingvar haraldsson skrifar 21. apríl 2015 11:14 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. vísir/auðunn Félagsmenn Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hafa samþykkt verkfallsaðgerða með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti í gær. Verkfallsaðgerðir rúmlega 10 þúsund félagsmanna SGS hefjast í næstu viku. Kjörsókn var 50,4% en þátttaka í kosningunni jókst eftir því sem leið á vikuna samfara mikilli umfjöllun og umræðu sem varð um kjaramál síðustu daga í þjóðfélaginu segir í tilkynningu. Verkfall félagsmanna SGS hefst því fimmtudaginn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Eftir það taka við regluleg sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí. Í tilkynningu segist Björn Snæbjörnsson, formaður SGS fagna kjörsókninni. „Verkföll eru alltaf síðasta úrræðið og við vonum að það náist að semja fyrir 30. apríl. Þó getum við ekki verið of vongóð miðað við það sem komið hefur frá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þá skiptir máli að niðurstaðan í kosningunni var skýr, félagsmenn eru tilbúnir í verkfall. Kjörsókn upp á 50,4% þar sem 95% lýsa einni afstöðu, er mjög hátt hlutfall. Sérstaklega þegar litið er til þess um hversu fjölbreyttan hóp fólks er að ræða, t.a.m. farandverkafólk, skólafólk og fólk í hlutastörfum. Kjörsóknin var einnig meiri á þeim stöðum þar sem fiskvinnsla er undirstöðugrein og kemur það okkur síst á óvart, enda er óréttlætið í því hvernig gæðunum er skipt alveg hrópandi í sjávarútveginum,“ segir Björn. Hér að neðan má sjá tímasetningar vinnustöðvana.30. apríl 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí 2015 Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Félagsmenn Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hafa samþykkt verkfallsaðgerða með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti í gær. Verkfallsaðgerðir rúmlega 10 þúsund félagsmanna SGS hefjast í næstu viku. Kjörsókn var 50,4% en þátttaka í kosningunni jókst eftir því sem leið á vikuna samfara mikilli umfjöllun og umræðu sem varð um kjaramál síðustu daga í þjóðfélaginu segir í tilkynningu. Verkfall félagsmanna SGS hefst því fimmtudaginn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Eftir það taka við regluleg sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí. Í tilkynningu segist Björn Snæbjörnsson, formaður SGS fagna kjörsókninni. „Verkföll eru alltaf síðasta úrræðið og við vonum að það náist að semja fyrir 30. apríl. Þó getum við ekki verið of vongóð miðað við það sem komið hefur frá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þá skiptir máli að niðurstaðan í kosningunni var skýr, félagsmenn eru tilbúnir í verkfall. Kjörsókn upp á 50,4% þar sem 95% lýsa einni afstöðu, er mjög hátt hlutfall. Sérstaklega þegar litið er til þess um hversu fjölbreyttan hóp fólks er að ræða, t.a.m. farandverkafólk, skólafólk og fólk í hlutastörfum. Kjörsóknin var einnig meiri á þeim stöðum þar sem fiskvinnsla er undirstöðugrein og kemur það okkur síst á óvart, enda er óréttlætið í því hvernig gæðunum er skipt alveg hrópandi í sjávarútveginum,“ segir Björn. Hér að neðan má sjá tímasetningar vinnustöðvana.30. apríl 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí 2015 Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira