Íslendingar opna 100 ísbúðir í Kína Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Úr einni af ísbúðunum Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúðirnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofnandi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri, og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúðvík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsafgreiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sérleyfi til að selja ísinn og verða búðirnar þar nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samningagerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúðirnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofnandi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri, og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúðvík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsafgreiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sérleyfi til að selja ísinn og verða búðirnar þar nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samningagerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun