Íslendingar opna 100 ísbúðir í Kína Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Úr einni af ísbúðunum Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúðirnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofnandi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri, og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúðvík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsafgreiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sérleyfi til að selja ísinn og verða búðirnar þar nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samningagerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúðirnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofnandi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri, og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúðvík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsafgreiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sérleyfi til að selja ísinn og verða búðirnar þar nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samningagerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira